Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 11

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 11
45.-47. XVII, / myrkri miðsvetrarins höld- um vjer heilaga hátíð Ijðssins, »(/ meðan hörmungar styrjald- arinnar eru i hvers manns huga og úgnir úfriðarins geysa eins og gerningaveður um jörðina, höldum vjer heilagan dag frið- arins, hátíð hans, sem einn af sjáendum horfinna atda kállaði ,,friðarhöfðingja“. Þegar vjer nefnum „frið“, fara annarleg geðhrif um sál vora, sambland sorgar og sælu. Sorgar, vegna þess, að hin heil- aga hugsjón er fótumtroðin og engill hennar útlagi meðal mann gtina, — en þó jafnframt sætu vegna þess, að í orðinu „friður“ felst svo mikið af því, sem mennirnir eru æfilangt að lceppa eftir, þótl með margvíslegu máti sje. l>að er eitis og mennirnir þurfi oft að ganga í gegn um sterk- ustu andstæðu þess, sem þeir þrá, til þess að þrár þeirra verði sjálfum þeim Ijósar. Segir ekki Bgron: „Ó, frelsi, skærast skín þitt Ijósið bjarta í myrkrastofum-------“ Reykjavík, föstudaginn 22. desember 1944. n ” * og fríðiar á Jöröiu/* Eftir sjieira Jón Auðuns Þarf ekki tit þess fjötra og fangastofur, í einhverri mynd, að oss verði nægilega tjóst, hve. ómissandi frelsið er til þess að vjer getum raunverulega lifað? Þurfum vjer ekki að dveljast úli i heimi til þess að oss verði Ijóst að Island á innstu taugar hjarta vors, og að þar eigum vjer raun- vernlega heima? Það er sagt að „fjarlægðin geri fjöllin blá“ en það er ekki aðeins svo, að i blámóðu fjarlægðarinnar hverfi misfellurnar og gnllarnir gleym- ist, heldur þurfum vjer raun- verulega að missa, til þess að geta metið að fullu verðmæli þess, sem vjer áttum. Sjötla slyrjarldarúrið stendur nú yfir, og þegar vjer mænum lit horfins friðar úr blámóðu þeirrar fjarlægðar, finnst oss ekki þá, að nú höfum vjer lært að meta friðinn, að nú sje þrá vor eftir honum orðin eins og alda, svo þung, að hún sje til þess búin, að sprengja brjósl vor? Og þó höfum vjer Ijetta byrði borið móts við margar aðrar þjóðir. Nú hnígur friðarblær hinnar blessuðu hátíðar oss að hjarta og hann hefir brugðið blæju um stund yfir ömurleik og ham- ingjuleysi þeirrar jarðar, sem vjer byggjum. Hátíð friðarhöfð- ingjans hefir gert hugina gljúpa og hjörtun mild, og vjer skulum minnast þeirra orða, sem Jesús mælti til lærisveinanna að skiln- aði, þegar hann var að kveðja þá: „Frið læt jeg eftir hjá yður, minn frið gef jeg yður“. Með þessum orðum á Kristur ekki við hinar ytri styrjaldir. Hann veit, að þær muni enn geysa á jörðinni öld eftir öld. En blessun sálarfriðarins vissi hann að mundi verða dýrasta hamingja mannanna á komandi tímum í þessum friðvana heimi, og við hann, hinn innra frið lijartans, á hann, þegar hann talar um, að gefa játendum sín- um sinn frið. Friður Krists, lians heilaga öryggi í hættum og þjáningum, var grundvallaður á kærleikan- um, sem gerði hann skyggnan á fegurð lífsins, sem dylst á bak við þann dökka hjúp, er felur hina innri fegurð llifsins og göfgi. Friður Krists var grund- vallaður í þeirri útsýn, sem hann átli langt út yfir jarðneskan skynheim. Friður Krists var grundvallaður á traustinu, sem hann átti á þeirri himnesku hönd sem hann fann hvíla yfir sjer. þeirri handleiðslu að ofan, sem raunar sparaði honum hvorki þrautir nje harma, en var þó að leiða hann að undursamlegu markmiði. Þörfnust vjcv eltki sáran þess friðar? Hvernig getum vjer ver- ið sátt við lífið, í þess mörgu og stundum tröllslegu myndum, ef vjer eigum ekki „Iielga trú á herrans vald, sem hylst á bak við þetta tjald“? Vjer megum ekki missa þá trú, að þrátt fyrir viljafrelsi vort til að velja og hafna í einstök- um atriðum, leiði heimsrásina sú hönd, sem hefir mátt alheims- ins til að vernda oss og kemur að lokum öllu að settu marki, þótl hún fari sjer að engu óðs- lega og vinni hljóðlega og háv- aðalaust. tmynd hans, hins mikla föður alls, er barnið, sem vjer sjá- um nú liggja í jötu, og sem sagt er um í heilögum fræðum, að hafi verið „tjómi dýrð- ar Guðs og ímynd veru hans". Ef Guðs djúpa ráð er dýpra en hans, lávarðarins, sem í jötu var lagður, ef- miskunn Guðs er meiri en miskunn hans, er oss þá ekki gott að treysta hon- um svo fyrir voru veika lífi cg öllu þvi, sem vjer elskum og unnum, að blessun sálarfriðar- ins megi búa í hjarta voru? Þann frið vildi hann skilja eftir hjá oss, sem lifum í frið- lausum heimi. Þann frið á hinn undursamlegi boðskapur jólanna að færa hjarta voru, og hann eigum vjer síðan að varðveita til komandi daga stríðs og storma. GLEÐILEG JÓL!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.