Fálkinn


Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 35

Fálkinn - 22.12.1944, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1944 31 ari minn, sá sem jeg hefi gengið fram hjó, til að geta aðhylst utan- aðkomandi hyllingar. Jeg lijeit að hrifning mín vœri rjettmæt, en var hún eitur?“ Hann draup höfði, og jeg sá, að fram úr skuggum augna hans drupu tár. Jeg hugsaði með mjer, hvort tárin væru ekki sem vordögg fyrir hans andlega gróður, því að jeg var viss um að hann mundi sigra, ef hann leitaði Krists. „Þú hefir miklu tapað,“ sagði öld- ungurinn. „Það er sár litfinning þeirra, sem verða þess áskynja, þeg- ar alt er um seinan, að þeir hafa ekki náð því marki, að vera ijós- berar í jarðvist sinni. Alt er ])ó gott, lijá því að afneita Kristi, þvi eins og ekkert líf getur þrifisa á jörð þinni ón ljóss og lofts, getur engin sál komist til dýrðar Guðs, án Jesú Krists. — þess vegna hefir alls- staðar, á þeim leiðum, sem þú licfir farið, mætt þjer einmanalegt tóm- læti, þú hefir ekki fundi neitt, -— jafnvel ekki þekt sjálfan þig. — En jeg segi þjer nú: Kristur tekur enn- þá við þjer. Þú finnur frið sál þinni og liamingju í allri tilveru þinni.“ Öldungurinn varð eins og lífvana. — Ó, jeg lijelt að hann væri að hverfa burt. Þvi var hann nolckuð að koina, ef hann ætlaði nú strax að fara aftur. Hinn þreytti bróðir leit til hans. Tárin sátu á vöngum hans og fyltu myrk augu hans. Hás rödd hans livislaði: „Láttu mig ekki ennþá verða ein- an. -— Jeg vil heldur óska mjer alls tilveruleysis, en verða aftur einn, — trúa engu, —• sjó ekkert, nema hina heimsku luigarsmiði, sem verð- ur eitrað duft i dauða manns. Láttu mig ekki sitja einmana i landi fegurðarinnar, ]iar sem jeg kem ekki auga á neitt, nema auðn. — Sje það Kristur, sem mig vántar, þá gef þú mjer liann.“ „Kom þú,“ sagði öldungurinn og jeg sá hann fjariægjast um leið. En þgnn hörfaði aftur til baka, er harin heyrði kvein mannains. „Far þú ekki með mig slrax," kallaði ungi maðurinn. „Hlustaðu fyrst á mig, og lieyrðu hversu mikið jeg þarf að segja þjer. — Á jörð ininni er fjöldi, sem eins er ástatt fyrir og mjer. Jafnvel hjer á mínu litla landi, eru alt of inargir. — Leyf mjer að segja þeim alt áður en ieg fer, — að það sje Kristur, en ekki hinir dauðlegu tötrar, sem fagnrl mál er látið gylla, og kitlar svo hræðilega þeirra hlustandi eyru. — Að það sje Kristur, sem biður, — framtíð lífsins. —• Að þeir skuli ekki kasta sól sinni á glæ, aðeins vegna vonarinnar um ólit manna, og næga fjórsjóðu. Því jarðlífið er sem augna- blik, já, hin lengsta mannsæfi er aðeins örstutt bið. Bið þú mennina að vara sig. Hefi jeg ekki verið fjarri efni jarðar meira en í áratug og hversu mikið hefi jeg ekki þjáðst, liversu mikið leitað og reikað um. — Sál min hefir framfleytt sjer á annara gnægð —■ á góðum hugsunum, sem hafa flögrað eins og smá gimsteinar i gegnum myrkur mitt. — Hefi jcg ekki hrópað um líf, út úr sjerhverj- um dauðum lilut? — En jeg dufts- ins barn, hefi jeg' ekki kosið mjer sjálfur steina fyrir brauð. Láttu mig ekki hverfa frá jörð- unni, fyrr en jeg hefi hrópað til þeirra, sein unnu með mjer, að þau skuli ekki draga sjálfa sig á tálar, —■ ekki tapa lífi sínu, fyrir þau fölsku ljósbrigði, sem við reyndum að vekja upp. Biddu þau að snúa við, — lcoma til Krists.“ Hann þagnaði aðeins, en eftir and- artak hvíslaði hann: „Get jeg farið, ón þeirra, allra hinna? Get jeg vermt niína úlpíndu sál, án þess að gefa þeim merki, segja þeim að snúa við.“ Hin dökku augu unga mannsins störðu langt fram. Hann þráði mik- ið á þessari stundu. Það var auð- sjerð á framkomu hans, að liann ef- aðist ekki lengur um sig, en ótti hans var mikill yfir þeim, — öllum hinum. „Þú hlýtur að lcoma,“ sagði öld- ungurinn. „En hver veit, nema þjer gefist einhvern tíma sá þroski, að þjer takist að vinna það, að sann- færa þau hin.“ Það var eins og rödd öldungsins kæmi úr fjarska, en þó stóð liann ennþá i sama stað. Maðúrinn starði á öldunginn. Spurningar virtust brjótast um á vörum lians. Hanri hvíslaði lágt með liásri röddu: „Fæ jeg þá loksins að nálgast Krist? Og þó, — allan þennan tíma hefir enginn bannað mjer það, nema jeg sjólfur.“ Hann tók upp handtöskuna sina. Jeg virti þessa tvo menn fyrir mjer. Þeir voru ólíkir. Ósamræmi þeirra var svo mikið, að mjer flaug í hug, að það væri undarlegt, ef jeg sæi þó hverfa báða i senn. — En á næsta augnabliki liorfði jcg á eftir þeim, þar sem þeir hurfu samhliða út í fjarlægðina. hreinsar á svipstundu án þess að rispa. A LBVER PRODUCT Víðgerðarstofa ttvarpsins Annast hverskonar viðgerðir og breytingar útvarpstækja, veitir leiðbeiningar og sjer um viðgerð- arferðir um landið. ÁBYGGILEG YINNA FYRIR KOSTNAÐARVERÐ. Viðgerðarstofa Útvarpsins Ægisgöta 7 — Sími 4995 Útibú — AKUREYRI — Skipagötu 12. Sími 377. I I I I I I ELDIHE TRfjDiriE COMPflriY 99 lUall 5treel Pieui York Hafnarhúsinu fleykjauík

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.