Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 13

Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 13
LAUGARDAGUR 26. september 2009 13 UMRÆÐAN Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar um getnaðarvarnir Alþjóðlegi getnaðarvarnadagur-inn sem er í dag, er alþjóðleg herferð sem miðar að því að skapa heim þar sem hver einasta þung- un er velkomin. Tilgangurinn er að aðgengi að getnaðarvörnum sé sem best og að fræðsla um notkun þeirra sé sem mest. Kostnaður við getnaðar- varnir hefur aukist töluvert í kjölfar efna- hagsástands- ins. Ungt fólk sem hefu r minna á milli handanna finn- ur fyrir þessu. Hafa læknar orðið varir við að konur vilji skipta yfir í ódýrari getnaðarvarnir og jafnvel að þær hafi hætt að nota þá vörn sem þær voru að nota áður vegna fjárskorts. Það hefur lengi verið draumur minn að við gætum tekið upp áherslur Breta, en þar í landi eru getnaðarvarnir niðurgreiddar að fullu og hef ég lengi vonast eftir að svo geti orðið hjá konum yngri en 25 ára hér á landi. Á síðasta ári voru framkvæmd- ar um 950 fóstureyðingar á Íslandi og þar af höfðu um 34% kvenn- anna farið áður í fóstureyðingu. Það vekur upp spurningar hvort þær hafi ekki verið að nota getn- aðarvarnir sem skyldi. Það er til- finning starfandi félagsráðgjafa á Kvennadeild Landspítalans að umræða um fjárhag og afkomu komi nú mun sterkara inn í við- tölin sem eiga sér stað þegar kona sækir um fóstureyðingu. Öll fræðsla um getnaðarvarnir og kynlíf ungs fólks hvar sem hún birtist er til góðs. Auka þarf aðgengi að getnaðarvörnum og gera þarf tilraun til að draga úr kostnaði þeirra. Það ætti að skila sér í fækkun ofangreindra aðgerða. Þannig gætum við í raun sparað fyrir samfélagið í heild svo ekki sé talað um þá vanlíðan og erfiðleika sem fylgja ótímabærum þungun- um og afleiðingum þeirra. Það er ekki síst á krepputímum sem við þurfum að taka höndum saman og tala við ungt fólk um getnaðar- varnir og þannig koma í veg fyrir ótímabæran getnað, þungun og kynsjúkdóma. Í sameiningu getum við sparað þjóðfélaginu fé ef vel er á málum haldið. Forvarnir skila árangri í framtíðinni því megum við ekki gleyma. Höfundur er læknir á LSH og sér- fræðingur í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp. Alþjóðlegi getnaðarvarna- dagurinn EBBA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR er vettvangur fjölbreyttrar fræðslu sem Nýja Kaupþing mun standa fyrir og hefst nú í haust með gagnlegum fyrirlestrum og námskeiðum. Með stofnun vill bankinn undirstrika mikilvægi þess að komið sé til móts við þörf viðskiptavina fyrir meiri fræðslu og betri leiðsögn við breyttar aðstæður í nýju efna- hagsumhverfi. TAKTU ÞÁTT – STRAX Í DAG! Allir sem senda okkur hugmyndir fyrir mánaðamótin eiga möguleika á að fá óvæntan glaðning sendan heim. SENDU OKKUR HUGMYNDIR Á KAUPTHING.IS Sendu okkur þína hugmynd Við hvetjum þig til að senda okkur hugmyndir þínar að umfjöllunarefni. Þannig tekur þú þátt í að móta með okku r það sem í boði verður. Til að byggja upp traustan þekkingargrunn þarf hugmyndir úr öllum áttum. Bjóðum upp á gistingu á besta stað í Bangkok, Hua Hin og Phuket. Nóttin frá 5.000 kr. á mann í tvíbýli á 4 stjörnu hóteli. Fjölmargir aðrir gistimöguleikar í boði. Ferð.is býður upp á ferðir til Tælands, alla daga, allt árið, á frábæru verði. Sjá nánar á www.ferd.is ferd@ferd.is | 570 4455 149.990 kr. flug á mann, fram og til baka með flugvall arsköttum Verð frá ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 73 87 0 9/ 09

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.