Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 4
4 26. september 2009 LAUGARDAGUR
Eldur kom upp í Höfða í gærdag,
einu sögufrægasta húsi landsins.
Borgarstarfsmenn voru staddir í
húsinu og urðu eldsins varir um
tuttugu mínútur í sex, en fram
til klukkan fjögur hafði verið þar
opið hús í tilefni af því að hundrað
ár eru liðin í vikunni síðan fyrst
var flutt inn í Höfða.
Allt tiltækt slökkvilið var sam-
stundis kallað út og stuttu síðar
bárust fréttir af brunanum til
almennings.
Óvíst er hvað olli eldinum, sem
kviknaði á háalofti hússins og
barst í þak þess. Eftir því sem
næst verður komist var rafkerfið
endurnýjað í fyrra.
Slökkviliði tókst að hemja
logana, sem stóðu í verstu vindátt
og komu upp aftur og aftur í gömlu
timbrinu, og slökkva á um klukku-
stund. Skemmdir urðu því litlar,
miðað við þau sögulegu menningar-
verðmæti sem í húsinu voru og
hefðu getað glatast. Ómögulegt er
að leggja mat á þau.
„Við vorum með einvala lið frá
borginni, lögreglu og svo komu
sendibílar til að bjarga öllum
verðmætunum og það tókst. Húsið
er dýrmætt en guð minn góður,
það sem var inni í því!“ sagði Jón
Viðar Matthíasson slökkviliðs-
stjóri.
Þökk sé skjótum samhæfðum
viðbrögðum gátu viðstaddir því
slökkt eldinn og bjargað verð-
mætum á sama tíma. „Það óðu
bara allir reyk og brennistein
þarna inni,“ sagði Jón Viðar. Eld-
varnir hefðu verið ágætar í hús-
inu, en svona gersemar kölluðu á
„eilífðar eldvarnir“.
Þess má geta að borgarfulltrúar
úr ýmsum flokkum mættu á vett-
vang og gátu þó sameinast um
að bjarga þessum verðmætum.
Svarnir andstæðingar bisuðu við
að bera þungar mublur saman í
rigningunni.
Kjartan Magnússon borgarfull-
trúi segir brunann sýna fram á að
koma þurfi upp úðakerfi í mikil-
vægum gömlum húsum: „Það
hefði bjargað okkur í brunanum
í Austurstræti.“
Þegar búið var að slökkva eld-
inn unnu slökkviliðsmennirnir
áfram. Áður en þeir fóru heim
þurfti meðal annars að sjúga upp
vatn úr gólfi og koma þannig í veg
fyrir vatnsskemmdir. Höfða var
bjargað. klemens@frettabladid.is
Ríkisendurskoðun er sjálfstæð eftirlitsstofnun sem starfar á vegum Alþingis. Meginhlutverk hennar er að
endurskoða ríkisreikning og reikninga ríkisaðila, hafa eftirlit með og stuðla að umbótum á fjármálastjórn
ríkisins og nýtingu almannafjár. Megingildi hennar eru óhæði, hlutlægni, hæfni og trúverðugleiki.
Frambjóðendur í prófkjörum vegna
alþingiskosninganna 2009 athugið
Frestur til að skila Ríkisendurskoðun uppgjöri um
kostnað af prófkjörsbaráttu rennur út 25. október nk.
Hafi kostnaður frambjóðanda ekki farið fram úr 300 þús.kr.
nægir að hann skili skriflegri yfirlýsingu þar um fyrir
sama tímamark.
Nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu
Ríkisendurskoðunar, www.rikisend.is.
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
26°
18°
20°
20°
16°
19°
19°
21°
13°
15°
26°
21°
23°
32°
19°
21°
26°
18°
Á MORGUN
5-10 m/s.
MÁNUDAGUR
Hæg breytileg átt.
6
6
5
7
10
8
8
8
9
7
1
14
8
10
8
13
11
15
14
15 15
10
2 1
3
8 8 88
6
45
STÍFUR AF SUÐVESTRI
Í dag verður stíf suðvest-
an átt, 10-15 m/s víðast
hvar en lægir smám
saman þegar líður á
daginn. Bjart framan af
degi austan til annars
skúrir en þó snjó- eða
slydduél á fjöllum og á
hálendinu. Hiti 5-10 stig
að deginum á láglendi
en við frostmark á
fjöllum. Á morgun verða
vestlægar áttir, 5-10 m/s
með. Stöku skúrir eða
él, einkum til landsinsn
Hiti við frostmark nyrðra
en 5-8 stig syðra.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
ELDUR Í HÖFÐA
Höfði logaði á aldarafmælinu
Eldur kom upp í einu sögufrægasta húsi landsins í gær, sama dag og byrjað var að fagna 100 ára afmæli þess. Eldurinn kom upp á
háalofti meðan starfsmenn voru enn í húsinu. Eldsupptök eru ókunn en brunavarnir voru ágætar í húsinu.
VATNSFLAUMUR Slökkviliðsmenn stóðu í ströngu við að
þurrka gólfin eftir að slökkvistarfi var lokið.
„Þetta er nú sennilega það hús í Reykjavík sem er frægast
allra húsa,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sem
fylgdist með slökkvistarfinu.
„Það var franskur konsúll, Brillouin, sem hafði hér aðset-
ur, sem reisti það upphaflega fyrir nákvæmlega hundrað
árum og það var kallað konsúlshús þá. Hann fór fljótlega
og 1914 keypti það Einar Benediktsson skáld og bjó hér
í nokkur ár. Síðan voru ýmsir eigendur, Títanfélagið átti
það um skeið. Síðan Matthías Einarsson læknir, og Louisa
Matthíasdóttir listmálari ólst hér upp,“ segir Guðjón.
Rétt fyrir seinni heimsstyrjöld keyptu Bretar húsið og
gerðu að sendiráðsbústað.
„Þá komu hingað mjög margir merkir menn, Churchill
og Marlene Dietrich. Það er talið að hún hafi sungið í
húsinu. Síðan var hér sendiherra eftir stríð sem varð var við
svo mikinn draugagang að hann fór fram á að húsið yrði
selt, og það varð. Síðan eiga það aðrir aðilar og Reykjavíkur-
borg kaupir það á sjötta áratugnum. Þá var það komið í
mikla niðurníðslu og höfðust þar jafnvel rónar við. Þá var
ákveðið að gera það upp og gera að móttökuhúsi fyrir
Reykjavíkurborg. Það var tekið í notkun sem slíkt á dögum
Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra á sjöunda áratugnum,“
segir Guðjón.
Síðan hefur Höfði verið opinbert móttökuhús
Reykjavíkur borgar og þar borið til margt merkilegt.
„Langfrægastur er leiðtogafundurinn 1986 og birtust
myndir af honum um allan heim. En annar atburður sem
er mjög merkilegur er að þangað komu utanríkisráðherrar
Eystrasaltsríkjanna 1991 og Íslendingar urðu fyrstir til að
viðurkenna sjálfstæði þessara ríkja. Sú athöfn fór fram í
Höfða og húsið er því mikilvægt í sögu Eystrasaltsríkjanna
líka,“ segir sagnfræðingurinn.
Í húsinu voru mjög merk málverk eftir þekktustu listmál-
ara Íslands. Þar var og geymd gestabókin frá dögum leið-
togafundarins, með undirskriftum Reagans og Gorbatsjovs
og allra sem komu með þeim, á einni blaðsíðu.
„Henni var nú bjargað, sem betur fer,“ segir Guðjón,
glaður í bragði.
VAR EITT SINN HÍBÝLI RÓNA
BJÖRGUNARSTÖRF Borgarfulltrúar flestra flokka unnu saman
að því að bera út verðmætin í kappi við tímann.
Í RIGNINGUNNI Hanna Birna hafði í mörgu að snúast um
kvöldmatarleytið og fundaði í Ráðhúsinu fram á kvöld.
RÝKUR Í ROKINU Eldurinn var lífseigur og spratt jafnóðum upp og hann var slökktur. Á stundum stóð vindur beint á húsið og hefðu logarnir getað borist
lengra. Rok var og rigning á köflum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI