Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 17

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 17
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 13 Dómkirkjan i Uppsölum. harðneskjulegur að siðvenju tímans, hefur þó eftirlitið meS líferni skóla- pilta, „djáknanna“ eins og þeir voru kallaðir, veriS mjög bágboriS utan skóla. Þeir eru vanir aS sjá fyrir sjer sjálfir og treysta á sjálfa sig fjarri frá vakandi augum foreldra og ættingja. En þó að þetta geti verið lil góðs fyrir marga, sem hafa þannig fengiS sæmilegt sjálfstraust í lífinu, þrátt fyrir meSferSina i skólanum, liafa jjó ekki altir haft nógu mikið siðferSisþrek í vega- nesti að lieiman til jjess aS geta jíolað slíkt fr'elsi eða fjelagsskapinn vlð eldri og reyndari pilta. Sumir „djáknarnir“ hafa því að lokum lent á glapstigu, og lífsferill þeirra oi'ðið. alt öðruvísi en lil hefir ver- ið ællað. Ekkert undarlegt þá, að þeir for- eldrar, sem liafa góða fjárhagslega aðstöðu, eins og aðalsmenn og auð- ugir borgarar, skuli heldur kjósa þann kostinn að taka heimiliskenn- ara handa ungum sonum sinum. Vanalega er lieimiliskennarinn sjálf- ur fátækur en vel kyntur stúdent frá góðu heimili, sem þarf að vinna fyrir sjer jafnhliða námi sínu við háskólann. Til l>ess að kenslan geti samrýmst námi hans, verður þá það ráð tekið, að nemandinn fylgir kennara sínum til háskólaborgar- innar og lætur innrita sig við há- skólann sem stúdent. Þetta er hægt vegna þess, að raunveruleg inntöku- próf eru ekki til nema á pappirn- um. Fyrst um sinn ])iggur barn- stúdeutinn þó kenslu aðeins hjá kennara sínum, er hefur liann í um- sjá sinni, eða jafnvel einkakenslu hjá háskólakennurum, sem eru svo lágt iaunaðir, að þeir geta ekki slegið hendi við þeim tekjum, er slík aukakensla getur veitt þeim. Þannig er það, að jafnvel sjö ára piltar láta innrita sig sem stúdenta við háskólann. Með því fyrirkomu- lagi geta foreldrar auSvitað veitt börnum sínum hæfiiegra uppeldi á- samt víðtækari og rækilegri undir- búnings mentun undir hið eiginlega háskólanám, en hægt er að láta þeim í tje í hinum opinberu lærdóms- skólum með úreltu og varhugaverðu fyrirkomulagi þeirra. Helst nú þetta einkennilega ástand í menningai- málum Svíþjóðar ])angað til fram á nítjándu öld, en þá er reglulegt stúdentspróf undir eftirliti próf- dómara gert að inntökuskilyrði við sænska liáskóla, i Uppsölum frá ár- inu 1831, en í Lundi frá 1832. Hlutverk háskóla seytjándu aldar hefur verið tvöfalt, nefnilega að kenna stúdentum sínum mannasiði ekki síður en bóklegar mentir. Og á þvi mun hafa verið full þörf, ef dæma má af fundarbókum háskóla- ráðsins i Uppsölum frá þessu um- rædda tímabili. Segir þar oftast frá stúdentum, sem hafa gert sig seka um fylliri og óspektir á almanna færi, áflog eða óþolandi Iiáreysti að næturlagi, þannig að svefnfriður liinna lieiðvirðu borgara, — og meðal þeirra auðvitað prófesoranna sjálfra, — liafi verið truflaður, verr en góðu liófi gegnir eða talist getur hæfilegt frá sjónarmiði hins „aka- demiska“ frelsis stúdenta. En liinir virðulegu „feður“ háskólans verða jafnvel við og við »ð skeggræða mæla, vikta og dæma um siðferði stúdenta í ástarmálum. Óleyfilegar ástir eru ekki um of sjaldgæfar með þeim, og sísl skal undra, ])ótt ]>ær valdi prófessorum áhyggjum, þvi að prófessorsfrúr geta stundum ver- ið ungar og laglegar, þó að eigin- menn þeirra séu nokkuð rosknir, en þó furðu veraldlegir í vissum at- riðum og, — af andlegum mönnum að vera, — furðu afbrýðissamir. En skyldu eklci sumir þeirra stundum hafa brosað í kampinn og munáð eftir sinni eigin æsku, rétt sem allra snöggvast? I fundargerðum þessum kofna jafn- vel fyrir þekkt nöfn, frá seinni hluta seytjándu aldar, jafnvel nafn ís- lendings. Það er Jón Rúgman. Mað- ur þessi kvað hafa heitið réttu nafni Jón Jónsson, ættaður l'rá Rúgstöðum í Eyjafirði. Hefir hann komið til Svíþjóðar sem striðsfangi af dönsku skipi, en fengið atvinnu hjá háskólanum sem þýðandi ís- lenskra fornbókmenta og kennari í íslenskri tungu. Hér skal ekkert fullyrt um það, hvort hann liafi lent i klandri vegna óleyfilegra ásta eða út af eintómu fyllirii, en svo mikið er víst að hann — eða þá einhver áhrifamikill vinur hans í hópi pi ó- fessoranna, — liefir getað bjargað honum úr klípunni á sæmilegan hátt. IV. Það er á þvi Herrans ári 1651, Einn góðan veðurdag er uppi fót- ur og fit í liinni gömlu háskóla- borg við Fyrisá, því að borgin og háskólinn eiga von á sjaldgæfum gestum. Það er hvorki meira nje minna en liennar konunglega hátign Kristín drotning, sem er væntanleg til borgarinnar ásamt fríðu föru- neyti. Það verður að taka vel á móti dóttur Gustavs Adolfs kon- ungs, velgerðarmanns Uppsalahá- skóla. Stiulentar láta því hendur standa fram úr ermum til að und- irbúa sem best með skreytingum og skemtunum komu drotningar. Það er vitað, að henni líkar vel við skemtanir og gleðskap. Ungur lækna- nemi, að nafni Olaus Rudbeck. hef- ir tekið að sér að setja á svið og æfa hirðaleik að smekk samtiðarinn- ar ásamt nokkrum félögum sínum. Hann er hagleiksmaður mikill, og það er að mestu leyti honum að þakka, að leiktjöld og allur útbún- aður liafa heppnast jafnvel og raun ber vitni. Það á að sý.na leikinn i besta sal liinnar gömlu hallar Vasa- konunganna í útjáðri borgarinnar. Olaus er ekki aðeins leikstjóri og leiktjaldasmiður, hcldur fer hann lika með eitt hlutverk leiksins. Hann er þar hirðir, er blæs i pipu sína, sjálfum sér og fénu til dægrastylt- ingar ekki siður en drotningunni. En þegar að því kemur, að farið er að leika fyrir hinuin háttsettu gest- um, er Kristín drotning hvergi sjá- anleg milli áhorfenda. Hennar há- tign hefir sem sje látið sjer þókn- ast að leika sjálf með stúdentunum og birtist nú á leiksviðinu í gervi laglegrar en hortugrar herbergis- meyjar í þjónustu einhvej'rar hefð- arfrúar. Svo er liin unga drotning Svía kát og glöð með æskumönnum. V. Rúmlega áratugi seinna eru há- skólastúdentar farnir að halda leik- sýningar reglulega, á leiksviði, er komið hefir verið upp i stærri sal hallarinnar. Léikstjóri þeirra er aft- ur ungur læknanemi, í þetta sinn Urban Hjarne, sá sami er átti éftir að frelsa þjóð sína frá víti galdra- æðisins. En Olaus Rudbeck, sem er uú orðinn prófessor í læknisfræði, veitir hinum efnilegu ungu leikur- um allan stuðning sinn. Eins og venjan er með háskólastúdentum á þessu tímabili, eru það aðallega leikrit eftir síðlatneska rithöfunda, sem tekin verða til sýningar. Þetta er sem sje ágæt æfing i latinu, sam- talsmáli lærðra manna um heim allan. En það er ekki síður mikils- vert, að ungir menn geti lært á leiksviðinu fallegan limaburð og virðulega framkomu í hvivetna. En brátt verða framtíðarhorfur leikfélágsins lilla ískyggilegar. Ung- ur konungur landsins, Karl XI., er væntanlegur til háskólans ti! náms, að ])ví er kallað er. Vitanlega verð- ur hann að hafa samastað sinn i höllinni og fá bestu sali hennar til umráða. Einn daginn fá þvi hinir ungu leikarar fyrirskipun um að gera annaðhvort, að rýma leiksalinn fyrir konungi landsins eða setja á svið nýtt leikrit að öðrum kosti, honum til skemtunar og hirðmönn- um hans. Nú er úr vöndu að ráða, þar sem hinn ungi konungur skilur litið sem ekkert i tungumáli lærðra manna. —■ Verður því einskis annars úrkosta en að búa til leik- rit á sænsku fyrir kónginum. Urhan Hjarne tekur sjálfur að sjer að semja leikritið, setja á svið og æfa, en þar að auki leikur hann eitt hlutverkið, eins og Olaus Rudbeck á sinum tíma. Þannig skapast þá „Rosimunda“, fyrsti sorgarleikur- inn, er ritaður hefir verið á sænskri tungu eftir fyrirmyndum gullaldar- leikrita Rómverja. Frumsýningin er lialdin þann 15. ágúst 1665. Þetta er glæsilegur dag- ur í starfssögu hinna ungu stúdenta- leikara, en dagurinn er líka mikil- vægur i sjónleikasögu sænsku þjóð- arinnar. VI. Fyrir sunnan íslandsbrúna, er tengir saman austur- og vesturbakká Fyrisár, er Uppsalahöfn. Einn falleg'- an sumardag árið 1843 er þar sam- an kominn hópur ungra manna, sem bíða þar hjá tollbúðini komu far- þegaskipsins frá Stokkhólmi. Nokkr- ir þeirra eru með hvítar húfur, með svartar rendur neðan við og þvert um yfir kollunum. þannig litur þá fyrsta hvíta stúdentahúfan sænska út, er sögur fara af. Tveimur árum seirina er hún notuð sem sameigin- legt auðkenni sænskra stúdenta á stúdentamótinu i Kaupmannahöfn. En í þetta sinn er lnin aðeins notuð sem auðkenni móttökunefndarinnar, er á að sjá um hina væntanlegu gesti. Loks kemur litbi mjóa og grunnskreiða gufuskipið ljós við næstu bugðu árinnar, og húrrahróp- in dynja á móti gestunum, meðan skipið legst að árbakkanum. Þessi dagur á eftir að marka spor i hjört- um og sögu tveggja þjóða, þvi að gestirnir eru stúdentar frá Hafnar- h.áskóla, sem heimsækja nú í fyrsta sinn félaga sina við Uppsalaháskól- ann, endfe þátt Lundarstúdentar og Hafnarstúdentar hafi þegar nokkrum sinnum skipst á heim- sóknuin undanfarin ár. En bróðern- ishreyfing þessi milli stúdenta hef- ir þá náð einnig til Uppsalastúd- denta, og því er þetta gleðidagúr mikill. Gestgjafarnir gera einnig sitl besta til að láta fara vel um gesti sina frá Danmörku. Stúdentamótið stendur yfir i nolckra daga með fúnd- uin, borðhaldi, hátíðarræðum, skál- um og söng og aftur skálum. Og hrifningin endurgeislar af andlitum allra nærstaddra i Carolina-saln- um mikla, þegar kveðja Dana hljóm- ar úr söngnum, er leiðt'ogi þeirra, C. Ploug, hefir ort fyrir mót þetta. En þannig heilsar liið danska skald sænskum bræðrum:

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.