Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 48

Fréttablaðið - 26.09.2009, Side 48
● heimili&hönnun Efstu þremur borðplötunum er hægt að snúa í hringi og láta þær staðnæmast sitt á hvað. MYND/DESIGN HOUSE STOCKHOLM BAROKK SNÝR AFTUR, EN NÚ Í LITUM Barokkið á aðra innkomu í vetur en nú er það öllu litaglaðara, í bláum og jafnvel gulum tónum. Ítölsku hönnuðirnir hjá Byblos Casa fylgja barokkinu úr garði með þessu for- láta borði sem er í fagurbláu og brúnu þema. Antíkborðstofustólar verða vinsælir í vetur og þeir sem ekki búa svo vel að eiga einn eða tvo slíka geta til að mynda litið við í versluninni Fríðu frænku. Jafnvel athugað í leiðinni hvort ekki finnist í búðinni spegill með ramma í barokkstíl. - jma Twist-borðið er hugarfóstur hönnuðarins Philips Edis en það er innblásið af trúðum sem hann fylgdist með leika listir sínar með húlahringi á sínum yngri árum. „Ég reyni að fanga þær fallegu hreyfingar sem verða til þegar húlað er með mörgum hringjum í einu,“ segir hann. Hægt er að snúa efstu þrem- ur borðplötunum í hringi og láta þá staðnemast sitt á hvað. Notagildi borðsins er auk þess mikið enda dreifist geymslu- plássið á þrjár hæðir. Engu að síður tekur það lágmarkspláss. - ve Húlaborð heimilið ● HEIMILISÚÐI FÆST VÍÐA Nú þegar haustar og við fáum ekki lengur ferskan blóma- ilm eða lykt af nýslegnu grasi inn um gluggann hjá okkur þarf heimilisfólk að taka til sinna ráða til að koma með góðu lykt- ina inn. Sér í lagi þegar búið er að brasa fiskmáltíð um kvöldið eða sjóða bjúgu. Hægt er að fá góðan ilm frá Crabtree and Evelyn; sítrónuilm má fá hjá Tekk-Company í Holtagörðum og í Blómavali. L´occitane í Kringlunni býður líka upp á heimilisilm, til að mynda með lavenderlykt og svo er hægt að kaupa ágætis híbýlailm í stórmörkuðum. Ekki er heldur úr vegi að kaupa sér ilmkerti og kveikja á því. Sítrónuilmur getur gert kraftaverk. 26. SEPTEMBER 2009 LAUGARDAGUR4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.