Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Side 53

Fálkinn - 21.06.1930, Side 53
53 FÁLKINN Verslunin Edinborg. 1895. 1905. Verslunin Edinborg var stofn- uð i júní 1895 af Ásgeiri Sigurðs- syni og skosku firma, Copland & Berrie í Leijth- Hóf hún göngu sína í húsum Þorláks O. Johnsen og lijelt þar áfram uns hún flutt- ist í hús Knudson’s kaupmanns við Strandgölu, sem nú er Hafn- arstræti, og keypti hún það hús. Nokkrum árum seinna, 1905, reisti verslunin stórt og vandað verslunarliús við hlið þess og var rekin í báðum húsunum. Hið nýja hús var einstakt í sinni röð á þeim tíma, sem það var reist. Voru þar í fyrsta skifti hjer á landi notaðir sýningargluggar, og fjekk verslunin enskan mann til að skreyta þá. Miðslöðvarliit- un var í húsinu, og var hún þá álíka óþekt lijer á landi. Loks voru í fyrsta skifti notaðir pen- ingakassar (,,Cassa“), er nú þykja ómissandi í öllum verslun- um. Sýna þessi nýmæli, á liverri víðsýni og djörfung verslunin hefir verið reist. Verslunin tók brátt að færa út kvíarnar. Hafði hún tvenn pakkhús við Hafnar- stræti, þar sem nú eru hús Eim- skipaf jelagsins og Ellingsen kaup- manns.. Auk þess keypti hún Sturluliús við Austurstræti, þar sem nú er versl. Jacdbsen. Brátt tók verslunin að setja á stofn ýms útibú, á Akureyri, Isafirði, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Akranesi og Keflavík. Var þá og rekin mikil fiskverslun og út- gerð. Arið 1915 brunnu verslunár- luisin, og fluttist þá verslunin i Ingólfshvol við Hafnarstræti: hún 1925 flutti í hið nýja vand- Þar var hún rekin í 10 ár, þar til aða hús sitt. — Árið 1917 keypti m 1925. Asgeir Sigurðsson alræðismaður verslunina og rak hana einn þar íil 1926, að Sigurður B. Sigurðs- son varð meðeigandi og Walter Sigurðsson 1928. Verslunin Edinborg hefir lyft þungu hlassi í menningarsögu fs- lands. Er hún fyrsta verslunin, sem tekur upp peningaverslun og staðgreiðslu. Var þetta í byrjun afar-erfitt, svo sem vænta mátti, þar sem aðal-peningastofnun landsins, Landsbankinn, hafði litlu úr að spila — átti ekki nema % miljón króna hlutafje. Rakn- aði þó úr þessu, þegar firmað Copland &Berrie kom á fiskversl- uninni við Spán og Ítalíu. Má geta nærri, liverjar framfarir lýðs og lands hafa verið tengd- ar þessu nýmæli. Heildverslun Asgeirs Sigurðs- sonar hefir starfað síðan 1919 og verslar með allskonar nauðsynja- vörur, svo sem matvörur, hrein- lætisvörur, sápur frá hinniheims- frægu sápugerð Lever Bros. Ltd., Port Sunlight, og er nú stór inn- flvtjandi bílagúmmís og gúmmí- skófatnaðar, Eru þær vörur frá binu alþekta Goodrich-fjelagi. Edinborg er nú orðin ein stærsta og fullkomnasta glervöru- og vefnaðarvöruverslun landsins. Hefir ætíð verið kappkostað að hafa eingöngu hinar vönduðustu og bestu vörur á boðstólum. Hafa einkunnarorð verslunarinn- ar ætíð verið: „Lítill ágóði — fljót skil“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.