Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 39

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 39
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 35 PJETUR Á. JÓNSSON SEXTUGUR PjrAtir .1. Jnnsson sem Tannhaiiser. Pedro i óp. „Dalurinn" „Hvcr skykii trua að hann væri ekki meira'?“ segja þeir, sem minnast úr bernsku siniji frjettanna, sem við og við voru að berast sunnan úr Þýskalandi af Pjetri Á. Jónssyni óperusöngvara, eða heyrðu í gamla daga til lians, þegar bann var að halda hljómleika í Bárunni, sem þá var „sönghöir* bæjarins. „Hver skyldi trúa, að hann væri orðinn svona gamall?“ segja aðrir, sem sjá hann á götunni, Ijettan í spori, snarlegan í hreyfingum og glað-sn og reifan, þó að hann beri nú sex áratugi á herðuní sjer, þvi að fædd- ur er hann 21. desember 1884. — Pjetur er gamall íþróttamaður og mikill þrekmaður og jiessvegna er það, að Elli kerling hefir eigi þorað að bekkjast til við hann enn- þá, og gerir það víst ekki fyrst um sinn. Þessvegna er hann enn tein- rjetlur og lundglaður, en ekki vegna þess að hann liafi „sparað sig“ tim æfina, sem kallað er. Pjetur A. Jónsson varð fyrstur heimaalinna íslendinga til ])ess að framast svo í söngmennt, að honum opnaðist leið inn á óperuleiksvið stórþjóðar. Hann ruddi þá braut, sem ýmsir hafa farið síðan, og enn standa afrek lians í sönglistinni sem órudd met, þó að margir hafi vei gert, þeirra sem á eftir komu. En aðstæður Pjeturs voru ólíkar þeim, sem flestir aðrir islenskir söngvarar hafa haft af að segja. - — Þegar hann rjeðst út á listamanna- brautina var tónlistarlifið i Reykja- vík með öðrum hætti en nú — eða rjettara sagt: það var ekkert líf. Og þá var það býsna almenn skoð- un, að betra væri að ganga út og hengja sig en að ætla sjer að gera tónlist að lífsstarfi. Síðan þessi skoðun var ríkjandi í sjálfri Reykja- vík, eru ekki liðin nema rúm 30 ár. — — — Pjetur Árni Jónsson út- skrifaðist úr Latínuskólanum árið 1900. Jeg kynntist honum lítilshátt- ar fyrsla árið, sem jeg var þar, en þá sat hann í 6. bekk. Það var fá- mennt í þeim bekk þá, því að flestir lásu utanskóla. í bekknum sátu að- eins þrjú stúdentsefni, og voru kall- aðir postularnir, þvi að þeir hjetu Pjctur og Páll óg Jóhannes. Páll er nú prestur í Bolungarvík, Jóhann- es Askevold Jóhannesson er læknir suður í Jugoslavíu, en Pjetur heldur upp á sextugsafmæli sitt í Reykja- vík. Pjetur vakti snemma athygli í skóla sem söngmaður, þó að fáir munu liafa spáð honum frægðar í þeirri grein, nema kanske þeir, sem voru honum nákunnastir. Honum hafði þegar í byrjun skólaverunnar veist sá frami að vera látinn syngja með efri bekkingunum, en meðal þeirra voru þá ágætir söngmenn, svo sem Magnús Sigurðsson, núv. bankastjóri, Skúli Bogason og Ólaf- ur heitinn Björnsson, síðar ritstjóri. Og meðal afbragðs söngmanna á Pjeturs reki var Pjetur Halldórsson, síðar borgarstjóri. Marga fleiri mætti nefna, en víst mun um það, að sjald- an munu hafa verið jafnmargir góðir söngmenn i Latinuskólanum en um þesar nmndir. Pjetur Árni sigldi til Hafnar 1906 og lagði stund á tannlækningar, en tók tínia I söng jafnframt. Hann gerðist og meðlimur söngfjelaga, svo sein í Rcgenskórinu og síðar í hinu fræga Mardrigalkóri, og Cæcilia foreningen, sent hirð-hljóms'veitar- stjórinn próf. Rung stjórnaði þá. Það ,var i þessum söngfjelögum sem Danir fóru að veita Pjetri athygli og hann sjálfur að sannfærast um köllun sína. Tvennt cr íslendingum sjerstaklega minnisstælt frá Hafnar- árum Pjeturs: annað það. að hann var einsöngvari á hijómleikum Sv. Sveinbjarnarsonr i Höfn við ágætan orðstír, og hitt, að hann fór i söng- för Danska Stúdentasöngfjelagsins til Bandarikjanna, sem einsöngvari á- samt Helge Nissen kammersöngv- ara. Er það til marks um hve mikið álit menn höfðu á Pjetri, að hann íslendingurinn, skyldi valinn lil þeirrar farar, en gengið framhjá öllum dönsku tenorunum. Pjetur kom oft heim að sumarlagi þessi árin og hjelt hljómleika við hinn ágætasta orðstír. Voru þessir hljómleikar aðaltónlistarviðburðir ársins hjá Reykvikingum þeirra daga eins og gamla kvnslóðin man. Þá þótti það fáheyrt, að söngvari skyldi fylla mörg liús í röð, þó að eigi væru þa'u stærri en Góðtemþlarahúsið eða Báran. Tvennt er mjer minnisstætt um Pjetur frá þessum árum. Annað það, að nokkrum dögum eftir að jeg kom til Hafnar í fyrsta sinn, haustið 1910, fór jeg ásamt mörgum nýkomn- um íslendingum út á „Sommerlyst" Vasco da Ganw. I Erederiksberg Allé. Við landarnir fjölmenntum þangað, því að þar söng um þær mundir Pjetur Jónsson og Ida Möller kammersangerinde. Þau sungu dúetta úr ýmsum óperum með undirleik 18 manna hljómsveit- ar. Slikan söng höfðum við aldrei heyrt. Magnús lieitinn Magnús, lækn- ir var elstur okkar landanna og hafði forustu okkar. Einhver spurði i liljóði Magnús hvort hann mætti hrópa „bravó!“ En það urðu aðrir til þess en við, og þau syngjendúrnir urðu að endurtaka flest lögin og syngja aukalög hvað eftir annað. Loks komn þau ekki, hvernig sem klappað var, en allt i einu kváðu við raddirnar úr „gittei'logen" og þar með lauk þeirri ógleymanlegu skemmtun. Hin endurminningin er frá heim- ferð með „Ceres“ einu sinni i júní. Hún fór til Reykjavíkur norður um land i þá daga, þessar júníferðir, og kom við á Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði. Meðal farþega voru Pjet- ur og Jón lieitinn Norðmann. Þeir hjeldu hljómleika í öllum þessum stöðum, meðan skipið stóð við, livort sem það var að nóttu eða degi. Alls- staðar var fullt liús. Hljómleikarnir á Seyðisfirði voru um miðjan dag klukkan tvö. minnir mig. Fólk'ð fyllti húsið samt. Listamennirnir voru boðnir heim til Jóhannesar bæjarfógeta á eftir, og fylgdi hann þeim um borð. Og þcgar skipið lagði frá landi var skotið af litilli fall- byssu á bryggjunni. Ekki veit jeg hvort ,salúterað“ hefir verið fyrir Pjetri oftar á æfi hans, en þetta at- vik er mjer minnisstætt. Frá Akur- eyri er rnjer minnisstæðast hve ákaft Matthias Jochumsson klappaðí fyrir Pjetri á hljómleikönum þar, og hvernig hann faðmaði hann á eftir. Golt ef liann kyssti hann ekki lika. Nú vikur sögunni aflur austur um haf. Árið 1910 fjekk Pjetur inngöngu á Óperuskóla kgl. lcikhússins í Höi'n — var einn tekinn af 40 umsækj- endum og fyrsti íslendingurinn, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.