Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 27

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 23 in. Það eru þeim hálf jól, að hún Jólarós ber, því að þá fá þau mjólk aftur. — Jeg veit það, sagði pabbi þreytulega, — en hvað skal gera? Hann heimtar peningana núna, annars fáum við ekki nokkurn mat- « arbita í búðinni. Martína lá grafkyrr eins og mús; en nú var ekki sagt meira. Hann — það var faðir hennar Evu. Hann varð að fá peningana strax. En Eva átti marga kjóla, bœði rauða, bláa og tíglótta. Hún átti nýja, bláa kápu með skinnkraga, og skólilífum var liún í þegar veðrið var blautt. Og nestið sem hún hafði með sjer í skólann var veislumatur. Og svo átti Eva margar brúður. Sumar telpurnar i skólanum liöfðu sjeð þær. Á leiðinni í skólann hafði hún brjóstsykur, sem hún gaf öðrum, Martínu lika. Hún var stærri en Martína, og einu sinni liafði móðir hennar, kaupmannsfrúin, sent einn af útslitnu kjólunum hennar Evu heim að Bjölluási. Kjóllinn var eins og nýr, en í þessu var Martina ó- sveigjanleg. Það var ómögulegt að fá hana til að fara í skólann i fallegum kjól. Og svo fjeklc hún Sunna hann; hún var næst eftir Martínu að aldri. En Martína hjelt áfram að slíta þeim, sem saumað- ur hafði verið upp úr kjólnum henn- ar Ólínu frænku. TV/T ARTÍNA heyrði ekki meira um Jólarós, hvernig sem hún hlust- aði á kvöldin. En svo einn daginn, þegar hún kom heim úr skólanum, var alt svo liljótt og undarlegt heima. Enginn hló eða gerði að gamni sínu. Hún skyldi undir eins, að nú væri það skeð. Jólarós mundi vera farin. — En henni líður víst vel, sagði Gunnar. Þannig hafði liann heyrt aðra segja. Þetta var eina huggun- in þeirra og þau lijeldu áfram að tönlast á þvi. Þau töluðu sem minst um mjólkina, sem þau urðu af. Daginn eftir að Jólarós var seld kom Martína löngu of seint i skól- ann. Meðan liún lá milli svefns og vöku í rúmi sinu um morguninn fann hún að eitthvað slæmt var á seiði. Og þegar hún vaknaði betur stóð harmurinn Ijóslifandi fyrir henni. Hvernig gat liún fagnað þess- um degi? Jólarós var fædd og upp- alin með þeim. Hún var svo falleg og þeim þótti svo vænt um hana. Hún liafði verið huggun þeirra svo margan erfiðan vetrardag. Hún hafði haldið í þeim lífinu ár eftir ár. — Ertu veik? spurði mamma. —. Nei, muldraði Martína. — Þá verður þú að fara strax á fætur. — Hvað er klukkan? — Klukkan hefir hætt að ganga. En hún er eflaust margt. Jæja, svo að klukkan var hætt að ganga. Henni var litil stoð í þvi. F.n vist var það, að ekki gekk alt sinn vanagang nú, eins og áður. Skömmu siðar fór Martina litla samt á fætur. Lampinn bar drunga- lega birtu á sírópið og kartöflu- snúðana. Mamma var að hita kaffi og ekki komin nema i nátttreyjuna. Martína borðaði ofurlítið, en jiegar hún var að fara sá hún að Gunnar var að byrja að klæða sig. Hann stóð berfættur á gólfinu i litlu, stuttu skyrtunni og veifaði til henn- ar og kvaddi syfjulega. Aldrei hafði hún tekið eftir því áður hve mjóir voru á honum leggirnir, og hve hann var grannur í andlitinu þegar hann ekki hló. Þegar hún gekk hjá fjósinu heyrði bún að kálfurinn var vaknaður og baulaði af öllum kröftum af leið- indum í einverunni. — Þegi þú! hrópaði Martína á- köf og þurrkaði sjer um auguu, sem voru sljó og tóm. Svo snýtti hún sjer með fingrunum og hljóp eins og hún gat. SKÓLINN var byrjaður fyrir löngu. Þú kemur hálftima og seint, Mart- ína, sagði kennarinn. —Vekjaraklukan stóð .... hun vildi ekki ganga, hvernig sem við hristum liana ....... Nokkrir af strákunum fóru að hlæja. — Kyrrir! sagði kennariun. — Jæja, seslu nú, Matta litla. Ekkert kom henni ver en að vera kölluð „Matta litla“ einmitt núna. Hún hefði heldur viljað að hann hefði skammað hana. Hún grúfði sig í skyndi niður á borðið og þurrkaði sjer um augun á pilsfald- inum. Nei, kennarinn skammaði ekki. — Það var að vísu engin stórfrjett, skyldi maður halda, að farið væri með svarta kú milli fjósa í sveitinni. En fólk hafði nú samt tekið eftir jjessu og komist við af því. Og þegar sætið hennar Martínu stóð autt, þá hafði kennaranum undireins dottið eitthvað í hug. Og svo ýmis- legt fleira, þegar Matta litla kom hrakin og vesældarleg inn úr dyrun- um. Á heimleiðinni sagði ein af hinum telpunum við Evu: — Þið eruð víst búin að fá nýja kú .... frá Bjöllu- ási. .. . ? — Já, sagði Eva og saug brjóst- sykurmola, okkur fannst eins golt að 'fá hana núna, áður en hún ber. Þá fáum við þess mcira af mjólk og rjóma um jólin, sagði hún mamma. Svo sagði önnur telpa: — En þetta er eina kýrin, sem þau áttu þarna á Bjölluási .. . . Martína lagði orð í belg: — Við eigum líka stóran kálf........ — En ekki mjolkar haun' sagði þá önnur teipa. Hrfumurinn i <.r>'•:iiiiin var ein- kennilegur, jáfnvel óvildarlegur fanst Evu. Var það nú lika rangt, að kaupa kú? Martína var sú eina i hópnum, sem leit vinsam.lega á þetta. . — Ætlarðu ekki að lcoma með mjer heim og siá liana Jólarós? spurði Eva svo, upp úr þurru. Martina hrökk við. Heimsækja Jólarós, sem var orðin svo fín, og stóð í stóru, rauðmáluðu fjósi með öllum verðlaunakúnum kaupmanns- ins. Nei, það gat hún ekki. — Nei, það er víst betra að jcg flýti mjer heim, sagði lnin. SVO KOMU jólin. Hátið lijarta- gæskunnar og velgerðanna. — Bjölluásbærinn stóð einn sjer, hátt fyrir ofan byggðina. Þar bjuggu þau sig líka undir jólin, eftir bestu getu, þrátt fyrir missirinn mikla. Einhver frænkan niðri á kotunum mundi senda þeim eittlivað smá- vegis, svo að jólin kæmu til þeirra i ár. Það vissu þau upp á hár, þarna á Bjölluási. En hitt höfðu þau ekki hugmynd um, að öll sveitin haf'ði svarist í bræðralag um, að gera þeim jólin óvenju gleðileg í ár. Og kenn- arinn var forsprakkinn í samsærinu. Hann gekk á milli bæjanna með lista blátt áfram til þess að safna pen- ingum, svo að bægt yrði að kaupa Jólarós úr nýju vistinni. Hvergi fór hann erindisleysu. Alilr gáfu sinn skerf. Nokkrir hjáleigubændur, sem ekki höfðu fengið listann vegna þess að þeir bjuggu úr alfaraleið, komu sjálfir til kennarans og spurðu hvað kæmi til, — þeir vildu ekki heita hornrekur og útúrborningar, þegar um svona mál var að ræða. Það var langur listi og mikið af seðlum, sem lagt var fyrir kaup- manninn á skrifstofunni lians. Allir skiftavinirnir hans, og fleiri þó, stóðu á listanúm, og þarna var meira en nóg af peningum til að kaupa bestu gæðakú fyrir. Kaupmaðurinn var verulega úr- illur. — Jeg var i mínum fulla rjetti að taka við kúnni; sagði hann. — Þjer eruð efnaður maður, byrj- aði kennarinn. — Já, hvað um það, tekur kaup- maðurinn fram í, —- jeg er enginn sveitarsjóður hjerna, fyrir því. — Nei, engum okkar dettur það heldur i liug. Þessvegna förum við aðeins fram á að fá kúna keypta aftur. Nú mun það vera svo, að maður, sem getur fengið af sjer að taka mjólkina frá átta smábörnum, getur ekki farið á mis við að fnna til kulda í sinn garð. Og þetta getur liaft áhrif á liann með tímanum. Ef til vill kann hann, þrátt fyrir allt, ofurlítið að skannnast sin, Jieg- ar hann hugsar sig vel um. Og máske gerir hjartað í honum vart við sig þegar á reynir. Og nú eru komin jól. Þessvegna segir hann: — Takið þjer fjandans beljuna, skólastjóri, og farið með hana upp að Bjölluósi. Jeg vil ekki einn eyrir af þessum peningum, sem Jijer hafið safnað. Kýrin er framlag mitt á listann. Svona atvikaðist Jjað, að Jólarós kom Jiramandi heim að Bjölluási tveimur dögum fyrir hátiðina. Digra liálsbandið á henni gátu allir sjeð, en alla liá mjóu og sterku liræði, sem í rauninni teymdu Jólarós heim, var aðeins hægt að renna grun í, með því að alhuga nafnalistann langa. Það var kennarinn, sem kom með kúna heim. Og svo líka þykkt um- slag með meira en þúsund krónum. Þarna stóð Jólarós nú aftur á gamla básnum sínum — og pabbi stóð með alla peninganna í hend- inni — og mamma og börnin flykt- ust utan um hann. Jafnvel Martína, Jió hljedræg væri, í „svörtu glugga- tjöldunum" sínum. Þvi að kennarinn hafði sagt dálitið, sem henni fannst svo einkennilegt: að öllum í sveil- inni Jiætti vænt um, að hafa fengið að koma með jólagleðina heim að Bjölluási. Hversu oft hafði Martinu ekki dreymt prinsessudrauminn sinn, en í hVert skifti og hún kom heim lil sin var jafn fátæklegt þar. Og Gunn- ar kom lilaupandi á móti henni i sömu görmunum. En nú var æfintýr'ö komið lil þeirra, og þetta var raunverulegt æfintýri — gamla og síunga æfin- týrið um jól og náungans kærleika. Reykjavík Símnefni: Bernhardo Símar: Skrifstofan 1570 (tvær línur) Kaldhreinsunarstöðin 3598 Bernh. Petersen KAUPIR: Allar tegundir af lýsi Harðfisk Hrogn og Tómar tunnur. SELUR: Stáltunnur og síldartunnur Kol og salt Eikarföt FYRSTA FLOKIÍS KALDHREINSUNARSTÖÐ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.