Stúdentablaðið - 01.12.1969, Side 39
í varastjórn voru kjörnir: Fríða Á.
Sigurðardóttir, Kristján Árnason og
Valdimar Gunnarsson, ritari fráfarandi
stjórnar. Endurskoðendur voru kjörnir
Heiðmar Jónsson og Sigurður H. Benja-
mínsson.
Á aðalfundi þessum voru og kjörnir
tveir fulltrúar, þeir Helgi Þorláksson og
Jón Hilmar Jónsson, til setu á deildar-
fundum heimspekideildar. Skal vakin
athygli félagsmanna á því að snúa sér til
þessara fulltrúa með þau mál sín, er
líkleg eru að þurfa umsagnar eða úr-
skurðar heimspekideildar.
Við hina nýkjörnu stjórn og aðra ný-
kjörna forvígismenn Félags stúdenta í
heimspekideild bindum við miklar vonir.
Til þessara starfa hefir félagið líklega
aldrei haft á að skipa jafngóðum og á-
reiðanlegum starfskrafti sem þessum nú.
Er nú hagur félagsins kominn undir sam-
starfi félagsmanna, og leggi nú hver og
einn hönd á plóginn, svo Félag stúdenta í
heimspekideild megi verða það, sem það
átti í upphafi að verða.
Að síðustu skal Stúdentablað beðið
fyrir kveðjur og þakkir Félags stúdenta í
heimspekideild til fyrrverandi rektors,
próf. Ármanns Snævarr, og fyrrverandi
deildarforseta, próf. Bjarna Guðnasonar.
Jafnframt heilsar félagið nýjum rektor,
próf. Magnúsi Má Lárussyni og nýjum
deildarforseta, próf. Þórhalli Vilmundar-
syni. Óskar félagið þeim og öllum kenn-
urum heilla í starfi og væntir góðs sam-
starfs við þá.
Sigurður H. Benjamínsson.
Frá Félagi
læknanema
Félag læknanema var stofnað 6. marz
1933 og fyllir því nú 36 ár og hálfu betur.
Má segja að það sé á bezta aldri sé miðað
við mannskepnuna, komið vel til vits og
ára. Stofnendur voru 25 en nú eru líkur
á að félagatalan fari yfir 300 og er það
þá líklega orðið stærsta deildarfélagið í
skólanum.
Tilgangur félagsstarfsins er margþætt-
ur og verkefnin margvísleg. Félagið er í
senn skemmtifélag, fræðslufélag og eins
konar stéttarfélag, setn gætir hagsmuna
læknanema. Verður hér gerð grein fyrir
helztu þáttum starfseminnar.
I. Félagsfundir:
Þeim má skipta í 2 flokka, fræðslu-
fundi, þar sem lærðir miðla af reynslu
sinni eða stúdentar kryfja til mergjar
læknisfræðileg efni, og hins vegar aðra
fundi, sem eru þá oft ekki með eins
alvarlegum blæ.
Til marks um fundarstarfsemina voru
haldnir 4 fundir í októbermánuði einum.
Þá hafa verið haldnir tveir fundir um:
,,takmörkun á inngöngu í læknadeild'*
og samþykkt eftirfarandi ályktun á síð-
ari fundinum þann 10. júlí s.l.:
1. „Læknanemar telja að stúdentsprófið
sé óhæfur mælikvarði við takmörkun á
inngöngu í einstakar deildir, einkum
þar eð ekki er fyrir hendi samræmt
stúdentspróf fyrir allt landið.
2. Læknanemar leggja til að öllum þeim
nýstúdentum, sem hyggja nú á læknis-
nám gefist kostur á að þreyta próf að
loknu 3 mánaða námskeiði í t.d. efna-
fræði og náttúrufræði á næsta háskóla-
misseri. Skeri þetta próf úr um áfram-
hald námsins.
3. Læknanemar leggja á það áherzlu, að
gagnger könnun á þjóðfélagslegri þörf
á læknum er undirstaða og forsenda
skipulagningar kennslu í læknadeild."
Fundasókn hefur verið góð, oftast
60-80 manns.
II. Skemmtanir:
Hér ber hæst árshátíð, sem haldin er
í marz ár hvert, og mjög til vandað. Þá
skal geta vísindaleiðangra sem vinsælir
eru, enda gefst þá kærkomið tækifæri til
að hreinsa blóðið. í vetur er ennfremur
fyrirhugað að halda jólafund með
skemmtidagskrá. Um alla framangreinda
skemmtiliði sér fulltrúaráð Félags lækna-
nema.
III. Útgáfustarfsemi:
Félag læknanema gefur út vandað blað,
Læknanemann, ca. 4 tölublöð á ári. Sá
fyrsta tölublað 1. árgangs dagsins ljós í
apríl 1940. Réðst F.L. í á síðasta ári að
láta ljósprenta Læknanemann frá önd-
verðu og binda inn. Var þetta fjárfrekt
fyrirtæki og kostaði um 1 /2 milljón króna.
Sala hefur hins vegar gengið vel. Enn skal
getið nýjungar, sem er útgáfa fréttablaðs,
er hlotið hefur nafnið MEINVÖRP. Er
því ætlað að flytja deildarfréttir og koma
eins oft út og þurfa þykir með stuttum
fyrirvara.
IV. Kennslumál:
Starfandi er kennslumálanefnd F.L.
Má segja að verkefni þessarar nefndar
séu tröllvaxin. Hin síðustu ár hefur stöð-
ugt verið unnið að nýrri reglugerð lækna-
deildar. Hlaut hin nýja reglugerð endan-
lega staðfestingu viðkomandi yfirvalda
þann 20. október s.l. Er þar gert ráð fyrir
gagngerum breytingum á kennsluháttum
í læknadeild. Tekur reglugerðin gildi
haustið 1970. Kennslumálanelnd gaf út
í haust fjölritaðar leiðbeiningar um nám
í 1. hluta og gekkst fyrir ráðstefnu um
sama efni.
V. Erlend samskipti:
Félag læknanema hefur átt aðild að
alþjóðasamtökum læknanema (IFMSA)
í 12 ár. Þátttaka í starfi þessara samtaka
er fyrst og fremst á sviði stúdentaskipta
þ.e. læknanemar fara til mánaðarnáms-
dvalar við erlend sjúkrahús og veita mót-
töku erlendum kollega til samskonar
dvalar hérlendis. Undanfarin ár hafa
8-10 læknanemar farið utan ár hvert og
viðmóta íjöldi heimsótt ísland.
Þá hafa fulltrúar F.L. sótt þing IFMSA
og borið heim ferskar hugmyndir. Einnig
er F.L. aðili að samnorrænum lækna-
nemasamtökum og gefst þar tækifæri á
að fylgjast með því, sem nýjast er á hverj-
um tíma í kennslutilhögun o.fl. hjá
frændum vorum.
VI. Niðurlag
Þá eru ótalin ýmis mál, er lækna-
nemar láta sig varða. Þó er ekki hægt að
ljúka svo þessu greinarkorni að ekki sé
minnt á húsnæðisskort læknadeildar.
Verður að vinda bráðan bug að því að
leysa húsnæðisvandræði læknadeildar ella
mun illt af hljótast, læknanám staðna
frekar en orðið er, þjóðinni til mikils
tjóns. Er ljóst að úr þessu verður eigi bætt
nema með samstilltu átaki læknanema
og kennara læknadeildar. Hljóta lækna-
nemar að líta alvarlegum augum þá á-
kvörðun háskólaráðs að helga lagadeild
næstu byggingu Háskólans, enda mála
sannast að þar hafi verið byrjað á öfugum
enda, því þörfin er brýnni hjá flestum
ödrum deildum en lagadeild.
Garðahreppi í 3. viku vetrar 1969.
Guðjón Magnússon, formaður.
39
STÚDENTABLAÐ