Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 18

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 18
14 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 ,,Se, derfor drog vi hen at trykke Eders Höire — og skilles ad igjen, men Aanden, som os drev, bestaar: vor Hilsen er on Svale, der varsler Noi'dens Vaar“. Þessum spámannlegu orðum hins danska skálds slcal seint gleymt i sögu hinnar norrænu bróðernis- hreyfingar. En einnig hin unga skáldakynslóð Svíþjóðar er saman komin í Uppsölum til þess að fagna dönsku stúdentunum .... Að lok- um, eftii' aldaraðir af öfundsýki og tortryggni beggja aðila i garð hvers annars, hefir æska beggja þjóða leyft sjer að uppgötva á ný þann einfalda og fagra sannleika, að norrænar þjóðir heyra saman. Stúdentarnir komá sjer saman um að hittast aftur til betri kynningar, áður en langt um Hður, og svo verð- ur, sem þeir vilja, þó að ríkisstjórn- um beggja ríkja sje ekki beinlinis um það gefið. Gamlir menn eiga stundum svo bágt með að Játa rót- gróna tortryggni sína á hylluna. En æskan er hreinlynd og lítur björt- um augiun á framtíðina, og ekki að undra, þvi að æskan, — ef hún á það heiti skilið á annað borð, - æskan er framtíðin sjálf, hún er eilif framtíð, og engum lifandi manni er fært um að sjá fyrir end- ann á hinni eilífu framtíð. Því er lika æskan von liverrar þjóðar um áframhald á tilveru sinnar i heim- inum. Æskan er sjálf bæði von og vilji framtíðarinnar. l»vi gerist það tveimur árum seiuna, þrátt fyrir andstreymi af hálfu ihaldsamra yfirvalda, að stúd- entar frá öllum háskólum Norður- landa, — neina frá Finnlandi, er stynur undir liinu rússneska oki, — mætast í Kaupmannahöfn til sam- ræðna og fjelagsskapar í þeim anda bróðernis, er hefði þótt óhugsanleg- ur aðeins hundrað árum fyrr. En i Kaupmannaliöfn árið 1845 nær sam- hrifning norrænnar æsku hámarki sínu, og það er orðið að dýrmætum sannleika, sem sagt er, að „upp úr þessu er stríð milli norrænna bræðra óhugsanlegt". Nori ænar þjóðir hafa nú sjeð sig um hönd frá þvi sem áður var, og neita framvegis að láta nokkur öfl hvaðan sem þau koma, blekkja sig eða knýja tii að fremja bróðurmorð. Og þegar öllu er á botninn hvolft, þá er það einmitt þeíta, sem þrátt fyrir öil pólitísk vonbrigði, getur talist liinn jákvæði og ómissandi árangur þeirrar æsku- hrifningar, er sagan geymir undir lieitinu „skandinavismi.“ VII. Vorið íer í hönd. Vinnulampi vetr- arins er slökktur á skrifborðum stiid enta. Að vísu byrja prófin annan mai fyrir marga j)eirra, en fyrst verða allir uin stund að gleyma öll- um leiðindum. Þvi að það er siður sænskra stúdenta að fagna komu vorsins á tilteknum degi, þó ekki alls staðar sama daginn. í Lundi til dæmis, eins og yfirleitt i Suður-Svi- þjóð, er vorinu fagnað þann fyrsta mai, á hinni gömlu Valborgarmessu. Fn stúdentar rikisháskólans í Upp- sölum hafa kosið sjer aðfaradag Valborgarmessu og Valborgarmessu- nótt. ,.Valborgsmássoafton“ er hið sænska lieiti þessa dags og kvölds. Skal nú að Jokum reynt að gefa einliverja lmgmynd um slíka liátíö vorsins og æskunnar í þeirri borg, er liefir stundum verið köJJuð „borg hinnar eilífu æsliu“. Um miðbik borgarinnar. að minsta kosti livað umferð snertir, Jiggur úr vestri til austurs Drottn- inggatan um Jjreiða brú yfir Fyrisá, hina svo kölluðu Nýbrú. Síðasta dag aprílmánaðar, stultu fyrir nón, fara Drottninggatan og Nýbrúin ásamt nærliggjandi götum að verða svart- ar á lit, enda jjótt þær sjeu venju- lega ljósgráar á að sjá. Því að þar ægir nú saman fólki úr öllum stjett- um borgarinnar og á öllum aJdurs- slceiðum, |)ó að ungir stúdentar, sfúlkur sem piltar, sjeu í yfirgnæf- andi meiri hluta og' allt að því ein- ráðir á sjálfri Drottninggötunni og brúnni. En þar er einmitt mesta mannþröngin. Allir eru með livita stúdentsliúfu í hendi, — og nú eru kollarnir orðnir alhvítir! — meðan þeir reika fram og aftur, upp og niður götuna. Nú er klukkan í dóm- regluþjónai' borgarinnar elns og þeir væru bæði steinblindir og steindumbir. En eftir svo sem klukku stund er öllum jjessum látum ljætt og flestir farnir heim til sin, því enn eru eftir kvöldin og öJI hiu bjarta, heillandi vornótt. Stúdentum sænskra ríkisháskóla er skipt niður í fjelög eftir átthögum sínum, og eru þau fjelög kölluð „nationer“. En í Uppsölum liefir hver „nation“ sitt eigið fjelagslieim- i!i, sem l>á líka er kallað „nation". Þegar klukkan er rúmlega átta að kvöldi, leggur liver stúdenta-„nation“ af stað frá sínu liúsi og gengur fylktu liði undir fánum sínum til Stóra torgsins fyrir eystra mynni Drottninggötu. Á g'ötu, sem liggur að öðrum enda torgsins fylkja sjer öll liin sjerStæðu fjelög til sameig- inlegrár skrúðgöngu. Klukkan kor- tjer fyrir níu, stundvíslega, byrjar skrúðgangan. Með öllum fánum i hnapp í fylkingarhrjósti, og' stúd- En þetta andlil i turnglugganum er sannarlega ekki svipur úr löngu liðinn öld, lieldur andlit bráðlif- andi, ungrar konu tuttuguslu aldar. Síðustu tónar Gunilluklukkunnar eru að deyja út í blánandi bimin- geirni vorsins. Það ríkir fullkomin kyrrð í þessum ntikla mannfjölda. Allt í einu sjest snöggt rautt Jjós á Jofli. Það stafar af litlum lampa yst á söngsprota kórstjórans. Og nú hljómar söngur stúdentakórsins út yfir „Slottsbacken" i kyrrð vorrökk- ursins: Glad sásom fágeln i morgonstunden ltálsar jag váren i frislca natur’n. Svo er vorinu lteilsað og ættjarð- arinnar minst i ræðum og húrra- lirópum, en fyrst og síðast í söng: Hör oss Svea, moder át oss alla, liör oss, hör oss! Bjud oss kámpá för ditt vál ocli falla, hjud oss, bjud oss! Fýrisá í Uppsölum. Dómkirkjan i baksýn. kirkjulurninum orðin þíjú stund- vislega. Þá heyrast allt i einu dvnj- andi fagnaðaróp og lvöll frá Ný- Jjrúnni, og þau endurtakast fram eftir allri Drotninggötu. Og um lei'ð veifa allir stúdentar, ungir sem gamlir, konur sein karlar, snjólivít- um liúfunum, áður en þeir setja þær upp. Fyrr um daginn liefir eng- in leyfi lil að sýna sig utanhúss með Jivíta luifu. En nú er hið svarta mannliaf alt í einu orðið líkast livít- fyssandi öldubrimi þegar á er liorft ofan úr brekkunni í Óðinslundi, en þa'r stendur nú Gunnar Wenner- berg, höggvinn i stein, þögull en óþreyfandi, og fylgist með vorfögu- uði seinborinna kynslóða af stúd- entum í þeirri borg, er söngur lians og fjelaga hans svo ofl hefir hJióm- að á björtum vornóttum. En úti á Nýbrúnni fjúka um Jeið einhverjar svartar flylcsur í gegnuin Joflið og ofan i vatnið. Þetta eru þó engar galdrasendingar, lieldur fremur mcinlausir gamlir vetrar- hattar þannig útleiknir, að þeir myndu sæma sjer vel sem fugJa- hræður en tæplega sem höfuðföt á hausum siðaðra rnanna. Um stund er lífið í Drotninggötunni með fjör- ugasta móti. Sporvagnar komast að- eins með iíaumindum lciðar sinnar, unglingsfólkið hangir eins og flug- ur á sykurmola utan á þeim, og stór- ir hópar piltna og stúlkna í Iivít- um stúdentshúfum stiga dansinn j kringum þá, tryJltan og gleðidrukk- inn villirnannadans. En í þetta eina skifti allan ársins hring Játa liig- entasöngvurum næst á eftir, er Jagl af stað eftir endilangri Drottning- götu, npp brekkuna og inn göngin að Jiöllinni milli liárra trjáa. Á opnu svæði fyrir ne'ðan nyrðri hallarturn- inn er staðnæmst. Þá er ldukkan niu og farið að skyggja. Silfurklukka Gunillu drotningar byrjar að slá, skærum, fögrum Iiljómi, eins og hún befir gert um aldaraðir á þessum tíma kvöldsins og' á þessum stað. Það er Jiljótt innan um mannfjöld- ann, enginn dirfist að trufla frið tónanna. FöJt vortunglið skín á lofli. Úr trjálundinum ihnar jörðin af frjósemi sinni. — En liver er sú hin unga kona, sem frá glugga í liallarturninum horfir niður á hið Jivíta, kyrra mannliaf? Er það svipur hinnar fögru prinsessu Cec- iliu, dóttur Gustavs Vasa, eins og segir i lunglskinssöng Gunnars Wennerbergs: och i etl fönster Cecilia Vasa, blándande skön uti mánehs sken. Nei, þetta er eklci svipur hinnar ólánsömu konungsdóttur, er Jjræð- u.r liennar kærðu fyrir föður sínum vegna óleyfiJegrar ástar. Henni að- eins bregður fyrir í nolclcrum þjóð- sögnum og kvæðtim, eins og í þvi, er skáldið talar um föður hennar, er bygði bæði sænska ríkið og liöll- ina við Fyrisárbakka: Den starke, som fralste etl rike, ej kunde sitt lamm, sin fagra Cecilia skydda för ofárd ocli skam. En nú er komið algert myrkur og atliöfninni í „Slottsbaclcen“ bráðum lokið. Þó eklci fyrr, en lcvöldið sjálft og kyrrð þess liefir fengið sinn liluta af ltollustu söngvaranna, því að lolc- um syngur kórinn einnig hinn blíða söng kvöldrökkursins: Stilla skuggor breda sig í kvállen. solen sláckes i svala sjön, Söngurinn er á enda, en enn er dálítið eftir, áður- en stúdentafjöld- ihn má leggja af stað aftur ofan í borgina, þar sem gleðskapurinn á að halda áfram i „nationsliúsunum1- frarn undir morgun. En þó að allir þrái þennan lcafla liátíðahaldanna. fer enginn fet frá „Sloltsbaclcen", áður en söngstjórinn liefir einu sinni enn veifað litla rauða lampanum sínum, og sjálfur með „Almenna Stúdentalcórinn" á hælum sjer lagl af stað niður trjágöngin, meðan sunginn er stúdentasöngurinn, sem allir þekkja: Sjung om studentens löckliga dag, látom oss fröjdas i ungdomens vár An klappar lijártat med friska slag, oeh den ljusnande framtid ár vár. En úti á hinni víðáttumiklu Upp- landssljettu sjest nú víða loga á stór- um eldum. Þetta er aldagömul þjóð- venja, sem minnir menn á þá tíina, er alþýðan kveikti bál og liugðisl þannig geta fælt i burtu þau myrkra- öfl, sem ógna mannkyninu jafnvel á blíðum vornóttum Norðurlanda. Nú er orðið níðdimmt, en myrkrið varir elcki langa hríð. Brált er nótt- in aftur orðin björt, og líf náttúr- unnar fer að vakna. Fuglarnir fara þegar að syngja úr háum trjákrón- um Óðinslunds á móti sólarupp- komu. Það eru nú einu sinni forlög myrkursins að verða að vikja fyrir ljósinu. Það eru forlög vetrarins og dauð- ans að geta ekki eða mega eJcki sigra lífið, — aldrei til fulls. Lífið er eins og ljósið endalaust, eilíft.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.