Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 15
háskólinn nýtt þær stofnanir og fyrirtæki, sem
fyrir eru í landinu til kennslu og um leið veitt
þeim þjónustu.
M.M.L. Þetta er atriði, sem verið er að
vinna að, að komist í fastar skorður nú. Svo er
það kynning Háskólans. Ýmsar ráðagerðir eru
uppi í þeim efnum, bæði meðal stúdenta og
Háskólans. t.d. hef ég gefið vilyrði mitt til að
happdrættið láti gera tvær heimildarkvikmyndir
um Háskólann fyrir sjónvarpið, í þeirri góðu
trú, að það muni örva sölu á menntamönnum.
Þ.I. Háskólinn hlýtur að þurfa að auglýsa
sína vöru, eins og aðrir.
M.M.L. Hann þarf vissulega að halda þess-
um Public relations í góðu lagi.
B.G. Þarf ekki Háskólinn að fara að ráða
sér blaðafulltrúa?
M.M.L. Það liggur við.
B.G. Sú stefna kemur fram í skýrslu Há-
skólanefndar, að leitazt skuli við að færa undir-
stöðumenntun í sem flestum greinum inn í
landið í stað þess að hafa hér fáeinar greinar,
sem unnt er að fullnema sig í. Myndi þetta ekki
leiða til þess, að meira yrði um hálfkák á öll-
um sviðum fremur en fulla menntun ?
M.M.L. Auðvitað er sú hætta fyrir hendi.
H.S.K. Það eru einkum þrjú atriði, sem
mæla með því að hafa neðri hlutann af öllu,
fremur en fáar greinar til að velja úr. í fyrsta
lagi það, að nemum við sumar greinar til
fullnustu hér heima en verðum að sækja til
náms í öðrum erlendis, þá er hætl við, að til-
tölulega stærri hluti hópsins leiti í þær greinar,
sem unnt er að nema hér heima. í öðru lagi, að
á seinni hluta er hægara að komast að í kennslu-
stofnunum erlendis en í byrjun, a.m.k. í sumum
greinum. í þriðja lagi er það, að í mörgum
greinum er hægt að nota menn, þó að þeir hafi
ekki fyllstu vísindalega menntun, og það er
heppilegt, að töluverður fjöldi geti numið
greinina að nokkru gagni hér heima og svo
dugi það, að fái leiti sér fullnaðarmenntunar
erlendis.
G.V. Ég gæti kannski bætt við þetta einu
atriði, og það er, að margar nútímavísinda-
greinar eru orðnar það fjölbreytilegar, einkum
hvað varðar sérgreinar, að það verður svo í
reynd, að ein ákveðin háskóladeild verður sér-
hæfð á vissu sviði greinarinnar, og vilji menn fá
menntun á ákveðnu sérsviði, verða þeir að leita
til háskóla, sem hafa tekið þau svið meir fyrir
en önnur. Háskólanum hér yrði erfitt að mynda
breitt spektrum varðandi flestar greinar, þannig
að við verðum alltaf að vissu marki að leita til
útlanda í sérnám.
B.G. Verður það þá stefna, að háskólinn
veiti eingöngu undirstöðumenntun á ákveðnum
sviðum ?
M.M.L. Nei, það er ekki hægt að hugsa
sér það. Greinarnar sjálfar ráða því með sínum
lífsþrótti, hversu langt verður haldið áfram.
Annað er svo, hverju 200 þús. manns geta í
raun og veru komið í verk. Og mér þætti veru-
lega illt til þess að vita, ef að því yrði stefnt að
allt háskólanám okkar færi fram á þessari eyju,
því að við þurfum einnig að fá áhrifin að utan.
„ . . . unnt að fjölga námsleiðum verulega án þess
að stofna nýjar deildir. “ ...
„ . . . puðum í því aó ná almennri gráðu. “
„ . . . neðri hlutann af öllu.fremur enfáar greinar
aó velja úr. “
15
STÚDENTABLAÐ