Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 46

Stúdentablaðið - 01.12.1969, Page 46
Máttarstólpi á drottinsdegi Ari minn kári og korriró og hvað er að tarna ? Sé ég þig ekki á strœtinu spranga, tröllið semfyrrum varó steinn. Ari minn kári, í sunnudagsfötum svo déskoti slunginn að sanka þér gulli í nábrókarpunginn, kjagar um stéttina í skóm að láni með sultardropa á arnarnefi og telur jafnvel sautján dali í hverju skrefi. Ari minn kári, og hvað er á seyði ? Sé ég þig ekki á þjóðvegum þruma, glotta til sólar í heiði undir bjargföstum hatti með hringaða fingur á neytendaþjó. Ari minn kári og korriró: Máski að fá þér guð í soðið, þrettán vetra og fjórtán þó ? Að ögurstund. Sérðu glóa stál í deiglu nyrzt í vestri, dotta fjöll á liðnum degi, grœr í mín augu þín augu rökkur og auðar gáttir. Fer sjúkur roði um húsagarð og gömul kona. Vart þó liðin ögurstund síðan ég stóð hjá glugg og greiddi sundur blettuð tjöld, hönd í sillu þem á rúðu, og sólin flœddi út úr nóttunni, sitraði niður úr nóttunni gegnum ský er áður vökuþreytt á dagsbrún. Þau flýta núförþá lítur þú slokkna slitur af sól í köldum nó. Dengir Ijá vió dyrin kyrrð svo glymur í eyrum. Jón Örn Marinósson SIGILDAR BÆKUR í vönduðum og fögrum útgáfum Tvær kviður fornar í útgáfu Jóns Helgasonar. Kr. 300,00. Kviður af Gotum og Húnum í útgáfu Jóns Helgasonar. Kr. 380,00. Leit ég suður til landa, ævintýri og helgisögur frá mið- öldum í útgáfu Einars Ól. Sveinssonar. Skb. kr. 250,00. Alexanders saga í útgáfu Halldórs Laxness. Skb Kr. 200,00. Kvæði og sögur Jónasar Hallgrímssonar. Formáli eftir Halldór Laxness. Alskinn kr. 425,00. Ljóðmæli Gríms Thomsens í útgáfu Sigurðar Norðdal (kemur út í desemberbyrjun). Hugvekja til íslendinga eftir Jón Sigurðsson. Inngangur eftir Sverri Kristjánsson. Kr. 130,00. Dagbók í Höfn eftir Gísla Brynjúlfsson í útgáfu Eiríks Hreins Finnbogasonar. Skb. kr. 170,00. Dægradvöl eftir Benedikt Gröndal í útgáfu Ingvars Stefáns- sonar. Skb. kr. 450,00. Ritgerðir Þórbergs Þórðarsonar. Inngangur eftir Sverri Kristjáns- son. Kr. 560,00 (2 bindi). Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson. Skb. kr. 400,00. og 550.00. Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Skb. kr. 280,00. Skriftamál uppgjafaprests eftir Gunnar Benediktsson. Kr. 210,00. Sextán sögur eftir Halldór Stefánsson. Formáli eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson. Kr. 150,00. Ljóð frá ýmsum löndum eftir Magnús Ásgeirsson. Inngangur eftir Snorra Hjartarson. Skb. kr. 300,00. Vegurinn að brúnni eftir Stefán Jónsson. Kr. 350,00. Sjödægra eftir Jóhannes úr Kötlum. Ib. kr. 330,00. Tuttugu erlend kvæði eftir Jón Helgason. Skb. kr. 280,00. Kvæði 1940—1952 eftir Snorra Hjartarson. Skb. kr. 280,00. Lauf og stjörnur eftir Snorra Hjartarson. Skb. kr. 440,00. Söluskattur er ekki innifalinn í verðinu. 25% afsláttur til félagsmanna Máls og menningar. MÁL OG MENNING Laugavegi 18 - Reykjavík - Sími 22973 STÚDENTABLAÐ 46

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.