Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 25

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 25
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 21 í§land§ >11 di Heiðbláv himingeimur, hrein og skjólsæl fjöll, hárra fossa hreimur, uoldug vatnaföll. Hlíð og hömrum undir arænar dalagrundir, ojörk við bjarta flúð. Hraun og víðiheiðar, hvannalinda skrúð. Ljósgrænn liggur mosinn, við lækjarbunu úð. í fjarska jökulbungur breiðar, — bær við enda leiðar þar sem öllum að er hlúð. Svo er lslands yndi. Þar leikur flest í Igndi. Ef við heimsins ógn og stríð augum fyrir syrtir aftur birtir er þér fagnar íslensk birkihlíð, merluð blómum bláum, rík af anganreyr, Ijós af lækjum smáum, hlý af klettum háum, þar sem fuglar syngja tveir og tveir. Enga snáka óttast þarf undir viðarrótum, engin váleg villidýr á verði í djúpum gjótum. Þú getur sofnað sætt und bjarkarrótum. Víðlend mýri, vötnin blá víða í óbyggð skiftast á. Dimmgrænt fergin, stararstrá stillt sig spegla í votri gljá, svigna hægt i sumarblæ er svífur yfir storð, hvísla að vegi og vegfaranda vinarorð. t lyngmó, þar sem berin blá bjóða svölun Ijúfa er gott að á, því gestaborð er grænmjúk lyngsins þúfa berin svört og blá á sjerhver þúfa. Ilminn leggur yfir storð af ótal smáum blómum, humlar glóa, — um holt og móa hljómar fuglakvak. Yfir öllu landi hvelfist loftsins bláa þak. Svo er Islands yndi allra meina bót. Fold og himinn, haf og sól þín hugarbót. Hulda.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.