Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 34

Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 34
● heimili&hönnun F inninn Tapio Wirkkala (1915-1966), einn þekktasti iðn-hönnuður heims, hannaði þessa undurfögru glervasa árið 1966 sem kallast „Bolle“. Wirkkala öðlaðist heimsfrægð á árunum eftir síðari heimsstyrjöld en hann hannaði marga fallega vasa, borð, stóla og ljós, sem heimsþekkt eru í dag. Í hönnun hans þykjast margir sjá blöndu af þeim heimsborgara sem hann var og svo sveitastráknum sem heimsótti uppsveitir Lapplands reglulega. Finnar hafa löngum getað státað af fallegum munum úr gleri, enda hafa þeir löngum átt fjölmarga frábæra hönnuði. Þeir sem heimsækja staði eins og Kolaportið og Góða hirðinn ættu að athuga hvort ekki leynist einhverjir merkilegir hlutir meðal góssins þar, kannski eitthvað af finnskri hönnun. - jma Sprenging hefur orðið í ásókn í nám í hússtjórnarskólum lands- ins. Þráinn Lárusson, skólameist- ari Hússtjórnarskólans á Hall- ormsstað, segir að í raun hefði verið hægt að tvöfalda fjölda nem- enda við skólann, umsóknum hafi fjölgað svo mjög. Hins vegar bjóði húsakostur og kennaralið ekki upp á jafn mikla fjölgun í einu vet- fangi. Margrét Sigfúsdóttir, skóla- meistari Hússtjórnarskólans í Reykjavík, segir að nemendur í skólanum hafi nær ávallt verið 24, ekki sé fjármagn til að sinna fleirum. „Það komu samt sextíu umsóknir á þessari önn og þegar komnar þrjátíu fyrir vorönnina og mikið af þeim eru nemendur sem ekki komust inn á síðustu önn,“ segir Margrét og bætir við að því megi segja að biðlisti hafi myndast í skólann. Á Hallormsstað hefur nemend- um verið fjölgað um fjóra og eru þeir nú 28 tals- ins. Þráinn segir svo stefnt að því að fjölga þeim í þrjátíu á næstunni og því næst að auka við val nemenda svo þeir geti einbeitt sér betur að þeim þáttum sem þeir hafi helst áhuga á hvort sem um er að ræða hótelfræði, textílvinnu eða mat- reiðslu. Þráinn segir fjarri sér að tengja þessa fjölgun við svokall- aða kreppu. Vitundarvakning hafi einfaldlega orðið síðustu misseri á mörgum ánægjulegum hlutum sem kenndir eru innan hússtjórnar- skólanna. Í sama streng tekur Mar- grét, mikill og vax- andi áhugi hafi verið á því sem hússtjórnarskólar bjóði upp á undan- farin ár og síðustu misseri. Vakning hafi orðið á því hve ánægju- legt og gott sé að kunna að matbúa sem mest sjálfur, geta útbúið fallegar flík- ur og fleira sem gott sé að kunna skil á. Margrét segir nemendur koma inn eldri en áður var, flestir hafi þeir lokið stúdents- prófi og sumir jafnvel háskóla- prófi. Þeir séu hugsandi, áhuga- samari og þroskaðri en áður var. „Og ég hef ekki undan við að láta þá hafa efni til að vinna úr,“ segir hún. - kdk Nemar á biðlistum til að komast í hússtjórnarskóla ● Prjónles, sultugerð og fleiri listir sem kenndar eru í hússtjórnarskólum hafa aftur slegið í gegn. Skólastjórar segja kreppuna ekki ástæðu vaxandi vinsælda heldur sé það bættur smekkur. Þær eru alltaf með eitthvað skemmtilegt á prjónunum, stelpurnar í Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, að sögn Margrétar Sigfús- dóttur skólastýru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ● LITABOMBA Í TILEFNI AFMÆLIS Origo-munirnir, sem Alfredo Häberli hannaði fyrir Iittala, þessir með röndótta mynstrinu, hafa notið mikilla vin- sælda frá því að að byrjað var að framleiða þá árið 1999. Í tilefni af tíu ára afmæli Origo-línunnar hefur verið gerð sérstök afmælisútgáfa af kaffibollunum og skálunum en litirnir sem notaðir eru í mynstrið eru úr öllum seríunum sem gerðar hafa verið. Kokka og Epal eru meðal þeirra verslana sem selja afmælisbollana sem og upprunalega litinn, í tveimur stærðum. hönnun ● HENTUG VIÐ HEIMILISTÖRFIN Hönnuðurinn Mikiya Kobayashi hefur gjarnan notagildi í hávegum við hönnun sína. Það sést ágætlega á þessari snið- ugu ausu, sem er með slétt að neðan og má því hæglega leggja frá sér meðan gripið er til annarra tækja og tóla við eldamennskuna. Finnskt klassískt glerverk vinsælt Finnski hönnuðurinn Tapio Wirkkala hannaði þessa flottu vasa árið 1996. ● Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is Auglýsingar: Hlynur Þór Steingrímsson s. 512 5439 Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. heimili&hönnun LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 2009 TAFLMENN Á TRAFALGARTORGI Spænski hönnuðurinn Jaime Hayón sýndi framsækið verk í London. BLS. 3 FINNSKUR FJÁRSJÓÐUR Tapio Wirkkala hannaði marga flotta vasa, borð og ljós um ævina. BLS. 2 PRJÓNLES OG SULTUGERÐ Hússtjórnarskólar landsins njóta vaxandi vinsælda meðal ungs fólks. UMBOÐSMENN UM LAND ALLT EYRARVEGI 21 SELFOSSI SÍMI 480 3700 - GARÐARSBRAUT 18A HÚSAVÍK SÍMI 464 1600 - GLERÁRGÖTU 36 AKUREYRI SÍMI 460 3380 - SUÐURLANDSBRAUT 26 REYKJAVÍK SÍMI 569 1500 FRYSTIKISTUR VERÐ FRÁBÆRT VERÐ 79.995 Whirlpool AFG6222B MEST SELDU FRYSTIKISTUR Á ÍSLANDI SANYL ÞAKRENNUR • RYÐGA EKKI • PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN • STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR • AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU • ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR Hringdu í síma ef blaðið berst ekki 26. SEPTEMBER 2009 LAUGARDAGUR2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.