Fréttablaðið - 26.09.2009, Page 8
8 26. september 2009 LAUGARDAGUR
SLYS Tveir menn sem leitað var
að við Hvalfell inni af Botnsdal í
Hvalfirði í fyrrinótt fundust heilir
á húfi eftir nokkurra klukkustunda
leit áttíu björgunarsveitarmanna í
slagviðri í fyrrinótt.
Mennirnir höfðu beygt til vest-
urs af svokallaðri Uxahryggja-
leið sem liggur frá Þingvöllum í
Borgarfjörð. Slóðinn sem þeir óku
liggur að Hvalvatni inni af botni
Hvalfjarðar. Þegar jeppabifreið
þeirra festist yfirgáfu þeir bílinn
og ætluðu sér að ganga í Botnsdal
en villtust fljótlega. Þeir létu ætt-
ingja vita af sér um tíuleytið og
höfðu þeir samband við björgunar-
sveitir um miðnætti.
Mennirnir voru í símasambandi
um nóttina en vissu ekki hvar þeir
voru, enda myrkur, ausandi rign-
ing og þeir án staðsetningartækja.
Þeir urðu viðskila og fannst sá
fyrri um hálffjögur en sá síðari
ekki fyrr en undir morgun. Menn-
irnir voru nokkuð hraktir eftir
næturgönguna.
Að sögn Frímanns Andréssonar
hjá svæðisstjórn björgunarsveita
á höfuðborgarsvæðinu hefði tekið
miklu styttri tíma að finna menn-
ina hefðu þeir haldið kyrru fyrir
í bílnum, en bíll björgunarsveitar
Borgarfjarðar ók fram á hann
þegar klukkan tvö í fyrrinótt.
- sbt
Áttíu manns leituðu villuráfandi manna í Hvalfirði:
Yfirgáfu bílinn eftir að hann festist
Leitað í Hvalfirði
Hvalfjörður
Hvalvatn
Þingvellir
Reykjavík
Botnsdalur
SPÓI LÓA
100% Merino ull. Þykkur og kósý. 100% lífrænn bómull.
ullarnærföt samfella
Verð bolur: 4.200 - 5.800 kr.
Verð buxur: 3.500 - 4.500 kr.
Verð bolur: 3.200 kr.
Verð buxur: 2.800 kr.
Verð: 2.800 kr.
VA LHÖL L
100% Merino ull.
ullarnærföt
Hann er 73 ára, ekki gráhærður (aldrei litað á sér
hárið). Ekki með hrukkur (aldrei farið í andlitslyftingu).
Aldrei bakveikur og við hestaheilsu … allt dansinum
að þakka því dansinn er allra meina bót. Kennarinn
heitir Heiðar Ástvaldsson og hann hefur fundið tíma á
þriðjudögum klukkan 19 til að hjálpa landsmönnum að
rifja upp gömlu góðu sporin.
Eitt okkar besta danspar er í 12 daga golfferð á Spáni
fyrir rúmar 400 þúsund, þú getur dansað árum saman
hjá okkur fyrir slíkan pening!
Innritun í síma 551-3129 eða í heidarast@gmail.com
á milli klukkan 16-19 daglega til laugardagsins 03. október.
50 ára og eldri
Upprifj unarnámskeið!
Reyndasti danskennari Íslandssögunnar
kennir
Auglýsingasími
– Mest lesið
1 Hvað heita ritstjórar Morgun-
blaðsins?
2 Hvar á Íslandi átti að taka
upp kvikmyndina Enemy Mine
árið 1984?
3 Hversu oft hefur málningu
verið slett á hús Hreiðars Más
Sigurðssonar eftir bankahrunið?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 54
SAMGÖNGUR Vestmannaeyjaferj-
an Herjólfur er á heimleið eftir
slipptöku á Akureyri. Hún fer
fyrstu ferð sína á milli lands og
Eyja nú í morgunsárið. Ferjan
Baldur, sem leysti Herjólf af,
snýr til baka og hefur á ný sigl-
ingar yfir Breiðafjörð.
Það má segja að vandræða-
tímabili sé lokið þar sem Baldur
hentaði ekki vel til siglinga á
leiðinni á þessum árstíma. Ferð-
ir Baldurs féllu ítrekað niður og
tafir urðu vegna þess að skipið
hentaði ekki höfninni í Eyjum til
affermingar. Vestfirðingar hafa
líka saknað Baldurs sem sam-
göngutækis. - shá
Samgöngur í samt lag:
Herjólfur heim
eftir slippinn
VIÐSKIPTI „Þegar Exista seldi Bakka-
vör tók steininn úr. Þá þvarr allt
traust og við hjá bankanum misstum
endanlega þolinmæðina,“ segir
Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri
Nýja Kaupþings.
Bankinn kærði í gær forsvars-
menn Exista auk nokkurra starfs-
manna Deloitte og Logos til sérstaks
saksóknara vegna hlutafjárhækkun-
ar Exista í desember í fyrra og sölu
félagsins á rúmlega fjörutíu pró-
senta hlut í Bakkavör fyrir um hálf-
um mánuði. Lögmannsstofurnar sáu
um tilkynningu til hlutaskrár vegna
hlutafjárhækkunarinnar.
Nýja Kaupþing telur hegningar-
lög hafa verið brotin en viðurlög við
þeim hljóðar upp á allt að sex ára
fangelsisdóm. Bankinn mun jafn-
framt leita viðeigandi einkaréttar-
legra úrræða samhliða kærunni,
segir í tilkynningu hans.
Bankinn átti veð í öllum hlut-
um félags Lýðs, starfandi stjórnar-
formanns Exista, og Ágústs Guð-
mundssona, forstjóra Bakkavarar,
í Exista. Við hlutafjárhækkunina
hafi veðin lækkað í tíu prósent úr
fjörutíu. Þá hafi salan á Bakka-
vör verið brot á lánasamningum
Exista.
Finnur segir bæði ólöglega stað-
ið að hlutafjárhækkuninni auk þess
sem leita hafi átt samþykkis lánar-
drottna vegna sölunnar á Bakkavör.
Þess var ekki leitað.
„Viðræður hafa staðið yfir mán-
uðum saman um fjárhagslega endur-
skipulagningu Exista. Við hefðum
gjarnan viljað vinna þetta í sátt við
aðra kröfuhafa. En viðræður hafa
dregist von úr viti. Okkur sýnist
samningsvilji forsvarsmanna félags-
ins vart til staðar,“ segir Finnur.
Þolinmæði kröfu-
hafa Exista þrotin
Nýja Kaupþing hefur kært stjórnendur Exista til sérstaks saksóknara vegna
ýmissa brota. Bakkavararbræður hafa ekki séð kæruna og hugsa sig um.
FRÁ STJÓRNARFUNDI
EXISTA Nýja Kaupþing
og aðrir innlendir
kröfuhafar vilja setja
stjórnendur Exista af
og taka félagið yfir.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Þegar hlutafé Exista var aukið um
fimmtíu milljarða í fyrra greiddi
BBR ehf., félag í eigu Lýðs, stjórnar-
formanns Exista, og Ágústs Guð-
mundssona, forstjóra Bakkavarar,
einn milljarð króna fyrir það. Kaupin
jafngilda tveimur aurum á hlut en
BBR eignaðist um áttatíu prósenta
hlut í félaginu. Eignarhlutur annarra
hluthafa þynntist verulega.
Í hinu tilvikinu var 39,62 prósenta
hlutur Exista í Bakkavör seldur félagi
bræðranna fyrir 8,4 milljarða króna.
Exista lánaði þeim fyrir kaupverðinu
með hagstæðum vöxtum. Lögðu
þeir ekkert eigið fé fram við kaupin.
DEILUMÁL KAUPÞINGS OG EXISTA
Innlendir kröfuhafar hafa um
nokkurra mánaða skeið krafist upp-
stokkunar á Exista, að þeir Erlend-
ur Hjaltason og Sigurður Valtýs-
son, forstjórar félagsins, fari frá
og félagið verði tekið yfir. Í kjölfar-
ið yrði Exista leyst upp. Einu eign-
ir félagsins eru Skipti, móðurfélag
Símans, tryggingafélögin VÍS og
Lífís, Öryggismiðstöðin og eigna-
leigufyrirtækið Lýsing. Félagið var
stærsti hluthafi Kaupþings og var
umsvifamikið á erlendum mörkuð-
um þar til í fyrrahaust þegar ríkið
tók Kaupþing yfir og eignahluturinn
varð að engu. Erlendir kröfuhafar
hafa á móti viljað fara sér hægar.
Finnur segir málið hafa strand-
að á tregðu helstu eigenda Exista.
Spurning sé um vikur hvenær örlög
félagsins ráðist.
„Við höfum ekki séð neina ákæru.
Ég vil því ekki tjá mig um hana. En
það eru vonbrigði að bankinn vilji
fara þessa leið,“ segir Ágúst Guð-
mundsson, forstjóri Bakkavarar.
„Það er best fyrir okkur að sjá hvað
þeir eru með og taka málefnalega
afstöðu til þess þegar þar að kemur.“
Ekki náðist í Lýð Guðmundsson,
stjórnarformann Exista, við vinnslu
fréttarinnar. jonab@frettabladid.is
VEISTU SVARIÐ?