Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 9

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 9
■Uið sanna Ifós „Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn". (Jóh. 1, 9). Af hverju liöldum vér heilög jól? Þetta er spurning, sem vér þurfum að leggja fyrir oss á hverjum jólum. Og þetta þurfum vér að gjöra því fremur sem vitað er, að fjöldi manna lifir jól eftir jól án þess nokkurntíma að gjöra sér álmennilega grein fyrir því, hvert sé hið raunverulega tilefni þeirra. Já. hvers vegna höldum vér heilög jól? Er það til þess eins, að skemmta oss í nokkra daga, klœðast viðhafnarfötum og setj- ast að krásum í skreyttum og Ijós- prýddum stofum vorum? Nei, og aftur nei! Þetta eru aðeins um- búðir, manna verk og- tildur, sem viðast hvar gjörir meira ógagn en gagn. Hið raunverulega tilefni jóláhátiðarinnar er oss birt í Guðs orði, i guðspjálli jólanna, þar sem svo segir: „Hið sanna Ijós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn“. 1 Jesú Kristi birtist oss þetta Ijós, sem upplýsir oss um kærleika Guðs, um guðsbarna rétt vorn og um eilift líf handan grafar og dauða. . .Og þetta er hið sanna Ijós. Það er hið sanna Ijós af því að það er frá Guði sjálfum komið. Það er hann sjálfur, sem tendrar það. Það er hann sjálfur, sem skin í myrkrinu. Svo elskaði hann heiminn, að hann gaf sinn einget- inn son. Það er hið sanna Ijós af því að það lýsir best. Það ber skærasta birtu jafnframt þvi sem það varp- ar geislunum lengst. Slíkan Ijóma liefur stafað af persónu Jesú Krists upp gegn um áldirnar. Við lúiðina á honum hafa allir aðrir lent í skugga eða verið sem blákt- andi skar. Og loks er það hið sanna Ijós af því að það slokknar aldrei. — Ljósið, sem kom í heiminn á lúnni fyrstu jólanótt, skin enn i dag. Hvorki stormar né úrfelli mann- legs lifs hafa megnað að slökkva það. öll önnur Ijós, sem skinið hafa á festingu mannlifsins, hafa slokknað að mestu eða öllu leyti, nema þetta eina, Ijósið af hæðum. Jesús Kristur er enn í dag hinn sami, Ijós heimsins. Og enn fögnum vér yfir hinu sanna Ijósi, sem upplýsir livern mann. Vér fögnum yfir kærleika Guðs, yfir guðsbarnarétti vorum og yfir lifinu handan grafar og dauða. Þessvegna höldum vér heilög jól, til þess að minnast hins sanna Ijóss jafnframt því sem vér greiðum því braut að sálum vorum með því að lúta í auðmýkt að jötunni lágu með hina gömlu játningu í þakklátum lijört- um: ^l)£ Skammdegismyrkrið skyggir svart, ei skugga sjáum þó tóma. Þú ljósið af hæðum, blítt og bjart, þú ber oss svo fagran ljóma. Megi þann Ijóma leggja inn i lijörtu vor állra á þessari hátíð, svo að vér í sannleika megum öðlast gleðileg jól. Hálfdan Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.