Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Side 63

Fálkinn - 21.06.1930, Side 63
F Á L K I N N 63 Verslunin Brynja. í nóvembermánuði árið 1919 stofnaði Guðmundur Jónsson trjesmiður ofurlitla verslun i bakliúsi við Laugaveg 24. Var sölubúðin ekld stærri en svo, að skrefa mátti milli veggja — hún Guðmiindur Júnsson. var 1 meter á breidd og 3 m. á lengd. Líkast til hefir ekki verið stofnuð verslun, sem byrjað hef- ir öllu smærra, og er þetta nú orðin ein stærsta og vandaðasta verslun bæjarins og án efa stærst í sjergrein sinni: Verslun með byggingarefni og verkfæri. Verslunin tók brátt að stækka, en fluttist þó ekld úr stað fyr en að 5 árum liðnum. Var þá sölu- búðin orðin allmiklu stærri, öVá X9 álnir. Var þá verslunin orðin svo mikil, að árssala nam um 65 þúsundum króna. Árið 1924 fluttist verslunin í húsið við götuna, austurenda, Laugaveg 24. — Það húsnæði var bæði betra og rýmra, 10x12 álnir. Á þessum stað dafnaði verslunin vel. Var bún þar í rúm fjögur ár og fluttist í júlí í fjTra a þann stað, sem verslunin er nú á Laugaveg 29. Húsnæðið er 20x14 metrar, sölubúð og skrifstofa. Auk þess er allmikil vörugeymsla í kjall- aranum. Á 2. hæð er einkaskrif- slofa. Með stofnun verslunarinnar og rekstri hefir verið stígið drjúgt skref í verslun með bygginga- efni og verkfæri. Er þessi versl- un hin eina sjerverslun í þessari grein. Ilefir ætíð verið kappkost- að að hafa sem hest sambönd, enda svo komið, að verslunin hef- ir með höndum útvegun á vörum til allra stærstu og vönduðustu bygginga, svo sem i Hotel Borg, Landsspítalann, Elliheimilið, Arn- arlivol. Auk þess hefir hún út- vegað ultra-gler í barnaskólann nýja. Verslunin er enn ekki nema rúmlega 10 ára gömul. Hefir hún verið rekin af miklu kappi og dugnaði og er nú orðin stærsta sjerverslun í byggingarvörum og verkfærum. Níu manns vinna að staðaldri við verslunina og stundum fleiri. Guðmundur Jónsson, eigandi og stofnandi verslunarinnar, er fæddur á Akranesi 1. september 1888. Ólst liann þar upp til 17 ára aldurs, en fór þá til Reykja- víkur til að læra trjesmíðar. Rjeðist hann fyrstur lærlingur í trjesmiðjuna „Völund“. Hann vann þar til 1914, en þá fór hann til Noregs og vann sumarlangt í liúsgagnasmiðju í Bergen. Um haustið rjeðist hann aftur til Völ- undar, en 1917 setti liann upp liúsgagnaverkstæði á Laugaveg 24, og var Verslunin Brynja stofnsett í sambaiidi við það. Verslunin Brynja hefir flutt í landið fleiri og merkari nýjung- ar en nokkur önnur verslun í sömu grein. Má meðal annars nefna límduftið Certus, sem er blandað köldu vatni og gefur besta trjelím. Einkasölu liefir hún á einangrunarefninu Celotex, sem mun eitt liið hesta í sinni röð. Hefir það hlotið hina bestu reynslu hjer sem annarsstaðar, var t. d. notað með góðum á- rangri í 8 frystihús, sem ýmist voru bygð eða tekin til stækkun- ar eða viðgerða í fyrra sumar. Auk þess, sem þetta efni ein- angrar vel liita og kulda, er það nauðsynlegt til að útiloka hljóð. Hefir það verið notað i allar bestu útvarpsstöðvar heimsins og við- ar, þar sem þarf að útiloka hljóð, svo sem í stofum, þar sem tal- myndir eru teknar. Efni þetta er framleitt úr sykurreyr. Eru tref j- arnar teknar úr reyrnum og úr þeim búnar til Celotex-plötur, sem notaðar eru til að fóðra með veggi. Auk þess má nefna Rawl- plug-tappa, sem notaðir eru til að lialda skrúfum og nöglum föstum í veggjum. Halda þeir svo vel, að reynt befir verið að toga þá út með ótrúlegum krafti, en veggirnir hafa fyr brostið og skrúfurnar eyðilagst en að tapp- arnir sleptu. — Trjesmíðaheflar frá G. Ott í Ulm (Þýskalandi) eru líka alþektir af vörum versl- unarinnar og eins sagir frá Sand- viken i Svíþjóð, sem verslunin hefir umboð fyrir. — Er hjer að- eins lítið talið af þeim fjölda nýjunga, sem verslunin hefir flutt inn á þeim stutta tíma, sem hún liefir starfað. Eins og áður er sagt eru bygg- ingarefni, þ. e. hin smærri efni til bygginga það sem verslunin flytur einkum inn og svo verk- færi öll til trjesmíða. Þeir sem þurfa að byggja hús komast illa hjá að líta inn í Brynju, því þar er jafnan mikið úrval af flestu því, sem þá vanhagar um, hvort heldur er gluggagler, hurðahún- ar og læsingar, lamir, glugga- tjaldastengur eða annað. Og smiðirnir eru þar góðir viðskifta- vinir, því þar fá þeir ekki aðeins liefil, sög eða sporjárn lieldur ó- trúlegustu verkfæri, sem gera þeim livaða verk sem er skemti- legt. — Má verslunin eflaust þakka viðgang sinn að miklu leyti þvi, að þar er fagmaður við stýrið, sem hafði þekkingu á að velja vönduð verkfæri. Nýtur Guðmundur þar þekkingar sinn- ar i trjesmíðaiðninni. Verslunin Drynja, Laugaveg 29.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.