Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 39

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 39
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 því var aftrað fyrir meðalgöngu fremstu pi’esta og bestu manna annarra, þó svo, að maður úr hvoru liði skyldi heyja einvígi á öxarárhólma. Lauk svo þeirri viðureign, að Norðanmaðurinn féll og skildu biskupar við það vandræðalaust og sáttir að kalla. Þegar biskup var kominn að Gjábakka á heimleið af þingi, mætti honum sendimaður úr Skálholti, er bar honum tíðindin. Segir sagan, að biskup hafi fallið við af hestinum í ómegin, er hann spurði brunann, og aftur öðru sinni, er hann sá heim á staðinn, og hið þriðja sinni, þegar hann kom á klifið hjá Skálholti. En það er eftir honum haft, að hann hafi átt að segja: „Mér hefir hingað til margt að óskum gengið, því er maklegt, þótt mér gangi nokkuð á móti.“ ögmundur biskup lét þegar gera búð í kirkjugarðinum og var þar sungið og messað. Um haust- ið reisti hann kapellu stóra og hófst handa um aðdrætti til nýrr- ar kirkju. Gáfu margir menn, lærðir og leikir, mikið fé til kirkjugjörðar. Þótti hin nýja dómkirkja vegleg og tilkomu- mikil,-þegar hún var komin upp. „En þó að leiti yfrið víða, aðra kann ei slíka að fá" segir í kvæði um ögmund biskup. Röskum hundrað árum síðar tekur Brynjólfur Sveinsson við Skálholtsstað og stóli, einn mesti skörungur, sem komist hefur til mannvirðinga á landi hér. Að sögn Jóns Halldórssonar var bæði staður og kirkja í hrörlegu á- standi, þegar Brynjólfur settist að stóli, en hann „uppbyggði hvorttveggja stórmannlega og sterklega með miklum kostnaði". Um kirkjubygginguna segir Jón Halldórsson ennfremur: „Fékk og tilflutti ekki einasta þá bestu rekaviðu, sem hann kunni að fá heldur og einnig bestilti hann Ljósahjálm þcnnan gaf Brynjólfur biskup Sveinsson Skálholtsdómkirkju árið 161t7. Hann er steyptur úr kopar og talinn vega 120 pund. Þótti þetta höfðingleg gjöf í þíí daga sem og var, hjálmurinn kostaSi 32 rixdali. utanlands frá mikla viðu, svo anno 1646 kom hið síðara Eyrarbakka- skip nærri fullt með grenivið frá Gullandi, sem kostaði yfir 300 ríxdali, og hann ætlaði til kirkju- byggingarinnar. Allt stórviðið, stöplar, syllur, bitar, sperrur og undirstokkar, var á ísum heim dregið, þá akfæri gafst á vetrum, af stólslandsetum fyrir betalning og hverjum öðrum, sem til feng- ust. . • • Þá hver dráttur var kom- inn heim yfir Jólavallargarð, skip- aði biskup að bera hey út undir garðinn og mat á borð, svo undir eins sem hestarnir gátu ei dregið léngur áfram, lét hann sleppa þeim í heyið, og strax sem drátt- armennirnir með aðstoð heima- manna höfðu komið trjánum í kirkjugarðinn, skyldi þeir setjast til borðs. Gekkst hann sjálfur fyr- ir þessu. Hann fékk til kirkju- smíðisins hina bestu og röskustu smiði til að saga, höggva og telgja viðuna. Voru þeir stundum 30 eða fleiri, suma' til að smíða úr 60 vættum járns, sem hann lagði til hákirkjunnar í gadda, reksaum og hespur. Forsmiður að kirkj- unni var Guðmundur Guðmunds- son hinn yngri frá Bæ í Borgar- firði .... hinn hagasti maður þá hér á landi. Anno 1650 dag 25. Maii var með miklum mannf jölda, atburðum og ráðum reistur sá eini hliðveggur kirkjunnar, en hinn annar þann 27. Maii, og það sumar var öll hákirkjan reist, bæði að undirgrind og rjáfri, og súðuð upp frá bitum, en að neðan slegið fyrir með borðvið um veturinn, súðin öll tvífóðruð með bestu Gullands- borðum. Árið eftir var viðbætt það tilvantaði. En Skálholts- kirkjukór var byggður siðar, anno 1673.... Ekki hefir nú á seinni tíðum rammbyggilegra hús og af betri kostum gert verið af tré hér í landi heldur en sú Skálholts- kirkja, svo sem enn sér merki til. Meinast staðið hefði kunnað fyrir Kaleikur Skálholtsdómkirkju, smíðaSur um 1300, einn af dýrmætustu kirkju- gripum landsins, nú á ÞjóSminjasafninu Skírnarfonturinn. Prédikunarstóllinn. x, -ar nsítr'witrilSBi'HíltrH! qk £. SrsiL 5?%. Jrdí. fúa og viðarhrörnun um 200 ár, ef árlega notið hefði M. Brynjólfs umhirðingar". Þetta var síðasta dómkirkjan í Skálholti. Það er víst óhætt að ítreka það, sem Jón Halldórsson segir, að hún hefði getað staðið lengi, ef hirt hefði verið um hana eins og til hennar var vandað að upphafi. Hún gæti sjálfsagt stað- ið enn í dag sem verðugur varði þess mikilmennis, sem reisti hana og þjóðarhelgidómur. En Islands óhamingja kom í veg fyrir það. Árið 1796 var boðið að leggja skyldi Skálholtsstól niður. Erlend stjórn, skilningslaus á íslenska sögu og tilfinningar, lagði svo fyr- ir, og var, því miður, að einhverju leyti studd af innlendum mönnum, sem skorti metnað og kjark til þess að halda í horfi um þjóð- legar nauðsynjar. — Staðurinn grotnaði niður í vanhirðu, þegar dauðadómurinn hafði verið kveð- inn upp yfir honum. Loks var kirkjan rifin og viðirnir seldir á uppboði. Ekki er örvænt, að enn séu til viðir úr dómkirkjunni, sem Jón Vídalín prédikaði í, sem varð- veitst hafi í útihúsum í Árnes- sýslu. Áður var minnst á altarisbrík- ina miklu, sem konurnar tvær roguðust með úr brunanum forð- um og þótti kraftaverk, hversu til tókst björgun hennar. Mundi margur hafa mælt þá, að þeim dýrgrip mundi ætluð önnur örlög og lengri aldur en varð. Brík þessi svo nefnd hefur verið altarisskápur af svipaðri gerð og skápurinn mikli á Hólum, sem þar er enn yfir altarinu, hollensk smíð og hin mesta gersemi. Talið er, að ögmundur biskup hafi aflað þessa grips til kirkjunnar, enda er taflan við hann kennd og köll- uð ögmundarbrík. Á henni voru níu myndir helgra manna út- höggnar í hálfri líkamsstærð og logagylltar. Þessi kjörgripur prýddi dóm- kirkjuna áfram, allt þar til, er Oamall hökull úr Skálholtsdómkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.