Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 34

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 34
30 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 Gnðlang: Kenedikt§il»tíir: ÖLL Jeg hlustaði áðan eftir andvaFp- inu, seni harst að eyrum mjer. En jjað koní ekki aftur, svo að jeg varð annars hugar og gleymdi því. í annað sinn vakti það mig frá hugsunum mínum. Jeg leit i kring um mig. Hvaða hljóð var þetta? Hvaðan kom það? Þá heyrði jeg talað: „Hvað mundu mennirnir segja, ef þeir vissw, að þú hefðir hlaupið eftir þessu smá- hljóði, sem þú getur hvergi heim- fært?“ „Já, mennirnir,“ sagði jeg upp- hátt. „Hvernig á jeg að leggja huga minn niður við það, hvað þeir mundu segja. Þeir eru góðir þegar þeir gæta sín, en mjer virðist þeir margir hverjir vera sjálfum sjer eins og lokuð bók, og þá verða þeir svo gjarnan, að fá að segja það, sem þeir vilja. Jeg vil yfirleitt meta all- ar manneskjur mikils, en þó mest þær sem starfa, því þær skilja til- ganginn. Skilja að líf vort hjer getur ekki gengið án vinnunnar. Enn heyrði jeg glögglega sárs- aukastunu, og livíslað var að mjer. „Það er andhlærinn, sem þú heyr- ir, liinn svæfandi, vaggandi blær, sem fær allan gróður engisins til að bærast í einu.“ Jeg stóð upp og leit út um glugg- ann. Enginn vindblær bærði liið minsta blað, svo hljóðið var ekki frá hinum vængjahraða vindi, er hann sendir sinn Ijúfasta andar- drátt yfir engið. Það var löng þögn. Jeg hjelt. niðri í mjer andanum og hlustaði. — Engin stuna. — Engiu rödd. En alt í einu Iieyrði jeg þyt. Það var eins og fugl sveiflaði sjer í herberginu við hliðina á mjer, þar sem jeg stóð ennþá út við gluggann. Og hvað var þetta? Þarna var dá- lítið stúlkubarn, með svarl andlit, — já, meira en það, hún var öll svört. „Negrabarn,“ tautaði jeg. Þá liló litla stúlkan, svo skein i strjálar tennurnar. Hún sló í kring- um sig með stóru. grænu laufblaði og hló og hló. Ennþá barst stunán að eyrum mínum. Jeg sneri mjer að litlu, svörtu stúlkunni, og sagði við hana: „Hættu nú að hlæja, og talaðu við mig. Segðu mjer hvorl þú sjerð nokkurn hjerna inni?“ Hún hlustaði á mig með mikið opnum munni, svo lyfti hún lauf- blaðinu, og dró það um andlit mjer, um leið og liún sagði: „Það er hjerna maður, sem er eins og þú — sem er hvítur eins og þú,“ bætti liún við, og horfði á hendurnar á sjer, um leið og hún rjetti þær út, í áttina að hurðinni. Jeg leit þangað, sem litla stúlkan benti. Þarna rjett hjá henni stóð maður. Hann var fremur hár, en mjög grannur og fjarskalega magur. Hann bar skjalatösku undir hend- inni. Dökk föt hans voru slitleg. — Það var eitthvað ákaflega einmana- légt við þennan bróðir, eins og öll sund væru honum lokuð. HIN „Jeg vildi jeg fyndi ráð til að gleðja þig,“ hugsaði jeg. Hann þagði og draup höfði. Svarl hárið lá klemt að höfði lians. Mað- ur gat haldið, að liann hefði átt erfiðan dag. Hann leit snöggvast upp, eins og hann vildi eitthvað segja, en hætti við það aftur. Jeg horfði á manninn. Hann var langleitur. Augu hans voru djúp og stórir dökkir baugar mynduðu eins og umgjöeð i kringum þau. „Þú ert langt að kominn,“ sagði jeg. Hann leit á mig, og þá sá jeg það fyrst livað haka hans var löng, og stóð mikið út. „Jeg er ekki langt að,“ sagði hann. „En jeg hefi farið viða. Jeg hefi altaf verið að leita að speki lífsins. A meðan jeg var á jörðu og sjúk- dómur minn þjáði mig, fanst mjer sjálfum, jeg vera vitur. Jeg leitaði að snild í orðurn og máli og hugði það veran nóg að mæla fagurlega. Jeg jafnvel hugsaði vel, ng skildi að án góðs hugarfars, er maðurinn, sem í eldsglóð staddur.“ Hann þagnaði við, lagði frá sier töskuna og strauk með hendinni vf- ir ennið, hönd hans var titrandi, og fingur lians lamaðir. Hann hlaut að eiga sjer sögu, kanske langa, en lnin var ósögð. Jeg liugsaði með mjer, að það væri best að lofa honum að vera, bráðum myndi hann mæla, þegar þreytan yfirgæfi hann Jeg fór að virða fyrir mjer litlu svörlu telpuna, sem hoppaði og ljek sjer í rúminu mínu, með stóra græna laufblaðið sitt. „Hversvegna ertu svört, litla stúlka?“ sagði jeg. I-Iún horfði á mig, og í útstand- andi augum hennar bar afarmikið á hvitunni. „Á jeg að láta blaðið mitt fljúga með mig?“ sagði hún, og settist um leið á laufblaðið sitt græna og sveif um herhergið. En lesandi, það var ekki laufblað- ið, sem flaug með telpuna, heldur telpan, sem lyfti þessu græna ang- andi laufblaði með sjer. Þannig Ijek litla stúlkan sjer, við að svífa liring eftir hring i herberginu, og ekkert heyrðist nema Ijettur þytur, sem enginn mundi hafa tekið eftir, nema þeir einir, sem fylgst gátu með flugi þessa litla negraharns. Loks stansaði barnið og settist á legubekkinn. Jeg endurtók spurn- ingu mína, hvers vegna lnin væri svört. Hún krosslagði hendurnar á brjósti sjer, horfði upp fyrir sig, svo augu hennar urðu lítið nema hvítan. Svo hljómaði hennar fallega barnsrödd, lnin sagði: „Jeg man litið sem ekkert eftir mjer, þegar jeg átti heima í fína húsinu okkar á fljótsbakkanum. En jeg liefi oft heyrt mömmu segja mn það sögu, sem við öll hin höfum hlustað á. Mjer hefir aldrei ]iótt gaman að hlusta á það, sem hún hefir sagt, og það hefir hvorki glatt mig eða angráð, þó hún hafi grátið, og stóru lcrákkarnir með. En pabbi liann lá oftast þögull, og horfði langt út, þangað sem liann hjelt, að gamla húsið sitt væri. Hann hjelt líka, að ef hann kæmist þang- að, sem hann eygði, þá mundi hann sjá fljótið sitt, og hann sagði að einn dropi þess mundi geta gert sig að lifandi manni á iörðinni. En enginn okkar átti að fara til fljótsins, því einn daginn sagði pabbi: „Jeg vil ekki vera bjer. Jeg fer langt þarna út í auðnina, þar vil jeg hirða ávöxt jarðar og eiga heimaJ- • En pabhi fór ekki þá, því þegar við vorum öll að leggja af stað, þá sáum við það, að við vorum orðin hvíf. Mamma fór að gráta, en pabbi varð glaður. „Þá skil jeg,“ sagði hann, „það sem mennirnir sögðu, — þegar við vorum nýkomin liingað, — að allir væru jafnir. Nú höfum við fengið þennan lit, af þvi einhvers staðar langt þarna út við er Guð, og hann vill liafa alla hvíta.“ Litla stúlkan settist út á munninn og hugsaði* sig um. — „Já og svo hafa líka allir sama mál.“ „Þetta eru fi-amtíðardraumar líl- ils barns,“ sagði jeg, „því ennþá ertu svört, og þú átt enga skykkju, aðeins eitt laufblað, sem þú leikur þjer að.“ „Þú liefir ekki heyrt nærri alt ennþá,“ sagði telpan. „Við vorum ekki altaf ein þarna. Nei, nei, það voru margir, margir, svo óskaplega margir fleiri. Og einu sinni fór jeg langt, langt, út í auðnina, ekki samt alveg þangað, sem pahbi hjelt að fljótið sitt væri. Við fórum mörg saman, en jeg varð fyrst að stóra trjenu, sem bar þetta fallega laul'- hlað,“ og hún sveiflaði blaðinu sínu í kring um sig. „Þá sá jeg hvar hann sat, þessi maður,“ hún benti á dökk- hærða, þréytulega gestinn. Hann sat hjá trjenu, með liönd undir kinn og horfði langt eins og pabbi.“ „Langar þig að sjá fljótið þitt?“ sagði jeg við hann. Hann liorfði á mig og sagði: „Þú ert undarlega skrítið barn.“ „Nei, ekki undarleg núna, þvi nú er jeg livít, eins og allir, sem jeg liefi sjeð lijer.“ „Eins og þú hafir ekki altaf ver- ið hvít,“ sagði hann. „Uss nei, við vorum öll svört, en sjerðu — nú hvít, eins og þú.“ En liann trúði mjer ekki. „Ef þú hefir verið svört,“ sagði hann, „þá værir þú það ennþá.“ Þá komu þau liin, sem voru með mjer, og þar var ein kona, sem var björt og mikil. Hún heyrði seinustu orðin og sagði: „Nei, maður, hjer skalt þú ekkert rengja. Víst var hún svört. En hvers vegna ert þú hjer einn?“ „Af því að jeg finn ekkert af hví sem jeg leita að,“ ansaði hann. „Hvar sem jég fer um, finn jeg ekk- ert af allri þeirri speki, sem jeg fann í jarðlífinu. Jeg er einn og eirðarlaus.“ Barnið þagnaði og fór aftur að leika sjer að laufbiaðimi „En hvað getur þú sagt?“ spurði jeg ókunna manninn. Hann andvarpaði og tók svo til máls: „Jeg get sagt það sama og hún er búin að segja,“ liann benii með höfðinu þangað sem barnið var „Hvernig ætti jeg að trúa því, að maður, sem er svartur í jarðvist sinni, verði livítur þó hann deyji? Og konan, sem virtist vera mest að visku, sagði við þetta barn: „Farðu með honum til jarðar hsns, éf liann vill. Þégar þú kemur þangað, færð þú lit þinn, þanú dökka, þá sannfærist hann.“ Og jeg, sem var eins og lamað hálfvisið hlað, hófst upp og leið eftir hinum björtu víðu vegum geims- ins. Og jeg faun mitt eigið land, eftir alla útivisfina. Mjer fanst jeg verða aftur eins og frjáls maður. Jeg leitaði uppi ástmey mina, en hún liugsaði ekki um mig. Jeg var dauður —• gleymdur. — Og vinirnir. Jeg efast um að þeir hafi munað það lengur, að jeg hefðj nokkurntíma verið til. Þetta er kan- ske fullmikið sagt, en þeir báðu mjer ekki heilla í Guðs nafni. Vinir mínir og jeg, — við sem leituðum að nýjum spámanni, sem gekk aðra leið, en sá eini, sem hafði náð liylli í hjörtum fólksins. Hvernig átti jeg að láta þá vita, að jeg fann hvergi fótfestu í öllu því, sem við þóttumst gera til umbóta i heiminum. Það var hvergi hlýja fyrir sál inína, þar sem jeg reik- aði um. Þegar jeg' hitti þá sem vildu leið- beina mjer, trúði jeg ekki. Við leit- uðum á öðrum grundvelli. Ekki þetla þrönga svið, að færa alt lif og alla trú undir eitt og hið sanlfe. Við vildum speki og fræðslu í orði og vet-ki, — en jeg fann það bara hvei^gi, þegar jeg leitaði á þeim stöðum, sem jeg hugði slíkt vera að finha. Þar var ekki neitt nema auðn, kuldi, jafnvel myrkur.“ „Jeg fer,“ kallaði barnið, og var horfið í sömu andrá. „Guð blessi þig,“ kallaði jeg eins hátt og jeg gal. Mjer heyrðist ljett- ur hlátur kveða við einhversstaðar úti í liinum angandi sumargeim. Kanske það liafi verið kveðjumerki barnsins, sem sótti heim, þangað sem hún varð hvít, eins og allir hinir. Maðurinn ókunni stóð eftir. Hann var ákaflega einmana og yfirgefinn, — kaldur — kanske rjettast <tð segja sálvana. „Hvar liel'i jeg allt það, sem mig vantar?“ hrópaði hann. „Eflaust á þeim stað, sein þjer hefir svo oft verið bent á,“ sagði einhvér, seni bæst hafði við í hóp- inn. Jeg leit lil hliðar. Þar stóð stór maður á hvítum kufli. Hann var stórskorinn i andliti, en bjart yfir svip lians. Snjóhvítar hærur huldu höfuðið, „Hvar liefir þú verið?“ spurði öldungurinn unga manninn. Ungi, ókunni maðurinn liorfði á öldunginn, eins og hann væri að reyna að gera sjer, einhverja ljósa hugmynd um hann. „Jeg hefi verið á eyðistað," hóf liann síðan máls. — „Jeg kveið ekki dauða mínum, — þó jeg hefði gjarn- an kosið að lifa lengur, — því jeg og við fleiri, höfðum skapað okkur svo fagurt forni. Við mötmæltuin ekki Kristi, sem vitrum spámanni, en við þóttumst finna aðra, stm væru ekki minni honum. — En hvar sem jeg hef leitað, og hvern sem jeg hefi spurt, þá endurtekur sig sama sagan, sama spurningin. Hversvegna ert þú ekki í ljósi Jesú Krists? Þú ert þó kristinn, þú veisl allt um hann. Nú ætla jeg að reyna þá leið að leita Krists. Kanske hann sje meist-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.