Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 23

Stúdentablaðið - 01.12.1965, Blaðsíða 23
STÚDENTABLAÐ 23 Skoðanip og framlag til félagsfræði- legrar könnunar Nú um langt skeiS hafa steingerfíngar tveir arkaS valdsmannlega um háskólann. Eru þeir báSir stirSir og heimaríkir. Heitir annar Pólitík, en hinn Ópólitík. Sjaldan hittast þeir til ásta, en þá á laun. Afkvœmi þeirra eru tilberar, skammlífir óskapningar. Þetta er fáorS, en harla nákvœm lýsing á félagsmálum stúdenta, en þaS er þaS efni, sem mér er œtlaS aS f jalla um hér. Ég mun stikla á stóru og fara heldur um þá steina, sem mér finnst sjaldfarnir Þegar ég hef aS ferja úlf, lamb og heypoka, þá þykir mér áin vaxa. Þá sé ég efra tröllkonu eina mikla standa báSum megin árinnar og gerir hún vöxtinn. Hún heitir Félagsþroskaleysi. Jón E. Ragnarsson, stud. jur.: Stjórnmál og félagsmál stúdenta Það mætti rita langt mál um vönt- un félagsþroska meðal háskólastúd- enta og afleiðingar hennar, en ör- uggt má þó telja, að þetta þroska- leysi þeirra sé a.m.k. ekki á hærra stigi, en með öðrum hópum þjóð- félagsins. Er því fremur um almennt þjóðfélagseinkenni að tefla, en sér- einkenni stúdenta. Fellur þetta atriði því utan viðfangsefnisins, en rétt er að muna,'að hér er einn helzti ásteyt- ingarsteinninn. Þegar haft er í huga, að félagsmál stúdenta yfirgnæfa áð- urnefndir tveir steingerfingar, sem hugsa í kross, þá verður ljóst, að endurbót þarf að hefja með því að greina að kjarna og hismi. Þetta verkefni er svo að segja leyst, þegar sammæli er um nauðsyn aðgrein- ingarinnar, því að það er engin forsenda, að samkomulag sé um það, hvað skuli kalla hismi og hvað kjarna eða hvort sé eftirsóknarverð- ara. Spurningin varðar ekki, hvort mál eigi að vera pólitísk eða ópóli- tísk, heldur hvaða mál séu réttilega og í eðli sínu pólitísk, þ.e. fyrst og fremst flokkspólitísk, og hvaða mál- efni séu með þeim hætti, að um þau skifti hugsanleg greining stúdenta milli stjórnmálaflokka eða í stjórn- málalega sinnaða stúdenta og „ópólitíska” ekki máli, þ.e. málefni, sem réttilega og í eðli sínu eru að þessu leiti ópólitísk.1 Nú um árabil hefur verið þrefað um það, hvað sé eða eigi að vera pólitískt eða ópóli- tískt í félagsmálum stúdenta al- mennt. Mér virðist það raunveru- lega vera svipuð fjarstæða, að segja að stúdentar eigi að vera ópólitískir, eins og að halda því fram, að alla þætti félagsmálanna eigi að vega á vogarskálum stjórnmála, þ.e. flokka- pólitíkur. A þessum forsendum sýn- ist kominn tími til að vísa þessum ílöngu og óvísindalegu umræðum um skegg keisarans frá með rök- studdri dagskrá um almennan forsendubrest. Hugsanlegt er að greina félags- mál háskólastúdenta í hagsmuna- mál og félagslíf, þ.e. annarsvegar málefni varðandi efnaleg kjör stúd- 1 Eg tel orðið „óplólitískt' 'raunar vera fjarstæðu, þegar fjallað er um fé- lagsleg málefni. Slík málefni eru póli- tísk og er það hug-taksatriði sine qua non. Sé orðið hinsvegar notað til þess að merkja afstöðu, sem tekin er án til- lits til flokkspólitískra málefna á hverj- um tíma, þá má fallast á notkun orðs- ins með þeim fyrirvara. Er það gert hér.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.