Fréttablaðið - 26.09.2009, Síða 54
30 26. september 2009 LAUGARDAGUR
timamot@frettabladid.is
70 ára afmæli
Sjötug verður á morgun
Guðrún Kristín
Magnúsdóttir
rithöfundur, fyrrum fyrirsæta
(www.mmedia.is/odsmal/cv.shtml).
Guðrún hefur hlotið fjölda verðlauna,
m.a. f. leikrit, smásögur og minjagripa-
hönnun. Vefútgáfu list- og hugverka
Guðrúnar er að fi nna á mmedia.is/odsmal/
sogur.html og mmedia.is/odsmal/list%20-
%20%20art%20by%20Gudrun.html.
Hagþenkir styrkir „Óðsmál in fornu“, vefútgáfu á www.mmedia.is/ods-
mal, nýtt rannsóknaverkefni Guðrúnar: guðspeki í fornum sið, túlkun
táknmáls goðsagna, orðsifjar, ginnungagap og mannleg vitund.
OLIVIA NEWTON-JOHN ER 61 ÁRS
Í DAG.
„Ég er hamingjusöm, og ég
held að hamingjan haldi
manni ungum.“
Olivia Newton-John er söng-
kona og leikkona, þekktust
fyrir hlutverk sitt í kvikmynd-
inni Grease.
MERKISATBURÐIR
1580 Francis Drake lýkur
hnattsiglingu sinni þegar
Gullna hindin kemur til
hafnar í Plymouth.
1915 Við Stjórnarráðshúsið í
Reykjavík er afhjúpaður
minnisvarði um Kristján
IX. konung á afmælisdegi
Kristjáns X.
1942 Ríkið leggur niður einka-
sölu sína á bifreiðum,
sem það hafði haft í sjö
ár.
1959 Í Reykjavík mælist met-
úrkoma á einum sólar-
hring, 49,2 millimetrar.
1960 Á leið sinni vestur um haf
kemur Harold Macmillan,
forsætisráðherra Breta,
við á Keflavíkurflugvelli
og ræðir við starfsbróður
sinn, Ólaf Thors, um land-
helgismálið.
Á bilinu tíu til fimmtán þúsund
manns gengu mótmælagöngu
niður Laugaveg þennan dag
árið 2006 til þess að mótmæla
stóriðjustefnu ríkisstjórnar-
innar. Þetta voru fjölmennustu
mótmæli í landinu frá því um
30 þúsund manns söfnuðust
saman á Lækjartorgi hinn 24.
maí 1973 til að mótmæla her-
skipaíhlutun Breta í íslenskri
lögsögu, þegar landhelgisdeil-
an stóð sem hæst.
Mikið fjölmenni gekk með
Ómari Ragnarssyni gegn framkvæmdunum við
Kárahnjúka. Ómar gekk í fararbroddi ásamt Vig-
dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands,
og Guðmundi Páli Ólafssyni náttúrufræðingi.
Straumur fólks niður Laugaveginn virtist
óendanlegur, líkt og
þungbeljandi jökulfljót.
Ómar Ragnarsson líkti
sjálfum sér og hinum
mótmælendunum við
litla vatnsdropa sem
saman mynduðu stóra
og óstöðvandi heild.
Þar sem engin bréfa-
lúga var á Alþingishús-
inu afhenti Ómar í lok
dagskrárinnar húsverði
í Alþingishúsinu bréf
með tillögum sínum
að þjóðarsátt þar sem tilgreint var hvernig hætta
mætti við Kárahnjúkavirkjun.
Einnig var gengið á Ísafirði, Akureyri og Egils-
stöðum og alls staðar fóru mótmælin friðsam-
lega fram.
ÞETTA GERÐIST: 26. SEPTEMBER 2006
Stóriðjustefnu mótmælt
MÓTMÆLT Ómar Ragnarsson, Vigdís Finn-
bogadóttir og Guðmundur Páll Ólafsson.
„Við erum viss um að það reynist mjög
gefandi fyrir kollega okkar á Norður-
löndunum að koma til Íslands og verða
vitni að því góða starfi sem við höfum
unnið hér. Það er þó ekki síður spenn-
andi fyrir okkur að læra af þeim, því
þar kennir ýmissa grasa,“ segir Ingi-
björg Bjarnardóttir, lögmaður og for-
maður Sáttar, félags um sáttamiðlun.
Ingibjörg gegnir einnig formannsstöðu
í félaginu Nordisk Forum for Mekling og
Konflikthåndtering (NFM), regnhlífar-
samtökum sáttamanna á Norðurlönd-
unum. Samtökin halda ráðstefnu sína í
fyrsta sinn hér á landi á Grand hóteli
dagana 1. til 3. október næstkomandi.
Sátt var sett á laggirnar af tuttugu
stofnfélögum árið 2005. Helsti hvatinn
að stofnun félagsins var sú sannfæring
þeirra, sem starfa við lausn ágreinings-
mála, að bjóða þyrfti deiluaðilum upp
á fleiri úrræði og aðferðir til að leiða
ágreining sinn til lykta en þær aðferð-
ir sem félagsmálastofnanir og dómstól-
ar geta boðið. Tíu Íslendingar, félags-
ráðgjafar og lögfræðingar, sóttu ráð-
stefnu NFM í Svíþjóð í september 2004
og hvöttu í kjölfarið annað fagfólk til
samstarfs við þá um stofnun félagsins.
Hugmyndafræðin að baki sáttamiðl-
un er að deiluaðilar séu sérfræðingar
í sinni deilu. Þeir séu því best til þess
fallnir að finna lausn á henni sem er
viðunandi fyrir báða aðila. Slíkri miðl-
un hefur verið beitt hjá flestum Norður-
landaþjóðunum, í Evrópu, Norður-
Ameríku og Ástralíu, meðal annars
í fjölskyldumálum, nágrannadeilum,
árekstrum á vinnustað og skólum og í
opinberum málum, til að mynda vegna
afbrota ungra afbrotamanna og deilna
milli ríkja og ólíkra menningarheima.
Um það bil 65 meðlimir eru skráðir í
Sátt. Ingibjörg gerir ráð fyrir að milli
130 og 140 sáttamenn frá öllum Norður-
landaþjóðunum sæki ráðstefnuna í byrj-
un október. „Hópurinn hér á Íslandi er
mjög duglegur og hefur komið miklu
til leiðar í þessum málum. Sáttamiðl-
unarleiðin er þó enn mun algengari og
viðurkenndari annars staðar á Norður-
löndunum, en við vonum að þessi ráð-
stefna smiti frá sér út í þjóðfélagið,“
segir Ingibjörg.
Í apríl 2007 ákvað dómstólaráð að
bjóða skyldi aðilum að einkamáli, sem
er til meðferðar fyrir héraðsdómstól,
upp á sáttamiðlun fyrir dómi. Flest allir
héraðsdómarar hafa nú lokið þriggja
daga námskeiði í sáttamiðlun sem Knut
Petterson og Kristin Kjelland-Mördre,
bæði dómarar við Oslo Tingrett, hafa
haldið hér á landi. Einnig hafa nokkr-
ir skólar leitast við að beita aðferðum
sem svipar til aðferða sáttamiðlunar
við lausn ágreinings sem kemur upp í
skólastarfinu eða innan vébanda skól-
anna. Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra heldur erindi á ráðstefnunni
föstudaginn 2. október. „Innan mennta-
málaráðuneytisins ríkir mikill áhugi á
þessum málum. Við erum að feta okkur
áfram en eigum þó nokkra vinnu eftir
enn,“ segir Ingibjörg. kjartan@frettabladid.is
RÁÐSTEFNA SAMTAKA SÁTTAMANNA Á NORÐURLÖNDUM: HALDIN Á ÍSLANDI
Höfum komið miklu til leiðar
GOTT SAMSTARF Ingibjörg Bjarnardóttir fyrir miðju ásamt stjórn Sáttar. Frá vinstri: Ingiríður
Lúðvíksdóttir, Ragnheiður Elfa Arnarsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir. Með þeim er Björk
Bjarkadóttir lengst til vinstri sem heldur utan um ráðstefnuna fyrir Iceland Travel. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
AFMÆLI
ÓLAFUR
JÓHANN
ÓLAFSSON
rithöfundur er
47 ára í dag.
GUNNAR
SVAVARSSON,
formaður
framkvæmda-
ráðs Hafnar-
fjarðar, er 47
ára í dag.
MICHAEL
BALLACK fót-
boltamaður er
33 ára í dag.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamamma, amma og langamma,
Anna Árnadóttir
Bólstaðarhlíð 31, Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðju-
daginn 22. september. Hún verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 2. október klukkan 13.00.
Jón Tómasson
Elínborg Jónsdóttir
Valgerður Katrín Jónsdóttir
Margrét Jónsdóttir Ragnar Sigurðsson
Guðmundur Árni Jónsson Lára Nanna Eggertsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Skilti
á krossa og legsteina
skilti.123.is - 588 9960
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
MOSAIK
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
móðursystur, ömmu og langömmu,
Kristveigar Björnsdóttur
Safamýri 38, Reykjavík.
Öllum þeim sem önnuðust hana í veikindum hennar
eru færðar alúðar þakkir.
Björn Jóhannsson Guðrún R. Daníelsdóttir
Sigríður Jóhannsdóttir Baldvin M. Frederiksen
Sveinn Jóhannsson
Guðrún Jóhannsdóttir Þorvaldur Bragason
Gunnar Haraldsson Ásthildur Guðjohnsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis-
atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.