Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 16

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 16
12 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 Anna Z. Osterman. I. Við skulum bregða okkur í Inig- anum sex hundruð árum aftur í timann, til Parisarborgar rjett fyrir miðju 14. aldar. f „latneska liverf- inu“ stendur hús heldur lágt og óásjálegt. En þetta liús er þó heirna- vist visindanna, ein af mörgum þar í borginni. I einum sal hússins eru saman komnir ungir menn frá ýms- um löndum, ekki síst Norðurlönd- urn, til þess að hlusta á einn hinna frægu meistara Parísarborgar lesa fyrir úr ritum einhvers vitrings forn- aldar. Að öllum líkindum eru það orð Aristoteles, sem einu sinni enn hljóma frá vörum liins seinborna meistara. Því að Aristoteles er enn hið stóra nafn heimspekinnar, og orð hans eru álitin gulls i ígildi, það getur enginn leyft sjer að draga ó- takmarkað vísindalegt gildi þeirra i efa. Slíkt mundi verða litið á sem hreinasta guðlast. Enda þótt þetta sje í Erakklandi, er kenslumálið latína, bæði lijá þessum meistara og öllum öðrum þeim, er kenna mörgum hundruð- um stúdenta víðsvegar um borg vísindanna á ströndum Signufljóts. Stúdentarnir þurfa því að vera vel að sjer í tungu hinna gömlu Róm- verja, til þess að þeir geti sem vandlegast sett á sig orð meistarans og skrifað þau hjá sjer. Þetta er ill nauðsyn en óhjákvæmileg, þar sem bækur eru afar sjaldgæfar, allar handritaðar, og fæstir stúdentar, ef þá nokkur, eiga kost á að öðlast bók, þó ekki væri nema ein ein- asta, ef hún væri á annað borð til sölu, því að hún mundi vera jafn- dýr og sæmilega stór jörð heima fyrir. Nemendur og áheyrendur meist- arans verða að gera sjer að góðu að sitja á sjálfu gólfinu með liálm- visk undir sjer, hlýjunnar vegna. Við og við verða stúdentarnir að taka þátt í umræðum um eitthvart hávísindalegt efni og læra að verja málstað sinn gegn andstæðum skoð- unum. Þetta eru hinar frægu kapp- ræður, er þekkjast undir heitinu „disputationes academiæ". Þegar að því kemur að stúdentinn á að ganga undir próf, verður hann að láta yfirheyra sig í visindum sín- um í viðurvist allra meistara Par- ísarborgar. Þó að meistarar kenni hver fyrir sig í ieigðu húsnæði, er þó ákveðið skipulag með þeim. Þeim er skift í fjóra flokka, eftir þvi hvers kyns vísindi þeir kenna, sem sje guðfræði. lögfræði, læknis- fræði eða heimspeki.. En þessir Anna Z. Osterman: Eilíf er æskan. fjórir flokkar mynda þó einskonar samfélag, en það er þetta samfjelag meistaranna allra, sem kallað er „universitas magistrorum". Að öðru leyti eru meistarar óháðir hverjir öðrum og hafa ekki einu sinni sam- eiginlegt hús undir kenslu sina. En stúdentarnir búa liins vegar saman í vel skipulögðum fjelagsheimilum og þó gjarnan hvert þjóðerni fyrir sig. Þannig hafa Svíar i París átt sitt eigið stúdentalieimili, eða „coll- egium uppsaliense“, eins og það er látið heita, allt frá 1285, þó að síðan hafi öðrum tveimur verið komið upþ, eitt „collegium lincopense“ og eitt „collegium skarense“. Þeir eru sem sje fjölda margir stúdentarnir, sem leita til Parísar frá Svíþjóð fram að árinn 1350. En þá gerast þau hörmulegu tiðindi, að voveif- leg og óhugnanleg drepsótt læðist um láð og lönd og lamar alt menn- iugarlíf Svíþjoðar um langt skeið. Árið 1350 er í sögu Svía fremur en nokkurt ár fyrr eða síðar minnis- stætt sem ár svarta dauðans. II. Það er rúmlega hundrað árum seinna. Andleg menning er fvrir löngu farin að lifna aftur í Svíþjóð. En sænskir námsmenn þurfa nú ekki lengur að leita alla leið til Parísar, þar sem nýir háskólar hafa tekið til starfa í minni fjarlægð frá ættjörð þeirra, sem sje í Þýskalandi. Sækja því sænskir stúdentar 15. aldar helst háskóla í Leipzig og Rostock, og þó fremur hinn síðari, sem er að kalla mætti við næstu bæjardyr. En síðarmeir, á siðskífta- öldinni, kemur aðallega til greina Wittenberg, háborg siðbótarmanna. Þó að leið stúdenta til háborga sinna hafi þannig styst að mjög verulegu leyti, er þó ekki ákjósan- legt fyrir fátæka námspilta að þurfa að sækja þekldngu sína til annara landa. Leiðin að heiman er samt sem áður bæði löng og ströng og tímarnir ískyggilegir, það er sann- kölluð vargöld víða um lönd. Þó að stúdentum sjeu sendir peningar eða vörur, sem þeir geta selt og út- vegað sjer þannig fje til lífsviður- væris, þá er alls endis óvíst, hvort þessir styrkir lenda nokkurntima í liendur þeirra, sem þeir eru ætlaðir. Það getur 'svo margt komið l'yrir á leiðinni. Á Eystrasalti er oft storma- samt og skipin ef til vill of' veik- byggð, til þess að þau íái staðið af sjer ofviðrin einkum á vetrum. Auk þess sitja sjóræningjar um skip- in, til þess að ræna þau öllu verð- mætu, sem þau flytja, fje og varn- ingi, og drepa áhafnir þeirra, þann- ig að enginn sje til frásagnar um afdrif skipa eða manna. Og þó að s.kipin kunni að koma klaklaust lil hafna, j)á er leiðin suður um Þýskaland löng og áhættusöm, hvort sem sje til Leipzig eða til Witten- berg, því að ránsriddarar og-alls- konar óþokkalýður leika þar laus- um hala og ógna öryggi vegfarenda. Margur stúdentinn norðan úr Svi- þjóð verður þannig að sjá af þeim nauðsynjum, er honum hafa verið sendar að heiman, og það getur dregist, áður en eitthvað getur bæst í skarðið fyrir það sem livarf. Hann verður sennilega að láta sér nægja að ganga um tötralega klæddur og herða rammlega á ólinni, þegar hungrið sverfur að, og svo illa getur jafnvel farið, að liann lendi á ver- gang í ókunnu landi, til þess að verða ekki hungurmorða, enda þótt fólkið hans heima fyrir liafi altaf nóg að bita og brenna og lilýjan fatnað sjer til skjóls gegn vetrar- kuldanum. Ef lil vill batna þó kjör hans innan skamms, og mun svo reyndar fara fyrir flestum, en þann- ig getur -og farið, að hjálpin að heiman komi um seinan. III. Framsýnir menn hafa sjeð, að við svo búið megi ekki lengur standa. Það er heldur ekki einvörð- ungu fjárhagsleg vandamál stúdenta sjálfra, sem krefjast úrlausnar. Það þarf einnig að reyna" að stemma stigu fyrir utanaðkomandi pólitísk- um áhrifum, sem eru þess kyns, að þau geta stofnað sjálfstæði Sví- þjóðar í hættu. Verður þetta til þess, að sænskur háskóli er loksins stofn- settur. Þann 7. október 1477 tek- ur svo til starfa liinn nýi háskóli, „Universitas Rec/ia Upsaliensis“. En gleðin varir ekki lengi. Háskól- ann vantar hinn nauðsynlega fjár- hagslega grundvöll til viðhalds starf- semi sinnar, en ríkið kannast ekki við siðferðislega ábyrgð gagnvarl fremstu menningarstofnun sinni. Og siðabótarmennirnir, sem nú koma til sögunhar, með konung landsins í fylkingarbrjósti, eru henni bein- línis andvígir, þar sem þeir líta á hana sem háborg þeirrar sömu páp- isku, er þeir reyna nú með oddi og eggi ag leggja að vclli. Því verða nú sænskir námsmenn að halda á- frain að sækja þýska háskóla, en á þessu tímabili aðallega háskólann í Wittenberg, eins og fyrr segir. Það er því ekki fyrr en kemur fram á seytjándu öld, í stjórnartíð Gustav Adolfs konungs og fy.rir rausn konungsins persónulega, sem háskól- inn fær loks þann fjárhagslega grundvöll og þann siðferðilega stuðning af liálfu ríkisins, að hann verður raunverulega fær um að gegná skyldum sínum sem miðdep- ill andlegrar menningar sænsku þjóðarinnar. Með því fara einnig stúdentar að fylkjast þangað til að hlusta á innfædda kennara, þó að tungumál kenslunnar sje eftir sem áður latína; þó er það einmitt á þessarri sömu öld, sem háskóla- kennari einn í Uppsölum þorir að brjóta aldagamla venju og fremja það guðlast að kenna stúdentum sinúm á móðurmálinu. Eins og þetta væri ekki nóg, leyfir liann sjer jafn- vel að skopast að þröngsýni og hót- fyndni lærðra samtíðarmanna sinna. Að eldingu af himni skyldi ekki Ijósta niður og fella guðlastara þenn- an til jarðar, stafar máske af þvi, að líann er sjálfur hinn óviðjafn- anlegi Olaus Rudbeck, stúdent stúd- entanha, prófessor í læknisfræði, rektor háskólans og stjórnandi um margra ára skeið, maðurinn, sem virðist ekki þekkja hugtakið „ó- mögulegt", hvað svo sem hann tók sjer fyrir að gera, nema vera skyldi það að hann getur ekki fengið þvi framgengt að byggja eilt glæsilegásta háskólahús samtíðarinnar, gersam- lega auralaus. En hann er þó á góðri leið með að heppnast einnig með þetta fyrirtæki sitt, eins og með svo mörg önnur, sem liann hefur tekið upp á, borginni. og há- skólanum til ómetanlegs gagns. Stúdentar Háskólans i Uppsölum á seytjándu og jafnvel átjándu öld hafa verið furðu misjafnir bæði að aldri og þroska. Margir þeirra hafa komið til háskólans úr efri deild lærða skólans, og sumir hverjir eru þegar orðnir skeggjaðir karlar. Slik- ir stúdentar hafa oftast verið úr bændastjett eða komnir af fátækum borgaralegum fjölskyldum. Þetta eru piltar, sem hafa reynt silt af livoru, ekki síst á þeim húsgangsferðalög- um, svokölluðum „sóknagangi" (socknegáng), er þeir flestir hafa tekist á hendur tvisvar á ári sam- kvæmt lagalegum forrjettindum fá- tækra námpilta, til þess að útvega sjer námsfje, matvæli og aðrar nauð- synjar sjer til viðurværis i skóla- borginni. En þó áð skólaaginn hafi verið herfilega strangur og jafnvel

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.