Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 13

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 13
um, en geti þó verið óhjákvæmileg nauðsyn sem tímabundin neyðarráðstöi'un eða jafnvel sem varanleg ráðstöfun, þar sem sérstaklega stendur á. Allan, heldur þú, að stúdentar al- mennt viðurkenni þetta sjónarmið? A. V.M. Þeir, sem hafa látið til sín heyra um þetta mál, hafa greinilega verið þeirrar skoð- unar, að stúdentspróf sé fortakslaust nægilegt til inngöngu, eins og kom í ljós í sumar. Auð- vitað getur svo farið, að það sé óhjákvæmilegt að takmarka inngöngu, en spurningin er bara sú, hvernig það er gert. B. G. Þá komum við að því, að hér í þessari skýrslu háskólanefndar eru lögð fram drög að ýmsum kennslugreinum og starfl á ýmsum svið- um, sem hugsanlegt er, að háskólinn taki upp. Rektor, eru líkur til að háskólinn, ekki stærri en hann nú er, geti nokkurn tíma veitt kennslu í öllum þeim greinum, sem hér er minnzt á? M.M.L. Það er auðvitað erfitt að koma henni á á einu ári, en hins vegar eru möguleik- arnir, sem við búum við, meiri en mönnum kann að virðast við fyrstu sýn. Það er svo í ýmsum greinum, sem staðhættir sjálfir hafa eiginlega knúð fram, að þar hefur þó þessi litla þjóð náð mjög langt. Við getum tekið dæmi, að fyrir nokkrum árum var hér ungur, sænskur eðlisfræðingur á ferð. Ég hafði verið beðinn um að sýna honum svona sitt af hverju, svo að ég skrapp með honum út í gamla Lands- simahúsið. Þar höfðu menn þá búið sér til tæki úr gömlum ryksugum og þess háttar og skapað sér starfsaðstöðu, sem var mun betri en í svipuðum greinum úti í Lundi. Hitt er annað. að þetta hefur auðvitað mikil vandkvæði í för með sér af þeirri einföldu ástæðu, að i dag megum við varla við því að kippa verulega góðum starfsmanni út úr atvinnulífinu. B.G. Prófessor Guðmundur, saknið þér ein- hverra greina sérstaklega, sem þér teljið, að gera hefði átt tillögur um? G.E. Nei, ég hef ekki tekið eftir því. Ég held, að með því að vanda vel undirstöðuna í þeim greinum, sem fyrir eru, þá getum við undir- búið menn undir fjöldamörg sérsvið og í mörg- um tilfellum þyrfti ekki nema eins til tveggja ára sérnám erlendis til að öðlast fulla sérþekk- ingu á sviðinu og vera fær um að taka að sér störf í greininni. A.V.M. Ég held nú, að þegar séu fyrir hendi greinar innan hinna ýmsu deilda, sem hægt er að fella saman og íjölga þannig veru- lega námsleiðum, án þess að stofna nýjar deildir. Mér finnst verða að taka til athugunar í sambandi við uppbyggingu námsins í deild- unum, að hinir ýmsu kúrsar verði tiltölulega sjálfstæðir og menn geti þannig að vild raðað saman mörgum greinarbrotum í eina ákveðna aðalgrein. M.G. Sú eðlisbreyting, sem ég held, að þurfi að verða á Háskólanum í framtíðinni er, að mennta menn til virkari þátttöku í atvinnu- lífinu. Ég hygg, það þetta sé eitt af meginverk- efnum, og ég held, að ástæðan fyrir því, að þessi skýrsla, sem heitir „Efling Háskóla ís- lands“, einkennist mikið af efnahagslegum sjón- armiðum, sé einmitt sú, þð þessir menn hafa gert sér grein fyrir, að vandamál þjóðarinnar verða ekki leyst nema háskólinn leggi sitt af mörkum til að efla þjóðina efnahagslega. Okkur vantar vissulega menntaða menn í öllu okkar atvinnulífi. Ég held því, að við þurfum að fá fieiri undirstöðugreinar, til þess að sveigt verði enn frekar í áttina að atvinnulífinu. G.E. Ef við ætlum að koma á greinum, sem eru í nánari tengslum við atvinnulífið, þurfum við auðvitað aukna undirstöðukennslu í þeim greinum, sem þegar eru kenndar, svo sem efna- fræði, eðlisfræði og stærðfræði. M.G. Það var einmitt það, sem ég átti við. Ég var í rauninni ekki að segja að stofna ætti nýja deild, heldur útvíkka það sem fyrir er, til þess að fá af því betri not. A.V.M. Þú vilt sem sagt leggja aðaláherzlu á það, að þeir, sem koma út úr skólanum, hafi verulegan skilning á efnahagslífi þjóðarinnar. M.G. Ég tel, að þessi hlutur hafi verið vanræktur á undanförnum árum. Ég er alls ekki að leggja til, að við hættum að kenna lögfræði, læknisfræði eða guðfræði o.s.frv., en ég held, að þeim fjölda, sem kemur inn i skólann nú og í framtíðinni þurfi að beina í ríkara mæli inn á þetta svið. G.V. Mér finnst á vanta í skýrslu háskóla- ,,Háskólinn hlýtur aó þwfa aó auglýsa sína vöru eins og aðrir. “ ,, . . . hér á fólk að geta sérlueft sig. “ 13 STÚ DEINITABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.