Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 45

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 45
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 V VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritsljóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 Blaðið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðis fyrirfram HERBERTSpren/. SKRADDARAÞANKAR í fimm ár samfleytt hafa jól geng- ið í garð þannig, að í flestum löndum álfunnar hafa þórdunur vigsprengna og fallbyssna yfirgnæft órn klukkn- anna, sem hringdu hátíðina i garð. Og enn mun svo verða i þetta sinni. Kainseðlið fær enn að leika laus- um hala. Þó að við höfum lítið haft af hörmungum ófriðarins að segja og sprengjugnýrinn hafi ekki öskrað i eyrunr okkar, jjá jjykjumst við gera okkur hugmynd um, hvað stríð sje. Við lesum tiðindin og við skoð- um af þeim kvikmyndir. En skyggn- umst við að fullu inn í liug þess fólks sem hörmungarnar dynja á, og geruin við okkur grein fyrir þvi ofurmagni þjáningarinnar, sem yfir það dynur? Gerum við okkur grein fyrir hvernig konu og barni líður í hernumdu landi, þegar flugumenn eða opinberir erindrekar óvinarius koma á heimilið, draga húsbóndann út á götu og skjóta liann? Getum við sett okkur í spor fólksins. sem er rekið út í kaldari og dimmari vet- ur en okkar, út á óbyggð öræfi, klæðalítið og vistalaust, og sjer hi- býli sín standa í björtu báli, er það kveður. Konur, gamalmenni og ung- börn. Þetta eru viðburðir, sem við heyr- um getið dags daglega. Við heyrum þeirra svo oft getið, að þeir hætta smátt og smátt að liafa áhrif. Sömu tíðindin gerast stundum svo þrá- faldlega, að þau hætta að verða liðindi. íslendingar hafa orðið fyrir miklu manntjóni á ófriðarárunum, og fjöldi einstaklinga fyrir sárum sorgum. En þó verða aðrir að bera miklu ljyngri raunir. Við höfum baðað í rósum og lifað sælir. Við ausuin peningum í óþárfann, en aðrir svelta. Við fáum okkur alltaf eitthvað til að fjargviðrast út af. Þeim sem við neyðina búa mundi jjykja skritið að litast um hjer á landi og athuga kvartanirnar, Mundu þeir trúa, að þjóðin væri með öllum mjalla? Og fólkið sem kvartar, mundi hafa gott af að skyggnast um í ríki neyðarinnar. Mundi liað trúa að svo mikil neyð væri til? Á jólunum vill fólk hjálpa bróður í neyð. Það er tækifæri til þess núna. Látið glingrið sitja á hakanum og kaupið gjafakort í staðinn. Boka§ýning:iii Fimmtán bókaúlgefendur i Reykja- vík og Akureyri hafa undanfarið haldið bókasýningu i Thomsens- húsi við Hafnarstræti og sýnt jjar bækur, aðallega frá þessu ári. Er jjar um auðugan garð að gresja, því að sum útgáfufyrirtækin liafa komið úl um 50 bókum á árinu, nfl. ísa- foldarprentsmiðja h. f., sem nú hefir gefið út bækur cftir samtals 200 íslenska höfunda. En það er fleira en bækur, sem þarna er sýnt. Þar kynnist maður til dæmis prentvjel af þeirri gerð, sem notaðar voru áður en hrað- pressurnar komu til sögunnar, og hefði verið gaman að sjá þá pressu ,,i gangi“ einhvern tíma dagsins. og mundi eflaust hafa dregið marga að. Þar er hagfræðilegt yfirlit yfir bókagerð síðari ára, og má margt af því læra, m. a. það, að íslendingar liafa stórum aukið bókagerð á ófrið- arárunum, og mun jjað vera eins- dæmi i veröldinni. Þarna er einnig fjöldi íslands- uppdrátta úr binu merka safni Þ. Scheving Thorsteinsson lyfsala. Eru þetta stórfróðlegir uppdrættir og lýsa vel þeiin hugmyndum, sem menn bafa gert sjer um lögun landsins fyrr á öldum. En galli er það, að ekki fylgja neinar skýringar upp- dráttunum. Það er eigi einusinni hægt að sjá á sumum þeirra, hve gamlir þeir eru, eða hver hefir gcrt þá. Bókavikur hefir Bóksalafjelagið haldið stundum áður, en sýning sem þessi er algert nýmæli. Hún er góð, það sem hún nær, og var komið á fót með litlum fyrirvara. Væntantega verður hún til þess, að síðar verði efnt til fullkominnar yfirlitssýningar á bókagerð á íslandi frá upphafi Slík sýning myndi að likindum verða vel þegin af jafn miklum bóka- mönnum og íslendingar eru. Nýjar bækur. í bókaflóðinu mikla núna undan- farna daga hefir ýmsar mætar og merkar bækur rekið á fjörur Fálkans en eigi verður hægt að geta þeirra fyrr en eftir nýár. Sama er að segja um ýmsar aðrar bækur sem komrar voru út áður, svo sem endurminning-- ar Sigurðar Briem, Byggð og saga eftir Ólaf Lárusson, sögur Guðm. G. Hagalín, sögur Hugrúnar, unglinga- bók Frimanns Jónassonar, svo að ís- lenskar bækur séu nefndar. Að vanda hafa komið út jjýddar bækur, í íburðarmiklum útgáfum, og hefir sumra þeirra, verið getið hjer. Nýkomnar eru m. a. Æfisaga Byrons eftir André Maurois og eftirtektar- verð skáldsaga eftir sænsku skáldkon una Margit Söderholm, sem heitir „Glitra daggir, grær fold“. Saga þessi hlaut útgefendaverðlaun Svi- þjóðar á síðasta ári og liafði þess- vegna sölumet í Sviþjóð. Bókin lýsir heitum ástriðum og næmum tilfinn- ingum og höfundur segir sögnua á þann hátt að hún hrifur nútímales- anda. Konráð Vilhjálmsson hefir þýtt bókina, en leikni hans sem þýðanda er áður kunn af norsku sögunni „Dagur í Bjarnardal.“ sem úl kom i fyrra. Þá er komið út fyrsta bindið af „Stórviði“ norska skáldsins Sven Moren, bændasaga i þjóðlegum stíl. Sven Moren var vinsælt skáld meðal landsmálamanna í Nóregi, þó að aldrei kæmist hann á bekk með Naumdælaskáldinu Olav Dunn. — Þýðingin á ,.Störviði“ er eftir Hetga Valtýsson. t næstu blöðum verður ítarlegar sagt frá þessum bókum og ýmsum fleiri. Veyna anna i prentsmiðiunni uy kiés þess, sem varð vo'j.na verkfalls- ins í haust, er jólablað Fálkans minna að þessn sinni, en verið hefir nndanfarin ár. Hefir því ýmislegt orðið að silja á hakamim af efni þvi, som ætlað hafði verið að koma i jólablaðinu. Sumt uf þessu efni kcnuir í næstu blöðum, svo sem fróðleg grein um vatnsbólin i Iieyk- javík, bggð á viðtali við Sigurð Halldórssoir trjosmiðameist. Mgndir eftir Kr. Pjetursson o. fl. Frú Ólafía Jónsdóttir, Holtsgötn 10 (Sœihundarhlíð), verður 110 ára 23. þ. m. STAL HRAÐLESTINNL Fyrir nokkrum árum varð Mexi- kani einn til þess að fremja eitt hið skrítnasta járnbraul.v.lestarrán, seir sagan kann frá að segja. Maðurinn hjet Lisandro og átti heima i Temuco en bafði aftalað stefnumót við yngis- meyna Dolores Pacheho, er átti heima i Vera Cruz. En nú vantaði Lisandro aura til að kömast á fund ástmeyjar sinnar. Hann gekk þvi á járnbrautarstöðina og beið þar þang- að til hraðlestin lcoin. Sá hann að lestarstjórinn og kyndarinn fóru báðir út úr lestinni og inn á stöð- ina og var þá ekki seinn á sjer að vinda sjer upp i eimreiðina og aka af stað. Onnur eimreið var send lil að elta liann og náði honrim nokkra kílómetra frá Vera Cruz. Hann var handtekinn, en er það vitnaðist hvernig á stóð var tekið mjúkt á Jjess um heittelskandi unga manni og slapp hann með viku fangelsi ekki þó fyrir að hafa stofnað far- þegunum í voða heldur fyrir að hal'u svikið járnbrautarfjelagið um 17 centavos!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.