Fálkinn


Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 63

Fálkinn - 21.06.1930, Qupperneq 63
F Á L K I N N 63 Verslunin Brynja. í nóvembermánuði árið 1919 stofnaði Guðmundur Jónsson trjesmiður ofurlitla verslun i bakliúsi við Laugaveg 24. Var sölubúðin ekld stærri en svo, að skrefa mátti milli veggja — hún Guðmiindur Júnsson. var 1 meter á breidd og 3 m. á lengd. Líkast til hefir ekki verið stofnuð verslun, sem byrjað hef- ir öllu smærra, og er þetta nú orðin ein stærsta og vandaðasta verslun bæjarins og án efa stærst í sjergrein sinni: Verslun með byggingarefni og verkfæri. Verslunin tók brátt að stækka, en fluttist þó ekld úr stað fyr en að 5 árum liðnum. Var þá sölu- búðin orðin allmiklu stærri, öVá X9 álnir. Var þá verslunin orðin svo mikil, að árssala nam um 65 þúsundum króna. Árið 1924 fluttist verslunin í húsið við götuna, austurenda, Laugaveg 24. — Það húsnæði var bæði betra og rýmra, 10x12 álnir. Á þessum stað dafnaði verslunin vel. Var bún þar í rúm fjögur ár og fluttist í júlí í fjTra a þann stað, sem verslunin er nú á Laugaveg 29. Húsnæðið er 20x14 metrar, sölubúð og skrifstofa. Auk þess er allmikil vörugeymsla í kjall- aranum. Á 2. hæð er einkaskrif- slofa. Með stofnun verslunarinnar og rekstri hefir verið stígið drjúgt skref í verslun með bygginga- efni og verkfæri. Er þessi versl- un hin eina sjerverslun í þessari grein. Ilefir ætíð verið kappkost- að að hafa sem hest sambönd, enda svo komið, að verslunin hef- ir með höndum útvegun á vörum til allra stærstu og vönduðustu bygginga, svo sem i Hotel Borg, Landsspítalann, Elliheimilið, Arn- arlivol. Auk þess hefir hún út- vegað ultra-gler í barnaskólann nýja. Verslunin er enn ekki nema rúmlega 10 ára gömul. Hefir hún verið rekin af miklu kappi og dugnaði og er nú orðin stærsta sjerverslun í byggingarvörum og verkfærum. Níu manns vinna að staðaldri við verslunina og stundum fleiri. Guðmundur Jónsson, eigandi og stofnandi verslunarinnar, er fæddur á Akranesi 1. september 1888. Ólst liann þar upp til 17 ára aldurs, en fór þá til Reykja- víkur til að læra trjesmíðar. Rjeðist hann fyrstur lærlingur í trjesmiðjuna „Völund“. Hann vann þar til 1914, en þá fór hann til Noregs og vann sumarlangt í liúsgagnasmiðju í Bergen. Um haustið rjeðist hann aftur til Völ- undar, en 1917 setti liann upp liúsgagnaverkstæði á Laugaveg 24, og var Verslunin Brynja stofnsett í sambaiidi við það. Verslunin Brynja hefir flutt í landið fleiri og merkari nýjung- ar en nokkur önnur verslun í sömu grein. Má meðal annars nefna límduftið Certus, sem er blandað köldu vatni og gefur besta trjelím. Einkasölu liefir hún á einangrunarefninu Celotex, sem mun eitt liið hesta í sinni röð. Hefir það hlotið hina bestu reynslu hjer sem annarsstaðar, var t. d. notað með góðum á- rangri í 8 frystihús, sem ýmist voru bygð eða tekin til stækkun- ar eða viðgerða í fyrra sumar. Auk þess, sem þetta efni ein- angrar vel liita og kulda, er það nauðsynlegt til að útiloka hljóð. Hefir það verið notað i allar bestu útvarpsstöðvar heimsins og við- ar, þar sem þarf að útiloka hljóð, svo sem í stofum, þar sem tal- myndir eru teknar. Efni þetta er framleitt úr sykurreyr. Eru tref j- arnar teknar úr reyrnum og úr þeim búnar til Celotex-plötur, sem notaðar eru til að fóðra með veggi. Auk þess má nefna Rawl- plug-tappa, sem notaðir eru til að lialda skrúfum og nöglum föstum í veggjum. Halda þeir svo vel, að reynt befir verið að toga þá út með ótrúlegum krafti, en veggirnir hafa fyr brostið og skrúfurnar eyðilagst en að tapp- arnir sleptu. — Trjesmíðaheflar frá G. Ott í Ulm (Þýskalandi) eru líka alþektir af vörum versl- unarinnar og eins sagir frá Sand- viken i Svíþjóð, sem verslunin hefir umboð fyrir. — Er hjer að- eins lítið talið af þeim fjölda nýjunga, sem verslunin hefir flutt inn á þeim stutta tíma, sem hún liefir starfað. Eins og áður er sagt eru bygg- ingarefni, þ. e. hin smærri efni til bygginga það sem verslunin flytur einkum inn og svo verk- færi öll til trjesmíða. Þeir sem þurfa að byggja hús komast illa hjá að líta inn í Brynju, því þar er jafnan mikið úrval af flestu því, sem þá vanhagar um, hvort heldur er gluggagler, hurðahún- ar og læsingar, lamir, glugga- tjaldastengur eða annað. Og smiðirnir eru þar góðir viðskifta- vinir, því þar fá þeir ekki aðeins liefil, sög eða sporjárn lieldur ó- trúlegustu verkfæri, sem gera þeim livaða verk sem er skemti- legt. — Má verslunin eflaust þakka viðgang sinn að miklu leyti þvi, að þar er fagmaður við stýrið, sem hafði þekkingu á að velja vönduð verkfæri. Nýtur Guðmundur þar þekkingar sinn- ar i trjesmíðaiðninni. Verslunin Drynja, Laugaveg 29.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.