Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 22

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 22
18JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 JÓLASAGA EFTIR EMIL BÖNNELYCKE: BJÖLLUIRNAIR SÖRFN MIKKELSEN hafði tekið sier bólfestu skamt fyrir utan Silkiborg, i húsi, sem iiann hafði fengið hjá gamalli húsmannsekkju þar í sveitinni. Sören og Alma kona hans voru ung hjón, en þó ung væri höfðu þau dvalið nokkur- ár í Canada, en það land hafði bak- að þeim mikil vonbrigði. Canada liafði eiginlega rekið þau heim og skapað þessuin ærukæru ungu hjón- um það auðmýktarástand, að þau höfðu orðið að byrja með tvær nendur tómar i heimalandinu, l)eint fyrir augunum á fjölskyldu sinni. Og til þess að þurfa ekki að svara forvitnu frændfólki til sakar, höfðu þau leitað liælis í sveit, þar sem þau voru öllum ókunnug. Samt minti staðurinn Sören og Ölmu á vissa staði í Kanada, í aust- urhluta landsins ]mr sem þau höfðu dvalið. En eiginlega þótti Sören ekkert vænl um þessi sviplíkindi, þvi að þau mintu hann á slys, sem hann liafði upþlifað í Matawaska- liéraði. Hann hafði verið í vinnu á bóndabæ þar upp til fjalla, en Alma hafði starfað í kaupstað þar í grendinni. Eina vetrarnóttina, þeg- ar hann svaf værum svefni á bæn- um fórust flestir á heimilinu við að skriða hljóp á bæinn. Húsið, sem hann svaf í, varð undir aur og snjó, en þetta var fjósið, sem hann svaf í, og stoðirnar voru sterkar og héldu þakinu uppi. En marga klukku tíma lá hann þarna í jarðorpnu fjós- inu, milli vonar og ótta. Hann liafði aldrei getað gleymt þessum atburði, og orðið fyrir taugaáfalli af honum — og það hafði orðið honum ógleymanlegt, að eina hljóðið, sem hann heyrði meðan hann lá þarna i grafhýsinu, var hringingin frá kirkjukjukkunum i næsta þorpi, sem hann heyrði í birtingu næsta morgun. Honum fanst hinn fjarlægi hljómur þess- ara kirkjuklukkna vera líkastur lík- hringingu, eins og hann hafði þeg- ar verið jarðaður — og hann gat aldrei gleymt honum. Hann átti bágt með að heyra klukkur hringja, jafnvel þó mörg ár væru liðin frá þessum atburði, og altaf fór hrollur um hann þegar svo bar undir. Iiúsið, sem þau Alma og liann höfðu fengið eftir húsmannsekkj- una, var gamalt og stóð eitt sér úti á lieiðinni, þar sem gróðurinn var allra fátækastur, en nokkur hundruð metra að baki voru dimm- úðugar brekkur og ásar, með djúp- um giljum, þar sem stormarnir gátu brugðið á leik. Sören Mikelsen hafði gert við húsið, sem hann hafði fengið fyrir lítið, enda var það orð- ið mjög lasburða. Þau Alma höfðu átt heima þarna i tvö ár og unnið baki brotnu að jarðræktinni, en eina hvassa vetrarnótt vaknaði Sören við það, að honum fanst norðurgaflinn, sem svefnherbergið vissi út að, vera að láta undan. Hann fór á fætur þarna um hánótt; úti var fárviðri og með liryllingi mintist hann vetrarnæturinnar í Matawaska, þegar húsið varð und- ir skriðunni . . . Enginn furða þó að hann yrði alvarlegur. Þó mint- isl hann ekkert á þetta við konuna sína daginn eftir; en hann skoðaði múrhleðsluna í gaflinum og þakið gaumgæfilega, kannaði öll sam- skeyti en gat ekki séð nokkra rifu í múrnum. Næstu dagana hjelt ó- veðrið áfram með sama ofsanum. Hann var dauðhræddur um að húsið mundi hrynja þá og þegar .. Nú liafði hann stritað við að lappa upp á þetta hreysi, bæði í ár og mánuði, og þau Alma bæði, til þess að gera úr þvi þolanlegan samastað. En var það svo sterkt að það þyldi slorminn? Það var spurningin, sem Sören hvarf aldrei úr liuga. I" öllum þrengingunum og einstæö- ingskapnum urðu þau þó einnar gleði aðnjótandi. Þau eignuðust barn. Ofurlitla stúlku, sem var skírð Metta. Það gerði minst til þó að þau væru ekki rík, þvi að nú liöfðu þau fengið annað til að hugsa um, nefnilega barnið og uppeldi þess. Hið mikla yndi, sem þeim veittist daglega i sambandi við barnið, úl- rýmdi smátt og smátt áhyggjunum og heilabrotunum. Það kom sumar og svo nýr vetur, og nú var Metta byrjuð að ganga og babla fyrslu orðin. Og Sören fanst það öllum auði betra að eiga svona litið barn, sem vagaði um fátækleg húsakynn- in og dreifði áhyggjunum frá. En annars virtist nú þyngja fyr- ir. Það var komið að jólum, og Sören braut heilann um hvar hann ætti að fá peninga til að gera sjer og sínum dagamun um liátiðina. Svo veitti túninu ekki af að fá inergil, því að án hans gat mngurt lieiðarlendið aldrei komist í rækt og gefið uppskeru. Og ekki dvínuðú áhyggjurnar, er liann uppgötvaði það viku siðar, að sprunga var kom- in í gaflmúrinn á lnisinu, eftir einn óveðursdaginn. Nóttina eftir dreymdi liann að hann væri staddur í Matawaska: liann sá fyrir sjer bóndabýlið þar og fann ofan á sjer fallnar stoðir og snjó —og aurbing á bringunni á sér, svo að hann gat varla dregið and- ann. Hann var að kafna — og alt í einu, í fjarska — klukknahljómur barst að eyrum hans. Það voru kirkjuklukkurnar í þorpinu, sem hringdu .... langt burtu í fjarska .... í Matawaska .... Hann spratt upp úr rúminu, með ákafan hjartslátt, og hlustaði. Nú heyrði hann ekkert nema veinið í vindinum, sem gnauðaði á húsinu. JEG ætla með áætlunarbílum til Nörre Snede, sagði Alma nokkr- um dögum fyrir jól, og næ í eitt- hvað af vörum og ofurlitið jólagling- ur. Og svo borgum við þetta með eggjum eftir áramótin. Sören varð einn eftir með barn- ið, og hann notaði tímann til að hræra út kalk í bala og taka nokkra steina úr gaflinum og múra þá vand- lega aftur. Hann var ánægður með verk sitt þegar hann liafði lokið þvi. Alma kom úr kaupstaðnum með fangið fullt af bögglum og pinkl- um. Og andlitið á henni ljómaði meðan hún var að taka utan af þessu umbúðirnar. — Sjáðu livað jeg hefi keypt til að skreyta stofuna. sagði liún. Þess- ar ætla jeg að hengja í loftið, sína undir hvorn bitann. Þetta voru tvær bjöllur, dumb- grænar á lit og skreyttar með gull- bronsi; auk þess voru á þeim greni- kvistir og rauð bönd. Innan i bjöll- unum voru litlir kólfar úr leir, og þegar maður liristi bjöllurnar i hendi sjer eða gaf kólfunum sel- bita, heyrðist i þeim veikur, hrjúf- ur ómur. Sören sagði ekkert um þetta, setti ekki út á þær, en ljet Ölmu skreyta stofuna. — Veistu livað jeg ætla að gera, Sören — spurði lnin þegar hún hafði stigið upp á stólinn til þess að hengja bjöllurnar upp. — Ha? sagði liann annars hugar. En hvað Alma Ijet sjer ant um þetta glingur. — Jeg ætla að hengja þær hlið við lilið í sama bitann. Þær eru miklu fallegri svoleiðis, en hvor i sínu lagi. — Gerðu cins og þjer sýnist, svar- aði hann stutt. — Finst þjer það ekki fallegra? Mjer finst alveg eins og þjer, Alma. En ljúktu nú við þessar bjöll- ur. — Þú kærir þig ekkert um þær, sagði lhin. — En mér finst þetta fallegustu jólabjöllurnar, sem jeg hefi sjeð. Mér þykir svo vænt um þær. Þetta voru þær síðustu, sem þeir áttu. Nú á jeg ekki nema eina ósk og hún er sú, að jeg ætti aðrar tvær, sem jeg gæti hengt á hinn bitann, því að þá væri þetta sönn jólastofa. — Mjer finst tvær vera meira en nóg, sagði Sören í dimmum róm, og óskaði með sjer að konan hætti þessu bjölluhjali. Og Alma þagnaði, því að nú mintist hún atburðarins i Canada fyrir nokkrum áruin. AÐ var kyrrt og stjörnubjart, og Sören fór snemma að hátta, því að á morgun var aðfangadagur. Alma liafði lokið jólaundirbúningnum. — Hún var að þvo barninu, áður en hún færi að hátta. Um nóttina fannst lionum sjer verða svo einkennilega innanbrjósts. Hann sá æfi sina eins og í þoku, og fannst að mara þunglyndisins hvíldi á sjer, eins og þegar eitthvað er í aðsigi, sem mann grunar, en veit ekki livað er. Hann settist upp i rúminu, dró gluggatjaldið til hlið- ar og sá livernig snjóinn skóf upp að glugganum. Hann heyrði hvininn af storminum, þegar hann rykti í gaflinn og þakið. Það hlaut að hafa gert byl, liræðilegan jólabyl. Og svo heyrði hann allt í einu að barjð var á dyrnar. Einhver lilaut að standa úti fyrir og vilja komast inn. Á þessum tíma nætur og í þessu veðrí? Hann lilustaði. Höggin endurtöku sig í fjarlægð. Hann fór framúr, gekk gegnum stofuna og eldhúsið, fram að dyrunum. — Hver er þar? spurði hann áður en hann lauk upp. Hann heyrði gamla, veika rödd, að honum fannst. Sören opnaði út í snjóinn og nótt- ina, og fyrir utan stóð gamall og fátæklegur maður, nötrandi af kuþla. — Gætir þú ekki lijálpað gömlum manni? spurði hann hljóðlega. — Hvað er þetta maður? sagði Sören, — og það á þessum tíma næturl Hvaðan ber þig að? Og með hverju get jeg hjálpað þjer? — Með því að kaupa ofurlitið af mjer. — Kaupa? Hvað á jeg að kaupa? — Ofurlítið jólaskraut. Kauptu þessar tvær bjöllur-------- — Bjöllur? át Sören eftir, og það lá við að hann hnykkti við. Eru það bjöllur, sem þú vilt selja? — Þessar tvær litlu jólabjöllur -- — Nei, þökk fyrir, tók liann fram í. — Við þurfum eklti fleiri bjöllur. — Þetta eru þær síðustu, sem jeg á — hjelt gamli maðurinn áfram, og liendur lians titruðu. Sören ætlaði að lolca dyrunum og segja gamla manninum að fara á burt; en allt i einu datt honum i hug, að Alma liafði óskað sjer, að hún ætti tveimur bjöllum fleira, sem hún gæti liengt neðan í liinn bitann. Hann vorkenndi gamla mann- inum og keypti báðar bjöllurnar. — Þökk, þakkir, stamaði gamli maðurinn og hneigði sig með erfið- ismunum til hans, framá stafinn sinn. — En það er. .. . Rödd hans heyrðist ekki fyrir storminum, sem hvein í gættinni. Gamli maðurinn laut að honum og sagði: Gætir þú ekki hjálpað gömlum manni? spuröi hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.