Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 14

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 14
10 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 RÍKISHÁSKÓLINN í NORBUR DAKOTA EFTIR PRÓFESSOR DR. RICHARD BECK, VARARÆÐISMANN ÍSLANDS f NORÐUR DAKOTA Engin æðri mentastofnun í Bandaríkjunum er tengd Is- landi jafn fjölþættum böndum eins og Rikisháskólinn í NorSur Dakota, nema ef vera slcyldi Cornellháskólinn í Ithaca, New York, vegna hins fræga Fiske- safns íslenskra bóka og vegna víðtæks fræðimannsstarfs pró- fessors Halldórs Hermannsson- ar bókavarðar. Ríkisháskólinn í Norður l)a- kota á sjer langa sögu að baki, þegar tekið er tillit til þess, að eigi eru nema eithvað tveir mannsaldrar síðan föst bvgð livítra manna hófst þar í ríkinu að nokkrum mun. Sannleikur- inn er sá, að liann var stofn- aður áður en Dakota-landsvæð- ið, „Dakota Territory“, eins og það var nefnt á þeim dögum, var orðið sjerstakt ríki innan vjebanda Bandaríkjanna. Segja má þvi, að Háskólinn sje eldri en ríkið sjálfl í þeim skilningi, sem að var vikið, og er það ekki ómerkilegt atriði. Ber það því órækt vitni, að þeir frum- byggjarnir, sem þar áttu hlut að máli, voru hvorttveggja í senn framsýnir menn og fram- sæknir, er skildu gildi æðri mentunar fyrir andlega og efna- lega velferð landshluta síns. Ríkisháskólinn hjelt nýlega hátíðlegt 60 ára afmæli sitt, því að liann var stofnaður með sjerstakri lagasamþykt á lög- gjafarþingi umrædds land- svæðis 23. febrúar 1883. Er stofndagsins árlega minst á verðugan liátt með hátíðahaldi á liáskólanum sjálfum; nem- endur hans balda daginn þann- ig hátíðlegan með sjerstökum samkomum víða um landið, þar sem þeir eru fjölmennast- ir. Samkomuhöldin á 60 ára afmælinu voru eðlilega með meiri liátíðarblæ en venjulega, enda var þá margs að minnast. Hornsteinninn að fyrstu bygg- ingu Háskólans var lagður með sæmandi viðhöfn 2. október 1883. Var bygging þessi full- búin til notkunar ári síðar og innrituðust fyrstu nemendur Háskólans þá um liaustið, þ. 8. september 1884. Hófst þá nýr kapituli í fram- farasögu rikisins, því að síðan hann byrjaði starf sitt hefir Háskólinn í stöðugt ríkara mæli og með mörgum hælti lagt skerf til menningar ríkis- ins og verklegra framkvæmda þess. Jafnhliða því hefir hann unnið sjer heiðurssess meðal annara ríkisháskóla í Banda- ríkjunum og nýtur víðtækrar viðurkenningar á sviði kenslu- málanna. Þúsundir sona og dætra Norður Dakota ríkis, og fjöldi nemenda annarsstaðar að, hafa blotið mentun sína i Háskólanum, og er margt Is- lendinga i þeim hópi, eins og enn mun sagt verða. Margir nemendur Háskólans bafa skip- að og skipa nú, sem vænta má, mestu virðingar- og ábyrgðar- stöður í rikinu, og eigi allfáir skipa slíkar stöður í þjónustu landsstjórnarinnar. Áhrif Há- skólans ná því langt út fyrir takmörk ríkisins, enda liafa ýmsir nemenda lians borið nafn lians viða um lönd, þvi að einhverja þeirra er nú við- ast hvar að finna um hinn ment- aða heim. Vitanlega hefir ferill Ríkis- háskólans í Norður Dakofa eigi altaf verið beinn og breið- ur sigurvegur; marvíslega erf- iðleika hefir verið við að glíma, svo sem erfitt árferði og tak- mörkuð fjárframlög af hálfu liins opinbera. Eigi að síður hefir liann jafnt og þjett verið að færa út kvíarnar. I byrjun álti hann yfir aðeins einu skóla- húsi að ráða og fyrsta árið voru kennararnir fjórir og nemendur 79 talsins. Nú er svo komið, að á friðartimum er tala kennaranna 130—150 og nem- endur 1500—2000 að tölu. Húsa- kynni skólans og annar aðbún- aður hefir vaxið að sama skapi. Kensludeildum liefir einmg fjölgað og margbreytni í náms- greinum. Auk viðtækari kenslu í tungu- málum, bókmentum og vísind- um, eru eftirfarandi sjerskol- ar í sambandi við Ríkisháskól- ann og hluti af honum: Lækna- skóli, kennaraskóli, lagaskóli, verslunarskóli og skólar í verk- fræði og námafræði. Þá eru einnig sjerstakar deildir, sem kenna hússtjórnarfræði, list- fræði og ýmiskonar iðngreinir. Víðkunn er deild háskólans í /)r. John C. West. leirbrenslu, enda er bún sjer- stök i sinni röð. Vöxtur Ríkisháskólans og við- gangur er fyrst og fremst á- rangurinn af liugsjónaást og ó- sjerplægni stofnenda hans og fyrstu kennara, sem grundvöll- inn lögðu, og af starfi hinna mörgu, forseta hans, kennara og annara velunnara, sem liald- ið hafa áfram verki þeirra i sama anda. Forsetar hans hafa verið hæfileika- og áhrifamern, er skildu vel hlutverk sitt, en forsetar amerískra liáskóla eru nú orðið aðallega framkvæmda- stjórar og umsjónarmenn starfs háskólanna í heild sinni, en hafa sjaldnast neina kenslu með höndum. Hinsvegar eru forstjórar sjerskóla og deilda jafnan starfandi kennarar, sam- hliða því, sem þeir bafa um- sjón með starfi skóla síns eða deildar. Ríkisháskólinn í Norður Da- kota hefir einnig átt og á enn mörgum merkis- og ágætislcenn- urum á að skipa, sem unnið hafa honum og sjálfum þeim virðingu og vinsældir. Núver- andi forseti Iláskólans er dr. John C. West, sem skipað hefir þann sess við góðan orðstír siðan 1933; hefir hann á marg- an hátt sýnt það í starfi sínu, að liann er vinveittur íslandi og Islendingum. Þrír íslendingar liafa verið kennarar á Háskólanum, sem sé þeir Björn Björnsson, er kendi þar blaðamensku um skeið, og Islendingum er að góðu kunnur, Thomas Thorleifs- son, um nökkur undanfarin ár kennari í verslunarfræði, og sá. er þetta ritar. Alhnargir háskólar í Banda- ríkjunum hafa um langt skeið veitt fræðslu i Norðurlanda- málum og bókmentum. Einn af þeim er Ríkisháskólinn í Norð- ur Dakota og er Norðurlanda- máladeildin þar meir en 50 ára gömul. Var lum stofnuð með sjer- Aðalbygging rikisháskólans i Grund Forks.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.