Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.09.2009, Qupperneq 62
38 26. september 2009 LAUGARDAGUR utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Anna Margrét Björnsson Tískuvikan í London er nýyfir- staðin en þar gaf að líta breska hönnun fyrir vor og sumar 2010. Að þessu sinni var tískuvikan með enn glæsilegra móti en venjulega þar sem hún hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt. Af þeirri hönnun sem mesta athygli vakti má nefna breska hönnunar- teymið Peter Pilotto, en þeir voru með litríka stutta kjóla, og Burberry Prorsum sem hélt sig nærri breskum hefðum með svöl- um regnfrakkakjólum og háum hælum. - amb KVENLEGT Fallegur stuttur chiffonkjóll með belti frá Burberry. GYLLT Mjög frumleg kápa í gylltu og svörtu frá hönnunarteym- inu Peter Pilotto. Eitt af mínum uppáhaldsfatamerkjum er lítið franskt fyrirtæki. Það gerir föt sem ég fíla, klassíska hluti eins og þröngar gallabuxur, flotta gervileðurjakka og mod-legar skyrtur í anda sjöunda áratugarins. Mér brá í brún þegar ég skoðaði nýjustu línurnar þegar fötin litu út eins og alls kyns önnur hönnun sem maður hefur séð á tískupöllunum undanfarið ár, eiginlega orðin hálf „Vibskovuð“ á því. Nú er ég alls ekki að segja að allir eigi að fíla klassískar flíkur. Það sem ég á við er það að ef maður er að gera eitt- hvað vel þá finnist mér meira varið í að halda í það að gera það vel heldur en að apa eftir öllum öðrum. Ég hugsa að þeir hlutir sem við erum oftast hrifnust af séu þeir hlutir sem eru gerðir af sannfæringu þeirra sem skapa þá. Við erum öll með ólíkan fatasmekk en það sem maður kann mest að meta hjá hönnuðum er þegar maður veit að þeir hafi búið flíkurnar til af ein- skærri snilldargáfu og eigin sannfæringu um að það sem þeir séu að skapa sé snilld. Þetta er alveg eins með fólkið sem gengur í flíkunum, ef það hefur nógu mikið sjálfstraust til að bera túrban, goth-greiðslu eða viðamikinn kimono í regnbogans litum þá kann maður virkilega að meta það. Alveg eins og það er vandræðalegt að sjá einhvern reyna að vera eitthvað sem fer þeim ekki. Alltof margir halda það að bara með því að versla í ákveðinni búð eða klæðast ákveðnu merki séu þeir ósjálfrátt komnir inn á einhverskonar absúrd svalheitaplan, eða öðrum orðum, að verða eins og allir hinir. Stóru fyrirtækin reyna líka svo oft að búa til eitthvað „fyrir“ einhverja ákveðna hópa. Stíla inn á ungar konur, gaml- ar konur, hnakka eða húsmæðurnar í úthverfum. Græða á þessum eða hinum með einhverri sérstakri línu eða vöru eða jafnvel sjónvarpsþætti sem er sérsniðinn til þess að laða þá að. Þeir gleyma því oftast að fólk er ekki eins vitlaust og það heldur og að það sem verulega selst er sannfær- ing manneskjunnar sem stóð á bak við hugmyndina. Þetta hlýtur að vera spurning um hið mennska handbragð sem enn snertir við okkur öllum. Heilluð af sannfæringu SNILLDARGÁFA Það er engin spurning um að Alexander McQueen fylgir eigin sannfæringu. TÍSKUVIKAN Í LONDON: Litadýrð mætir klassík Ótrúlega eðli- legan „Color -Clone“ farða frá Helenu Rubinstein sem lætur húðina þína líta út fyrir að vera farða- lausa. > OG NÆST ER ÞAÐ MÍLANÓ Tískuvikan í Mílanó hófst á fimmtu- daginn en þar var það Miuccia Prada sem var helst í fréttum. Línan frá Prada þótti einstaklega sæt og stelpuleg með kynþokkafullu ívafi og ljóst er einnig að háglansandi rauðappelsínugulur litur verður það allra heitasta í vor. Hverfi sgata 123 • Sími: 588 2121 YUMMI YUMMI Menu noodles, spaghetti, rice and more All same prices 699.- 1. Deep fried Fish & French fries. 2. Fried yellow Noodles with tofu and veg. 3. Spicy Noodles salad ** 4. Spaghetti with green curry *** 5. Stir-fried Brown Rice with egg,sausage,tofu and veg. 6. Noodles, Tofu with massaman curry sauce * Take-away HEITT HLAÐBORÐ Fyllið 500 cc box skjálf úr hlaðborði 999,- All recommend by BanThai Restaurant Geymið auglýsinguna OKKUR LANGAR Í … Nýjar íslenskar spavörur frá fyrirtækinu Íslensk hollusta. Prófið baðsölt með þara, kísil og vikur til að mýkja húðina. Fallegan berjarauðan varalit frá Mac með ögn af glimm- eri í frá nýju haustlínunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.