Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 28

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 28
24 JÖLABLAÐ FÁLKANS 1944 Börnin og jólin Jólin eru og eiga að vera einkan- lega liátífS barnanna, björt minning frá æskuárunum, sem geymist í bug- um þeirra, sein lýsandi stjarna. Slík minning hefir mörgum mann- inum bjargað á örlagastundu. Því miður höfum við svo annríkt fyrir jólin að okkur liættir við að gleyma þeim, sem gjarnan vilja hjálpa börnunum. Börnum finst undirbún- ingurinn undir jólin, engu síður skemtilegur en sjáif hátiðin. Við verðum að ætla okkur ofurlílið lengri tíma, byrja fyr, og lofa þeira að snúa kleinum, klippa jólapoka og fægja kertastjaka. Stálpaður dreng ur mun ekki telja eftir sjer að kaupa jólatrjeð þótt hann þurfi að biða afgreiðslu i kulda og bleytu. Og stúlkan er ekki gönnil þegar hun þýtur í búðir til þess að sækja krydd í kökurnar, egg eða mjólk. Flestir eiga jólatrjesskrautið ár eftir ár, að undanteknu þvi sem nærgöngull kjóll eða svunta slær niður um leið og þotið er 'framhjá i dansin- um. Þá er vissara að athuga birgð- irnar nógu snemma og kaupa í skarðið ef ástæður leyfa. Margir álita að börnin megi ekki sjá jólatrjeð fyr en kveikt hefir verið á því, en þá hafa þeir ekki sjeð gleðina sem skin á minstu and- litunum þegar þeim hefir tekist að festa poka eða kúlu á trjeð. Það þarf ekki að fá börnunum alt skraut- ið, aðeins leiða þau af, því þó öllu sje hrúgað öðrumegin á trjeð má laga það án þess að þau verði þess vör, þau verða að trúa þvi að liin fagra skreyting sjc þeirra eigin handaverk. Ef þið eigið ættingja eða vini sem þið sendið gjafir á. jólunum, þá látið börnin fylgjasl með og gjöra sínar athugasemdir. Börnum þykir ekkert skemtilegra en að gleðja aðra og þeim getur dottið margt skrítið í hug. Faðirinn talar við soninn um livað gefa skuli móðurinni og móðirin fer með dótturinna í búði ( lil þess að 'finna gjöf handa föð- urnum. Hugsunin snýst þá um að gleðja aðra þrátt fyrir eftirvænt- ingu og vonir um eitthvað fallegl í jólagjöf. Og sú von rætist. Góð börn fá góðar gjafir. Jólaborðið Það er ef lil vill óþarfi að gefa leiðbeiningar 'um skreytingu jóla- borðsins, þvi að margar frúr eru hreinustu listamenn í framreiðskt. Þó látum vjer hjer nokkrar smá- bendingar til athugunar þeim sem vilja notfæra sjer þær: Það er víða siður að leggja ,.jólalöber“, annað- hvort úr papþír eða útsaumaðan, á borðið og getur það farið vel, en fáist grenikvistir er engin skreyt- ing skemtilegri en þeir. Með greni, ávöxtum og kertum má breyta fá- tækri stofu í veislusal. Látið greni- greinar á mitt borðið og fægða á- vexti t. d. epli, ofan á þær, látið svo, sje boröið kringlótt, smáteina koma milli diskanna að borðrönd og dreifið mislitum pappírsstjörnum á greinarnar. Set svo kerti á hverja álmu og fest alt vel og svo hættu- laust sje. Á langt borð er fallegt og handhægt að leggja tvær þunnar greinar þannig að topparnir snúi að horðendum og setja svo ávaxta- skál eða stórt kerti á samskeytin, og smákerti.á lágum pappastjörnum við hvern greinarenda. Avexti sem skreytt er íneð er best að fægja úr salatoliu svo þeir gljái vel. Sje um veislu að ræða er þess að gæta að ætla liverjum manni 50—00 cm. rúm við borðið svo vel geti farið um hann. Diskarnir eru-látnir þann- ig að barmur þeirra sje á horðbrún. Hnífar, gafflar og skeiðar ofurlítið lengra upp á borðinu og lögð í þeirri röð, sem á að nota þau. Sjeu vínföng á borðum eru glösin einmg sett í þeim röðum, sem á að nota þau, hægra megin við diskinn ofan við hnífana. Legg aldrei smádiska með sultutaui eða þessháttar á borð- ið fyr en með þeim mat, sem það tilheyrir. A neðsta diskinn er lögð milli servietta, og á hann lagðir hinir diskarnir sem borðað er af, tak þann disk ekki af borðihu fyr en áhætirinn er borinn fram. Þá er einnig tekið fram alt smálegt tilheyrandi máltíðinni t. d. brauð, salt og pipar. Tak aldrei stóra hrúgu af diskum af borðinu í einu heldur rjett vinstri höud eftir notaða disk- inum, vinstra megin við þann, sem við borðið situr og rjett strax hrein- an disk frá hægri með hægri hönd. Sælgæti til jólanna Jól án sælgætisl Það er lítt hugs- anlegt. Fullar skálar af sælgæti er börnunum unaður, einkum hafi þau átt þvi láni að fagna að vera með og hjálpa til þess að útbúa það. Hjer eru nokkrar uppskriftir sem ganian er að: Hnotukaramellur. Hnotin er brotin og kjarnanum skift i tvent. 1 bolli af sykri er soð- inn í Yi bolla af vatni. Það er ftill- soðið þegar dropi af því, sem látinn er drjúpa i kalt vatn, hrekkur i kúlu. Smáklessur af þessu er svu látið með teskeið á smjörpappír smurðan með olíu og á hverja þeirra lögð hálf hnot. Þetta verður að gjör- ast fljótt áður en karamellan harðn- ar. Þegar þær eru orðnar kaldar eru þær teknar saman og látnar i kassa. Súkkulaðikaramellur. !4bolli sykur, % bolli mjólk, 1 bolli síróp, 150 gr. súkkulaði, 2 teskeiðar smjör, 2 tek. vanille og 1 bolli linetur. Smjörið er brætt og sykurinn, mjólkin,~ sirópið og súkulaðið látið út í og soðið þar til það hrekkur í köldu vatni, þá er það tekið af hiianum og þeytt í 5 mínútur. Hneturnar og vanillan hrærð út í. Þessu cr helt á smurða plötu og þegar það storknar skorið sundur í karamellur. Súkkulaðikrem. Marcipankúlur, hnetur, rúsínur o. fl. má þekja með súkkulaði. Súkku- laðið skal bræða í skaftpotti, sem látinn er ofan í heitavatns pott en ekki á eldavjelina sjálfa. Enginn vatnsdropi má koma saman við súkkulaðið, því þá verður það þykt og gljáalaust. Þegar það er bráðið og gljáandi, tekur maður það sem þykjá á, stingur prjóni eða nál i hvern mola fyrir sig og dýfir lion- um ofan í súkkulaðið og losar liann svo af, með öðrum prjóni, á smurð- an pappír. Eftir því sem stungan

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.