Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 15

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 15
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 H Mynd þessi var tekin, er Sigurgeir Sigurðsson biskup var geröur oð heiðursdoktor við Ríkisháskólann í Norður Dakota. — Frá vinstri til hægri: Albert F. Árnason, fræðslumálastjóri æðri skóla, próf. Richard Beck, Sigurgeir Sigurðsson biskup og dr. John C. West, forseti ríkisháskólans. stakri ríkisþingssamþykt ánö 1891, er mælti svo fvrir, að fræðsla skyldi veitt við Ríkis- háskók.nn í Grand Forks i nor- rænum fræðum, og liófst kensla í þeim þar þá um liaustið. Fyrsti kennarinn var norskur prest- ur, G. T. Rygh, er gegndi því emhætti i fjögur ár og fjell kenslan þá niður um nokkur ár. Hpfst hún að nýjti liaustið 1898 og var kennarinn prófessor E. .1. Rollefson, er kendi jöfnum höndum Norðurlandamál og efnafræði næstu þrjú árin. Þá varð John Thingelstad, sem einnig var prestvígður mað- ur, prófessor í þýsku og Norð- urlandamálum, og kendi hann þau fræði næstu tíu árin, eoa til 1911, en þá gerðist hann ein- göngu kennari í Norðurianda- málum og bókmenntum og skip- aði það emhætti þangað til hann Ijet af starfi 1928. Hann hafði mætur á íslenskum fræðum og kendi um skeið norrænu; þótti liann ágætur kennari og var einkum kunnur fyrir túllcun sína á ritum Henriks Ibseu, norska leikritaskáldsins fræga. Árið 1928—’29 önnuðust tveir ungir háskólamenn norskrar ættar kensluna í Norðurlanda- málum, en þá um haustið tók dr. Richard Beck við kenslunm í þeim fræðum og forstjórn deildarinnar og hefir skipað það emhætti siðan. Jafnframt kenslunni hefir hann eínnig flutt fyrirlestra um Norðurlönd, hókmentir þeirra og menningu, utan háskólans, og ritað um sömu efni á ensku, íslensku og norsku. Sökum þess hve margir af nemendum Ríkisháskólans i Norður Dakota eru af norskum ættum, er mest áherzla lögð á kenslu í norskri tungu og norsk- um bókinentum í Norðurlanda- máladeildinni, en bókmentir annara Norðurlandaþjóða verða þó ekki útundan. Ríkisháskol- inn er ennfremur einn af þrem iiáskólum í Bandarikjunum (hinir'eru Gornellháskóli og rík- isháskólinn í Nebraska), sem árum saman liefir veitt fræðslu í íslensku nútíðarmáli. Forn- málið (norrænan) er einnig kent þar, og hafa nokkrir fram- haldSnemendur stundað þá grein, meðal annara núverandi forseti enskudeildar liáskólans. Þá er það og orðinn eigi lítill liópur af íslensku fólki, sem lagt hefir þar að einhverju leyti stund á nám í íslensku og nor- rænum fræðum. En Ríkisháskólinn er þannig í sveit settur, að hann er til- tölulega skamt frá meginhygð- inni í Pemhinahjeraði í Norður Dakota. Hefir fólk af íslensk- um ættum þaðan úr bygðinni og ánnarsstaðar úr ríkinu því sótt þangað til náms frá því á allra fyrstu tíð hans. T. d. voru tvær íslenskar stúlkur í fyrsta námsfólkshópnum, sem innrit- aðist þar haustið 1884. Siðan hafa ávalt einhverjir íslenskir nemendur verið þar við nám, og fyrr á árum voru þeir um tíma svo fjölmennir, að þeir höfðu með sjer sjerstakt stúd- entafjelag. Alls munu milli 200 og 300 íslendingar liafa stund- að nám á Ríkisliáskólanum, og liafa þeir yfirleit getið sjer á- gætt orð og með þeim liætti varpað Ijóma á ættstofn sinn og ættland. Má og geta þess í því sam- bandi, að Ríkisliáskólinn á yf- ir að ráða all-stóru íslensku bókasafni, og áttu íslenskir stúdentar þar laust eftir alda- mótin frumkvæðið að stofnun þess; söfnuðu þeir fje til þess meðal landa sinna og varð vel ágengt. Þvi miður hefir eigi verið unt að auka nema litlu við safnið á síðari árum. í liópi þeirra íslendinga, sem nám liafa stundað á Ríkishá- skólanum í Norður Dakota, eru margir þeirra landa vorra, sem kunnastir hafa orðið vestan hafs, svo sem þeir dr. Vilhjálm- ur Stefánsson, landkönnuður og rithöfundur, prófessor Svein- hjörn Johnson, fyrrum hæsta- rjettardómari og dómsmálaráð- herra í Norður Dakota, GuÓ- niundur Grímsson hjeraðsdóm- ari, Hjálmar A. Bergman, dóm- ari í hæstarjetti í Manitoba- fylki og Barði Skúlason lög- fræðingur, vararæðismaður ís- lands í Portland í Oregonríki. Þá má geta þeirra lögfræðing- anna Ásmundar og Oscars Ben- son, J. M. Snowfield og iF. S. Snowfield, Nels og Einars John- son, sem allir liafa skipað, og skipa sumir enn, ríkislögsókn- arastöður í hjeraði sínu. í liópi hinna yngri manna af íslensk- um ættum, er útskrifast liafa af Ríkisliáskólanum eru einnig þeir Albert F. Árnason, fræðslu- málastjóri æðri skóla í Norður Dakota og Thorleifsson prófess- or, er fyr var getið. Þá má geta þess, að Ríkishá- skólinn hefir sæmt þrjá íslend- inga, sem þar liafa stundað nám, heiðursdoktors-nafnh-’H, þá dr. Vilhjálm Stefánsson, prófessor Sveinhjörn Johnson og Guðmund Grímsson dómara. Er það hæsti heiður, sem há- skólinn á yfir að ráða. Skylt er einnig og ánægjulegl að geta þess, að Háskólinn gerði herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup Islands, að heiðursdokt- or, er hann heimsótti Háskól- ann á ferð sinni vestan liafs í fyrra vetur; flutti hiskup fagra ræðu, er athygli vakti, við það tækifæri. En áður liafði aðeins tveim Norðurálfumönnum ver- ið sýndur samskonar sómi af liálfu Iláskólans, þeim Ólafi ríkiserfingja Norðmanna og' C. .1. Hamhro stórþingsforsetá þeirra. Kom hjer fram, sem oft áður, góðhugur Iláskólans í garð Is- lands og íslendinga, enda munu hin menningarlegu verðbrjef þjóðar vorrar standa þar lengi í göðu gildi. En golt er henni að eiga sem víðasl úti um lönd vinum að mæta. Ef þjer viljið láta Rinso yð- ar verða sem drýgst skuluð þjer nota þessa aðferð. Með henni endist hverpakki þriðj- ungi lcngur. MINNA VATN ER GALDURINN. Notið helming þess vatns, sciu Jijer voruð vön, og að- eins tvo þriðju af Hinsó, móli því sem þjer voruð vön. Lát- ið hvíta þvottinn fyrst liggja i Rinsobleytinu i 12 minutur, og siðan mislita þvottinn í sama hleyti. Pvoið þvottinri siðan og skolið liann. Þessi aðferð fer svo vel með þvottinn að hann endist leng- ur. RINSO Lagaskólabyggingin Fimleikahúsið X-R 209-786

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.