Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 37
LAUGARDAGUR 26. september 2009 3
Vaka rekur eitt öflugasta dekkjaverkstæði landsins og býður
mikið úrval af bæði nýjum og notuð dekkjum á góðu verði.
Ný og notuð dekk
á verði fyrir þig
Umfelgun og alhliða dekkjaþjónusta
– Á VERÐI FYRIR ÞIG
Skútuvogi 8
104 Reykjavík
vakahf@vakahf.is
OPIÐ:
Alla virka daga 8.00-18.30
Laugardaga 10.00-14.00
Sími 567 6700
Fax 567 3099
www.vakahf.is
ÓDÝRASTI
R
Í UMFELGU
N*
* S
am
kv
æ
m
t k
ön
nu
n
A
SÍ
, a
pr
íl
20
09
(1
3-
15
“)
.
ERUM
FLUTT AÐ
SKÚTUVOG
I 8
Léttsveitin, oft kölluð kórinn
endalausi vegna þess að í sveit-
inni eru um 100 konur sem saman-
lagt vega um sjö tonn, ætla að
flytja Grindvíkingum Óska-
lög sjómanna í dag. Tónleikarn-
ir verða í Grindavíkurkirkju og
hefjast klukkan fimm. Dagskrá-
in verður að mörgu leyti svip-
uð þeirri sem kórinn flutti fyrir
fullu Háskólabíói í vor en tilhlýði-
legt þótti að flytja efnið í sjávar-
plássinu Grindavík.
Meðal laga sem kórinn mun
syngja eru Í dag skein sól, Frost-
rósir, Heyr mína bæn, Sjómanna-
syrpa, Brennið þið vitar og fleiri
lög sem flutt voru í þeim gamla
og góða þætti Á frívaktinni á
árum áður.
Hópurinn mun halda á Suður-
nesin árla dags og sækja heim
bæði Keflavík og Sandgerði áður
en haldið verður til Grindavíkur.
Þeir sem vilja finna kraft og
heyra söng hundrað föngulegra
kvenna ættu því að gera sér glað-
an dag á Suðurnesjum. Ráð væri
að skella sér í Bláa lónið og koma
svo nýbaðaður og fínn á tónleik-
ana.
Með í för verða Aðalheiður
Þorsteinsdóttir píanóleikari,
Tómas R. Einarsson bassaleik-
ari og stjórnandinn, Jóhanna V.
Þórhallsdóttir. karen@frettabladid.is
Sjö tonna léttsveit flytur
óskalög sjómanna í dag
Þeir sem vilja finna kraft og heyra söng hundrað föngulegra kvenna ættu að gera sér glaðan dag og
skella sér á Suðurnesin. Þar verður á ferð Léttsveitin, oft nefnd kórinn endalausi, með viðamikla dagskrá
helgaða óskalögum sjómanna.
Jóhanna V. Þórhallsdóttir stjórnandi
verður með kórinn endalausa í sjó-
mannastemningu í Gríndavíkurkirkju
klukkan 17 í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Framsækið og nýtt kennsluefni í
íslensku verður kynnt í dag.
NORDICPHOTOS/GETTY
Evrópski tungumáladagurinn er
í dag.
Í tilefni af Evrópska tungumála-
deginum er blásið til ráðstefnu á
Hótel Sögu. Stofnun Vigdísar Finn-
bogadóttir og Félag enskukenn-
ara standa að skipulagningu. Auk
þess verður Ísbrú, fagfélag kenn-
ara sem kenna erlent mál á öllum
skólastigum, með námskynningu
frá klukkan tvö til hálf sex á ann-
arri hæð í ráðstefnuhluta hótels-
ins.
Hugmyndin að námsefniskynn-
ingunni kom til vegna þess hve
mikið af nýju kennsluefni hafði
orðið til hjá félagsmönnum. Aug-
lýst var eftir fólki sem hafði áhuga
á að kynna kennsluefni. Í ljós kom
að enginn hörgull var á skemmti-
legu og fjölbreyttu efni hér á landi.
Fjöldi fólks hefur unnið að fram-
sæknum kennsluaðferðum og verð-
ur hægt að kynna sér hluta þess á
námskynningunni. Dagskrána má
kynna sér á síðunni ki.is/isbru.
- kdk
Kynna nýtt námsefni
Dagur heyrnarlausra er haldinn hátíðlegur í dag. Í tilefni dagsins verður opið
málþing í sal 132 í Öskju, húsnæði Háskóla Íslands, frá klukkan eitt til fimm.
Þema málþingsins er svokallað Castberggård-heilkenni en Tomas Kold frá
Danmörku mun flytja fyrirlestur um það. Þá verður flutt ljóðið Íslenski fán-
inn er okkar land á táknmáli.
Málþingið verður bæði túlkað yfir á íslenskt táknmál og talmál. Allir eru
velkomnir á þingið. - kdk
Dagur heyrnarlausra
MÁLÞING FER FRAM Í ÖSKJU Í DAG Í TILEFNI AF DEGI HEYRNARLAUSRA.