Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 29

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 29
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 er minni, þess fallegra er konfekt- iö. Þessar kúlur og mola má svo skreyta ef vill áður en þær harðna. Geymið þetta á köldum, þurrum stað í kassa, fóðruðum pergament- pappír, því það þolir hvorki gufu nje trekk. Svo er um alt konfekt og marcipan. Ameríkanskt „Fudge". Auövelt ad' búa til og gott aö borða. 3 bollar sykur, V± holli síróp, 3 st. plötusúkkulaði, Ví tesk. salt, 1 bolli rjómi, % bollar muldir hnotukjarnar. Þetta, að undanteknum hnotunum, er hlandað og brætt saman við vægan hita uns það hrekk- ur í kúlu sje það reynt í köldu vatni. Þegar það er aðeins volgt er linótunum bælt i og hrært í þar til það fer að þykna þá er þvi rent á plötu eða fal til þess að storkna og svo skorið í ferköntuð stykki. Californíu „Fudge“. Tjer er önnur uppskrift af fudge, sem vert er að atlmga. Ilún hefir alt annað bragð en hin. í þessa er notað % bolli mjólk, 2 bollar svk- ur, Vi bolli döðlur, V2 bolli fíkjur, V-2 bolli rúsínur, V> bolli valhnotu- kjarnar, 2 msk. smjör. Fyrst er sykri og mjólk blandað saman og hitað upp í suðu. Það þarf að hræra stöð- ugl í því þar til sykurinn er bráð- inn og kremið lirekkur. Þá er smjörið, ávextirnir og hneturnar, sem skorið er í smábita, látið út i. Þegar kremið fer að kólna er J)að þeytt þar til það er jafnt og fallegt þá er þvi renl á plölu og skorið i stylcki. Rjómakarainellur. 2 bollar sykur, ÍV> bolli siróp, 2V2 bolli rjómi, 4 matsk. smjör, 2 tesk. vanille, salt á hnífsoddi. í lítinn skaftpott er látið sykurinn, sírópið, saltið og 1 bolli af rjóm- num. Það er hitað í suðu og stöð- ugt lirært i þvi. Þá er liví sem eftir er af rjómanum bæt út í svo hægt að suðan fari aldrei af á meðan. Þegar það hrekkur, er smjörið látið í Jiað og látið sjóða i 4—5 mín. ef maður vill liafa karamellurnar mjúk- ar, 'en alt að 10 mín. vilji maður hafa þær harðar. Marcípankúlur. Kartöflur. Kúlur eru búnar til og pikkaðar með éldspítu svo að lik- ist augum i kartöflum. Þá er Jieim velt úr kókó. Jarðarber. Marcipankúlur eru gjörðar mjóar i annan endann og difið í rauðan ávaxtalit og vell upp úr kristalssykri. Hnetum og marcipan er velt upp úr hökkuðum hesli- eða val-hnotum og livi næst úr rifnu súlvulaði. Einn- ig má láta marcipan á milli 2ja hnotukjarna. Skreyta má þsetta á ýmsa vegu með sykri og 1 it. Marcipansniddur. Marcipandeigi er slcift í 3 jafna hluta og' einn hlutinn litaður rauð- ur, með ávaxtalit, annar grænn og sá þriðji er ólitaður, hvítur. Úr þessu eru flattar út lcökur og hveiti borið undir bæði á borðið og kefl- ið, svo ekki festist við. Þessar kökur eru svo lagðar sam- an og þríst að, skornar i smásnidd- ur eða hirnur. Úr afklippunum má hnoða lengjur eða leggi og hafa hvern litinn utan um annan, og brytja svo legginn niður í smátöl- ur, sem eru t. d. rauðar yst, þá hvítar og svo grænar. Margt má búa til úr marcipan- deigi t. d. stafi, sem svo eru látnir i poka og maður rjettir höndina í pokann og tekur einn staf, en ekki er að reiða sig á að maður fái Jiann stafinn sem æskilegastur væri en gaman er að reyna heppnina. Það má, þar sem börn eru boðin, láta fangamark hvers barns á disk- inn þess og mun þá fléstum þykja varið i að eiga tvö eða fleiri nöfn, því ætlast er til að livert nafn fái sinn staf. HEILRÆÐI. Vandið vörukaupin. Þær húsmæður, sem hugsa vel um heimilið, láta sjer eklvi á sama standa um hvernig varan er sem þær kaupa. Þær fara. þvi venjulega sjálfar til innkaupa, því „sjálfs er höndin Jiollust“. Þær sem ráðnar eru og rosknar hafa reynsluna fyrir sjer og þarf þeim elcki ráð að gefa. En hjer eru nokkrar smáleiðbi iniiig- ar fyrir liinar ungu og óreyndu. Kjötkaupin. Nautakjöt á að vera fallega rautt, hvorki bleikt nje dökkrautt. Það á að hiifa fitu rákir i vöðvunum líkt og marmararákir. Það á að vera fast og fjaðurmagnað viðkomu og varla væta fingurinn ef þrýst er á það. Kindakjöt á að vera Jijett og fallegt og fitan hvít. Sje fitan gul er kjötið ekki góð vara. Kálfskjöt á að vera þjett og hvítt eða Ijósrautt. Ilænsnakjöt. Ung' hænsni hafa langa mjóa og oftast gulleita fæl- ur. Klærnar eru beittari og goggur- inn mjórri. Þau eldri liafa sterka gráleita fætur. Fiskkaupin. Nýr fiskur (ýsa, smáþorskur og ufsi) hefir skær augu og þjettan búk. Tálknin eru rauð og roðið slímugt. Sje liann látinn í kalt vatn sekkur hann. Sama er um kola og smálúðu. Stór lúða á að vera glæ- grænleit í sárið, en ekki hvit. Þorsk- lirogn verða að vera heil og ómar- in, sjeu þau rifin eru Jiau ónothæf. Kgg. Ný egg sökkva strax í köldu vatni, en úldin egg fljóta. Lýsi mað- ur eggin með vasaljósi (skygni Jiau) eru Jiau nýju tær en fúlegg eru gruggug og liafa dökka bletti. Smjör. Láti maðnr smjörögn á hvítan pappír og kveiki á eldspílu og beri hana að smjörinu finnur maður þægilega smjörlykt, en sje Jiað blandað annari feiti finst bruná og tólgarkeimur. Mjöl. Got.t mjöl hefir sætt bragð og er lylctargott. Það er gulhvítt, aldrei bláhvitt, og drepi maður gómi á Jiað kemur hola, sem Jjó fellur fljótt saman aftur. Sje maður liræddur um að maur sje í mjölinu leggur maður Ijereftsklút ofan á það, setj- ist maur á klútinn er mjölið auðvitað óætur matur. Mjólkin. Maður stingur bandprjóni ofan i mjólkina og sje hún blönduð vatni rennur hún strax af prjónun- um, en sje liún fullfeit fellur hún af í dropatali. Te. Tak ögn af te og lát Jiað í kalt vatn og hrist vel. Slæmt te lit- ar vatnið fljótt, en gott te litar næst- um ekki vatnið. Gott te hefir ekki sterka lykt ef l>efað er af pakkanum, ilmur þess kemur ekki fyrr en sjóð- andi vatni er lielt á það. VALGARÐUR STEFÁNSSON HAFNAIÍSTRÆTI 101 AKUREYRI SIMNEFNI; VALGARÐUR SIMAR 332 OG 362 HEILDSALA & UMBOÐSSALA: EFNAGERÐARVÖRUR HREINLÆTISV ÖRUR BURSTAVÖRUR NIÐURSUÐUV ÖRUR HÁRVÖTN OG ILMVÖTN BÖKUNARDROPAR MATARKEX OG KÖKUR SMÁVÖRUR allskonar SNYRTIVÖRUR MANCHETTSKYRTUR fl. teg. EINKAUMBOÐ: SÆLGÆTISVÖRUR L AKKRÍS V ÖRUR VINNUFATNAÐUR UNDIRFATNAÐUR KVENNA KVENNBLUSSUR — silki og ull SOKKAR — kvenna — karla og unglinga GOSDRYKKIR fl. tegundir UMBÚÐAPAPPÍR OG POKAR UMBÚÐAGARN OG LÍMBÖND BLÝANTAR OG BLEK o. fl. o. fl. Klæðagerðin A,maro h.f. Akureyri. Efnagerð Akureyrar h. f. Akureyri. Niðursuðuverksmiðjan Síld h.f. Akureyri. HEIÐRAÐIR VIÐSKIFTAMENN! Xeg mun ávalt kappkosta að hafa fyrsta flokks vörur á boðstólum, með hagstæðu verði, eftir því sem möguleikar eru, ennfremur að afgreiða pantanir eins fljótt og unt er. Með virðingu og vinsemd. VALGARÐUR STEFÁNSSON

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.