Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 14
14 STÚDENTABLAÐ kostnaður samkvæmt reikningi. For- lagsband, sem unnið er í vélum, er 4—5 sinnum ódýrara en handunnið band, og mundi yfirleitt vera full- nægjandi að endingu. Ymsir munu þeirrar skoðunar, að Hbs. ætti ekki að binda sér þann bagga að taka við öllum prentskila- ritum, heldur hafa einungis valfrelsi um þau rit, sem háskólanum séu nauðsynleg. Eftir að hafa starfað að móttöku þessa efnis um skeið, hef ég þó sannfærzt um, að safnið geri rétt í því að taka við skyldueintökunum Skúli Hansen óskiptum, enda mundi það verða bókavörðum tímafrekt að eiga að velja úr og þá sífellt vafamál, hverju ætti að hafna, enda er það svo, að flest af því, sem prentað er í landinu, getur komið háskólanum til góða fyrr eða síðar, jafnvel þótt ómerkt þyki, einkum þegar að því kemur, að aukin áherzla verði lögð á fé- lagsvísindi og rannsóknir á íslenzku þjóðfélagi. VI. Mikilsverður þáttur bókaöflunar er bókaskipti. Háskólabókasafn er nú í skiptasambandi við um 230 erlenda háskóla og aðrar vísindastofnanir. Send eru einkum rit, er háskólinn gefur út, svo sem Arbók, Kennslu- skrá, Studia Islandica og doktors- ritgerðir, og auk þess tvítök annarra bóka, ef um slíkt er að ræða. Einn- ig fara fram á vegum safnsins skipta- sendingar fyrir Vísindafélag Islend- inga, en það hefur slík skipti við um 100 stofnanir, einkum erlend vísindafélög. I staðinn fáum við send rit, sem hinar erlendu stofnan- ir gefa út, og eru þessi viðskipti í flestum tilvikum einkar hagstæð okkur, því að flestar stofnanir láta sig ekki muna um að senda drjúg- um meira en við höfum að láta á móti, aðeins ef góðri reglu er hald- ið. Er enginn vafi á, að slík bóka- skipti mætti stórauka, ef tími gæf- ist til að sinna þeim nægilega, en fá utanríkisviðskipti hygg ég, að veiti smáþjóð hlutfallslega meiri hagnað en þessi. í lögum um Lbs. frá 1949segir, að safnið skuli „reka miðstöð bóka- skipta við erlend söfn og vísinda- stofnanir". Akvæði þetta hefur ekki komizt í framkvæmd enn þá, en mikil nauðsyn er á, að það dragist ekki lengi úr þessu. Þyrfti einn vel hæfur maður að geta helgað sig þessum þætti algjörlega, og tæki hann þá að sér skiptaþjónustu fyrir sem flestar sérfræðistofnanir. Tel ég víst, að laun slíks manns mundu fljótt skila sér ríflega. VII. Eins og margoft hefur komið fram á undanförnum mánuðum, var árið 1957 samþykkt þingsályktunartil- laga, þar sem stefnt var að samein- ingu Lbs. og Hbs., m. a. með það fyrir augum að fá stærra safn og koma á betri nýtingu og hagkvæmni í rekstri. Flestir munu sammála um, að þessi leið sé hin bezta, sem völ er á, þar eð svo fámennri þjóð sé of- viða að halda uppi tveimur full- komnum vísindabókasöfnum. For- senda þess, að af slíkri sameiningu geti orðið, er bygging allstórrar bók- hlöðu á lóð háskólans. Nokkur bið virðist ætla að verða á, að þetta nauðsynjamál komist í framkvæmd, og á meðan svo stendur, á Hbs. ekki annarra kosta völ en að búa sem bezt um sig í sínu núverandi húsnæði. Hafa í því skyni verið gerðar í safninu síðastliðin ár verulegar húsabætur. I kjallara hef- ur safninu verið fengið aukið hús- rými, og þarf þó að hugsa fyrir frekari aukningu þess húsnæðis áð- ur en langt um líður. Einnig hafa verið gerðar lagfæringar og aukið við hillum í þeim herbergjum, sem safnið hafði fyrir, og vinnuaðstaða á aðalhæð safnsins hefur verið stór- bætt með öflun nýs húsbúnaðar og tækja. Þá hafa verið gerðar nokkrar breytingar í lestrarsal, sem miða að því að næðissamara verði þar við lestur og smíðaður nýr tímarita- skápur. Erum við bókaverðir mjög þakklátir fyrir það fulltingi, sem við höfum fengið til þessara fram- kvæmda. VIII. Vegna þeirra umbóta, sem nú hef- ur verið lýst, hefur aðstaða öll batn- að til þjónustu við notendur safns- ins. Þykir mér ástæða til að gera í Stúdentablaði nokkra grein fyrir, hvaða not stúdentar geti haft af bókasafninu og hvernig það reynir, þótt af vanefnum sé, að koma til móts við þarfir þeirra. Leikur mér raunar grunur á, að vegna ókunnug- leika komist margir stúdentar seint eða aldrei upp á lag með að hafa full not af safninu. Leggja ber áherzlu á, að Hbs. er fyrst og fremst hugsað sem vinnu- bókasafn fremur en safn af ritum, geymdum til minja, þótt safnið kunni auðvitað vel að meta gamlar og verðmætar bækur, sem því ber- ast öðru hverju og fái þeim örugga geymslu. En safninu er engin skylda á herðar lögð um að þaulsafna ís- lenzkum bókum, svo sem raunin er um þjóðdeild Landsbókasafns, og meginþorrinn af bókum safnsins, erlendum sem íslenzkum (að Bene- diktssafni undanskildu) er falur til útlána, ef mikil notkun á lestrarsal hamlar eigi. Þá er einnig sá háttur á hafður, að gestum er heimilt með leyfi og eftir tilvísun bókavarða að ganga um geymslur safnsins og velja sér bækurnar sjálfir, enda ryður sá hátt- ur sér víða til rúms í söfnum erlendis (open access). Til leiðbeiningar hef- ur merkingum eftir efnisflokkum verði komið fyrir á nokkrum af skápum safnsins, og verður áfram unnið að því verkefni, eftir því sem ástæður leyfa. Reynt er að gefa safngestum kost á að fylgjast með því nýjasta, sem safninu berst. I því tilliti er vert að benda á tímaritaskáp þann í lestr- arsal, sem áður var nefndur, en hann rúmar á aðgengilegan hátt um 140 tímarit, og eru þar ávallt höfð til sýnis nýjustu heftin. Auk þess eru í hillum á bakhlið skápsins kennslu- skrár erlendra háskóla og ýmis blöð, tímarit og bæklingar almenns efnis, sem safninu berast. Við sum erlend bókasöfn er sá háttur á hafður að láta fjölrita eða prenta með reglulegu millibili lista yfir nýjar bækur, er söfnunum ber- ast. Hér hefur þessu enn ekki orðið við komið, en í stað þess eru ný- komnar bækur látnar hafa nokkra viðdvöl í sérstökum hillum á bóka- gangi innan við lestrarsalinn, áður en þeim er dreift um safnið eftir efnisflokkum. Með þessu er þeim, sem vilja, gefinn kostur á að fylgj- ast með því helzta, sem safninu berst. IX. Einn er sá þáttur, sem hamlar veru- lega eðlilegri nýtingu safnsbóka, en það er skortur á sætum fyrir þá, sem nota þurfa bækur safnsins á lestrar- sal. Eins og nú háttar, hafa stúdentar sérlestrarstofur á fáeinum stöðum, ýmist í háskólabyggingunni sjálfri eða annars staðar, og eru þær allar góðra gjalda verðar. En í lestrar- sal bókasafrjsins ásamt hliðarher- bergi eru aðeins 40 sæti. Núna í haust hafa um 25 þessara sæta verið Úr lesstofu lœknanema á 2. hœð

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.