Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 44

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Blaðsíða 44
Félagið starfaði þó áfram og tók drjúg- an þátt í undirbúningi, baráttu og starfi B-listans í 3 ár. Nú hafa vinstri sinnaðir stúdentar endurskipulagt samfylkingu sína og geng- ið saman í eitt félag, Stúdentafélagið Verðandi. Þótt þetta félag sé ekki sósíal- iskt í þeirri merkingu, sem róttækir hafa ætíð lagt i það orð, og vissulega væri þörf á því, að hafa innan skólans starfandi félag, sem hefði raunverulegan sósíalisma á stefnuskrá sinni, hafa sósíalistar lagt það mikið upp úr sameiningu allra íhalds- andstæðinga innan H.Í., að þeir beina nú félagslegum starfskröftum sínum fyrst og fremst að Verðandi, og reyna að sveigja stefnu þess félags æ meir í átt að jafn- réttis- og mannúðarhugsjónum Sósíal- ismans. Af þessum ástæðum hefur F.R.S. ekki starfað síðan Verðandi var stofnað, hvað sem síðar kann að verða. VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta Árið 1935 stofnuðu nokkrir lýðræðis- sinnaðir háskólastúdentar VÖKU, félag lýðræðissinnaðra stúdenta. VAKA er sjálfstætt og óháð stjórnmálafélag. Allir háskólastúdentar, sem aðhyllast lýðræð- ishugsjónina, geta því tekið þátt í störfum félagsins. Nú er VAKA stærsta og öflugasta stjórnmálafélag stúdenta í Háskóla ís- lands. Tilgangur félagsins er svo sem segir í lögum þess: 1. Að vinna að eflingu og útbreiðslu lýð- ræðis og lýðræðishugsjóna. 2. Að vinna gegn hvers konar áhrifum byltingarsinnaðra ofbeldis- og öfga- stefna á sviði félagsmála. 3. Að efla samtök stúdenta til sameigin- legs átaks til þess að koma fram þeim málum, sem horfa stúdentum og íslenzku þjóðinni til heilla. í upphafi var starfssvið VÖKU bar- átta gegn öfgastefnum nazista og komm- únista, sem mjög gætti í félagslífi há- skólastúdenta á íjórða tug aldarinnar. Síðan beindist starf VÖKU einkum að stofnun lýðveldis á íslandi. Nú berst Vaka fyrir aukinni þátttöku fólksins í stjórnmálastarfseminni; gegn flokksfor- ysturæðinu, stirðnuðum stjórnmálaflokk- um og samtryggingu valdsins. VAKA telur, að þessum markmiðum verði bezt náð með því að breyta kjördæmaskip- aninni og koma á einmenningskjördæm- um. VAKA vinnur að bættum hag stúdenta og eflingu háskólans. Á síðast liðnu ári hóf S.F.H.Í. undir forystu VÖKU öfluga sókn í málefnum háskólans, sem borið hefur góðan ávöxt. Nú er unnið að stuðn- ingi við Stúdentaráð og kynningu á há- skólanum. Á liðnu sumri hafði VAKA frumkvæði og forystu í útgáfu Stúdenta- blaðs, þar sem vandi háskólans var kynntur öllum almenningi; blaðinu var dreift inn á hvert heimili í landinu. Undir forystu VÖKU vinnur Stúdenta- félagið nú að kynningu á háskólanum í íjölmiðlunartækjum svo sem útvarpi og sjónvarpi; einnig er í undirbúningi kynn- ingardagur á störfum háskólans, svo- kallaður „háskóladagur“. VAKA hefur beitt sér fyrir og stutt aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Starfsemi VÖKU skiptist að mestu í þrjá meginþætti: 1) Margþætt funda- og ráðstefnuhald um málefni stúdenta og Háskóla íslands, þjóðfélags og menningarmál. Á þessu ári hafa m.a. verið haldnir almennir félagsfundir um hvaða breytinga væri þörf í íslenzkum stjórnmálum og hlut- verk stúdentabaráttu auk þriggja funda um starfsemi VÖKU og S.F.H.Í. Þá var einnig haldin tveggja daga þjóð- málaráðstefna. Fyrirhugaður er nú í desember fundur um einmennings- kjördæmi. 2) Gróskumikil blaðaútgáfa er rekin á vegum félagsins, en félagið gefur út „VÖKU“, blað lýðræðissinnaðra stúd- enta. Megin efni blaðsins eru greinar um málefni stúdenta ogþjóðmál. Þegar hafa komið út átta tbl. á þessu ári. 3) Þátttaka í starfi og stjórn Stúdenta- félagsins. VAKA var á liðnu starfsári í meirihluta í stjórn S.F.H.Í. og svo er enn á þessu starfsári. Þegar VAKA er í meirihluta í Stúdentafélaginu beinast starfskraftarnir einkum að því, svo sem eðlilegt er. Á aðalfundi VÖKU, sem haldinn var 15. apríl s.l. voru þessir menn kjörnir í stjórn félagsins: Þorsteinn Pálsson, stud. jur., form., Reynir T. Geirsson, stud. med., vara- formaður., Árni Ól. Lárusson, stud. oecon, gjald- keri, Sigurkarl Sigurbjörnsson, stud. oecon, ritari, Vilhj. Þ. Vilhjálmsson, stud. jur., ritstj., Björn Jósef Arnviðarson, stud. jur., Sigurður Guðmundsson, stud. med., Vigfús Ásgeirsson, stud. polyt., Jens Ól. Eysteinsson, stud. scient. Sigurkarl Sigurbjörnsson lét af störfum í stjórninni, vegna náms erlendis. Í hans stað var kjörinn Sveinn Sveinsson, stud. jur. Undirbúningur að kosningum til S.F. H.í. 11. okt. s.l. stóð í sumar og haust. Við þessar kosningar voru bornir fram tveir listar: A-listi VÖKU, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta og B-listi Verð- andi, félags svokallaðra vinstri manna. Úrslit kosninganna urðu þau, sem kunnugt er, að atkvæði féllu jöfn, báðir listar fengu 493 atkv. Þetta var einstakur atburður í sögu Stúdentafélagsins og olli töluverðu írafári. Hlutkesti réði úrslitum og kom það í hlut VÖKU. VAKA mun því enn hafa forystu í Stúdentafélaginu og Vökumenn eru einhuga um að tryggja að það verði áfram styrkt afl í þágu stúdenta. Þorsteinn Pálsson, stud. jur. VERÐANDI, félag vinstrisinnaðra stúdenta Verðandi, félag vinstrisinnaðra stúd- enta í Háskóla íslands, var stofnað 26. marz 1969. Takmarkið með stofnun félagsins var, eins og segir í lögum þess, að sameina alla vinstri stúdenta í Háskóla íslands í einu félagi. Á þessu var mikil þörf, því áður höfðu vinstri stúdentar starfað í þremur litlum félögum, sem hvert um sig, höfðu ekki bolmagn til að veita Vöku þá mótstöðu sem þurfti. Af þessari á- stæðu höfðu vinstri félögin gengið til samstarfs um ýmis mál, t.d. sameinuðu framboði í kosningum til Stúdentafélags Háskóla íslands. Þetta samstarf var að ýmsu leyti ágætt, en hafði þó nokkra mikla ókosti, sem verða ekki raktir hér. Það mun hafa verið veturinn 1967, að ég heyrði fyrst minnst á hugmyndina um stofnun allsherjarsamtaka vinstri stúd- enta í skólanum, en ekkert varð úr fram- kvæmd þess þá, enda hafði B-listinn (listi vinstri félaganna þriggja) unnið kosningarnar til Stúdentafélagsins þá um haustið, þannig að vinstri stúdentar höfðu í mörg horn að líta. Haustið 1968 tapaði B-listinn aftur á móti kosningunum til Stúdentafélagsins, og þótti þá mörgum fást ákjósanlegt tækifæri til að endur- skipuleggja félagsmálin. Hófust þá þegar þær umræður sem leiddu til stofnunar Verðandi. Á fjöl- mennum stofnfundi, þar sem um 80 stúdentar gerðust stofnfélagar, voru Verðandi sett lög og stefnuskrá. Inngangur stefnuskrárinnar hljóðar svo, „Verðandi stefnir að lýðræði í Há- skóla íslands, þjóðfélagi samábyrgðar og jafnréttis og alþjóðahyggju í sam- skiptum þjóða.“ Annars skiptist stefnuskrá Verðandi í STÚDEIMTABLAÐ 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.