Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 30

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 30
26 jólablað fAlkans 1944 Gerald Kersk: Undir annari stjörnu „Þegár maður ferðast yfir sljett- Lirnar/* sagði ilmvatnskaupmaðui’- inn, „er best að talca nokkra áreið- anlega menn með sjer. Tveir sterk- ir þrælar vopnaðir kylfum, eru betri en ekkert. Jeg fyrir mitt le.yti, legg aldrei af stað án þess að liafa traust sverð við blið mjer, beittan rýting uppi í erminni og smásveit af vopn- uðum riddurum — í minsta lagi jjrjá eða fjóra — með mjer. Það er ckki nema vika síðan við lentum í skærum við ræningja á fáförnum vegi. En —“ „Afsakaðu mig,“ sagði búsráðandi og fór út úr herberginu. Hann kom aftur ei'tir stutta stund og njeri b.endur sinar i mestu sálarangist. „Bara að þessu reiði nú vel af. Drottinn minn, ef þvi reiðir vel af. Ilmvatnskaupmaðurinn brosti góð- látlega og sagði: „Vertu alveg ró- legur. Jeg var alveg eins liræddur og þú þegar fyrsta barnið mitt fædd- ist. Konan þin er ung og hraust. Ljósmóðirin er dugleg. Þú ert góð- ur maður — þú biður bænir þínar, lofar Drotinn á hátiðunum og gerir skyldu þina. Vertu ekki áhyggju- fullur. þakkaður heldur fyrir, að konan þín hefir þak yfir höfuðið og þægilegt rúm til að .liggja í.“ „Ef guð gefur, að það sje sonur, nefni jeg hann eftir föður mínum, megi sál hans hvíla í friði!“ Guð gefi, að það sje sonur. En vertu samt þakklátur, þó að það sje dóttir. Góður kvenmaður er dýr- mætari en gimsteinar. Þetta er lika mesti liamiagjulinu að æðast á. Sagði jeg þjer aldrei frá skritnu atviki sem gerðist á þessu kvöldi fyrir ári síðan? Sittu kyrr og hlust- aðu á mig, það róar þig kanske.“ Úr öðrum hluta hússins heyrðist sársaukavein. Ungi maðurinn tók fyrir eyrun. „Jeg var á ferð,“ sagði ilmvatns- kaupmaðurinn, „til Betlehem, en þar átti jeg viðskifti við rómversk- an foringja — megi ormarnir jeta hann! Það voru allir vegir fullir. Cæsar — megi hann rotna i víti — bafði fyrirskipað manntal, svo við komumst ekkert áfram, því allsstað- ar var einhver fyrir. Á einum stað reið jeg nærri þvi yfir gamlan mann og unga konu á vegarbrúninni. Jeg sá ekki framan í hana fyrir blæj- unni, en það var ekki erfitt að sjá, að bún átti ekki langt eftir. Svo jeg vjek úr vegi fyrir þeim — jeg hef altaf verið kurteis maður, — og maðurinn teymdi asnann framhjá og þakkaði mjer um leið. Jeg sá, að engin von var um að koniast lengra fyrst um sinn, svo jeg nam staðar rjett við veginn og settist niður til þess að fá sjer hressingu. Það var indælt veður. Menn min- ir kveiktu bál, og þar sem við höfð- um nóg nesti og voðir, bjuggum við okkur undir að hátta þarna við veg- arbrúnina. Jeg sat við eldinn þegar jeg heyri alt í einu fótatak. Menn mínir gripu til vopna sinna og liróp- uðu: ,.Hver er þar?“ Útlendingsleg rödd svaraði: „Vinir,“ og maður, mjög einkennilegur útlits , kom til okkar. Hann var, að jeg held, Egypti, og mjög ríkmannlega klædd- ur. Jeg er vanur að dæma um slíkt, og jeg segi, að skikkjan hans ein, seld fyrir hálfvirði liefði nægt með- alfjölskyldu í fimin ár. Það voru tveir aðrir menn með honum — annar fölur, hinn mjög dökkur — ekki þjónar, heldur eins ríkmann- lega klæddir og vanir að skipa fyr- ir og hinn. Egyptinn tók til máls: „Þjer eruð Jokhanan, ilmvatnskaupmaðurinn.“ Jeg hneigði mig. „Yðar auðmjúk- ur þjónn, herra minn. En hvernig vitið þjer það?“ Hann svaraði: „Það skiftir engu máli. Við óskum eftir að kaupa ilmvötn.“ Jeg sagði: „Mín er ánægjan. Ef þjer viljið bíða augnablik skal jeg sýna yður fágæt ilmvötn við sanngjörnu verði. —“ Jæja, endirinn varð nú sá að hann keypti kistil af finusu myrru, annan af lireinu reykelsi og lieilmikið af Cassia-ilmvatiii í gullbúinni flösku, — án þess einu sinni að spyrja um verðið, hvað þá heldur að prútta. Þeir borguðu með góðu rómversku gulli, og bjuggu sig til ferðar. En rjett áður en hann fór sneri Egyptinn sjer að mjer, lagði liönd- ina á handlegg mjer, og sagði: „llmvötnin yðar, vinur, munu verða færð Konungi konunganna.“ — „Og hver ætli hann sje?“ spurði jeg og hann svaraði: „Hann mun fæðast í nótt.“ „Hvar?“ Egyptinn þagði en benti í áttina lil Betlehem, og leit beint í augun á mjer, á svo einkenni- legan hátt, að mjer varð órótt i skapi. Svo hjeldu þeir áfram til bæjarins, en jeg lá vakandi alla nóttina í mjög einkennilegu skapi. Það var líka einkennileg stjarna á lofti þessa nótt; hiin hjelt áfram að skína löngu eflir dögun, björt eins og sól. Um morguninn hjelt jeg leiðar minnar. „Konungur,“ sagði jeg og liló að sjálfum mjer, svo prófaði jeg gull útlendinganna með tönnun- ijm, til þess að vera viss. En það var ágætis gull. Svo fór jeg til Betlc- hem og lauk viðskifum mínum þar. Og þar voru mjer sagðar frjettirnar. Gamli maðurinn með ungu kon- una var timburmaður, Jósep að nafni. Hann gat ekki fengið gistingu í bænum og varð þessvegna að vera í fjárhúsi um nóttina. Og þar ól kona hans son. Jæja, rjett eftir að búið var að lauga barnið, komu útlendingarnir mínir inn, honum til mikillar undrunar. Þeir fjellu á hnje, tilbáðu barnið og gáfu því reykelsið, myrruna og ilmvatnið, sem þeir höfðu keypt af mjer sama kvöldið. Þeir sögðust liafa fengið eitthvað teikn eða fyrirboða um að spámáður — sumir segja Messias sjálfur — mundi fæðast á þessum stað. Og stjarnan sem jeg sá, hafði vísað þeim leiðina. Þarna sjerðu vinur minn, að það sem sýnist vera fátækt barn, og ekkert annað, getur oft verið til- komandi spámaður, prestur eða kön- ungur. Hver veit, nema góður guð ætli fyrsta barninu þínu eitthvert miklsvert lilutverk? Vertu þessvegna alveg rólegur og drekktu vínið þitt.“ Þeir þögðu um stund. Allt í einu stökk ungi maðurinn á fætur,, hljóp itl dyranna og hlustaði. Skerandi barnsgrátur barst að eyrum þeirra. Ljósinóðirin kom inn. „Jæja sagði hún. „þjer eigið hraustan og heil- brigðan son. Og konunni yðar liður ágætlega.“ Ungi maðurinn hrópaði „Guði sje lof“ aftur og a'ftur, frá sjer numinn Kanpír: af gleði. „Hvað sagði jeg þjer?“ sagði ilmvatnskaupmaðurinn drýg- indalega. „Jeg skíri hann eftir föður mín- um, blessuð sje minning hans. Jeg skíri hann Júdas.“ „Jeg óska þjer til hamingju, Sim- on ískariot,“ sagði ilmvatnakaup- maðurinn. Gærur. Húðir. Kálfskinn. Selskinn. Hrosshár. Æðardún. Ullartuskur, Selur: Vefnaðarvörur. Ritföng' og Búsáhöld. HOTEL GULLFOSS GUNNAR STEINGRIMSSON Sími 164 --- Akureyri Leigjum þæg-ileg' herbergi með sanngjörnu verði. Áhersla lögð á fljóta og góða afgreiðslu. Iieynid viðskiptin! Siml 1747 Simnefni: Þórofldnr Heildverslun Þórodds E. Jónssonar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.