Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 40

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 40
36 %•“ 3KE $* 3HE SrrS 3WE « 3ErrS£ S-rS X-S « « X« X« $-S $ JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 stóllinn var lagður niður, ,þá var bríkin flutt brott úr Skálholti og dröslað ofan á Eyrarbakka að boði yfirvalda. Þaðan átti víst að fara með hana til Reykjavíkur, en hana dagaði uppi á Eyrarbakka af óþekktum ástæðum og þar fékk hún að dúsa í salthúsi í 20 ár. Ekki var hún þó ónotuð á þessu skeiði, enda ekki væntan- legt, slíkir hagsýnismenn sem við íslendingar erum. Hún þótti til- valin til að hengja á hana slátur og krof og annað, sem geymt var í salthúsi þessu. Eftir þessa þjón- ustu í tvo áratugi var hún öll brot- in og dottin sundur, en þá fann einhver upp á því á æðri stöðum að spyrjast fyrir um hana og tóku nú yfirvöldin rögg á sig og létu flytja hana til Danmerkur. Þar var hún vistuð, þar til Matthías Þórðarson hirti rytjurnar af henni og flutti heim hingað. Brak- ið úr henni er nú hér á Þjóðminja- safninu. Þessi saga ögmundarbríkur er táknræn fyrir viðurgerninginn við Skálholtsstað og kirkju um næst liðið hundrað og fimmtíu ára skeið. Útlendum ferðalang eigum við það að þakka, að til er þó mynd af Péturskirkju í Skálholti, eins og Brynjólfur biskup reisti hana og eins og hún stóð til endaloka stóls- ins. Og margir dýrgripir eru, þrátt fyrir allt, til úr henni enn, bæði í Skálholtskirkju þeirri — ef kirkju skyldi kalla — sem nú stendur, og á Þjóðminjasafni. Þótt mannvirki standi engin eftir í Skálholti, sem minna á forna frægð, þá er staðurinn ekki síður dýrmætur fyrir það í aug- um allra þeirra, sem einhvers meta þá miklu sögu, sem þar hef- ur gerst. Hann er í augum allra Islendinga helgur staður, þjóðar- helgidómur, sem Þingvellir einir jafnast á við. Skálholtsland var selt undan kirkjunni, þegar stóll- inn var lagður niður, þvert ofan í ákvæði hins ágæta gefanda lands- ins. Jörðin var síðan í einkaeign í meira en öld. Einn hinna fornu biskupa á að hafa sagt, að svo sem Skálholtsstaður hefði aukist og eflst með hefð og herradæmi, svo mundi hann eyðast með eymd og vesalingsskap. Naumast mun Skálholtsstaöur á 18. öld. hann þó hafa órað fyrir, að læg- ing hans yrði slík, sem raun varð. Þar kom, að íslenska ríkið keypti Skálholt. Þess hefði mátt vænta, að menn hefðu þá minnst hins liðna, bætt brot hinnar er- lendu valdstjórnar við Péturs- kirkju í Skálholti, fengið henni aftur arfleifð sína og gert að öðru leyti sæmilega við kirkju og stað. En slíkri hugsun virðist ekki hafa skotið upp enn, hvorki á Alþingi né í stjórnarráði, hvað sem verða kann. Engum getur blandast hugur um, að það er þjóðinni óþolandi vansæmd, að Skálholt sé áfram í algerri vanhirðu. Um áratugi hefur hver sæmilega þjóðhollur maður, sem leiðbeint hefur út- lendum ferðamönnum hér á landi, talið sér skylt og nauðsynlegt, sóma þjóðarinnar vegna, að bægja þeim frá að koma í Skál- holt. Það er óvirðing sem engu tali tekur, ekki aðeins við helga sögu, heldur við okkur sjálfa, sem nú lifum, að láta svo til ganga lengur. Nú eru hafin samtök manna um að bæta úr þessu. Skálholts- félagið hefur sett sér það mark- mið að endurreisa Skálholt hið helga. Það vill skipa sem flestum landsmönnum um það mál. Fyrsti áfanginn er að endurreisa Skál- holtskirkju (e. t. v. af sömu gerð og síðasta dómkirkan var, ef því yrði við komið). Næsta mark- miðið er, að Skálholt fái aftur biskup sinn, þ. e. að vígslubiskup- inn í Skálholtsbiskupsdæmi sitji í Skálholti og svo verði að hon- um búið, að Skálholt geti aftur orðið kirkjulegt öndvegi. Árið 1956, á hvítasunnudag, er níu alda afmæli biskupsstólsins og íslensks biskupsdóms. Á þeim sögulega minningardegi mun verða mannmargt í Skálholti inn- lendra og erlendra gesta. Hvernig verður þá umhorfs þar og hvaða útlit um framtíð hins helga staðar? Þjóðinni er treystandi til þess að svara þessari spurningu í verki á þann veg, sem sýni, að hún virð- ir sögu sína og sjálfa sig. Eða hvað? Sigurbjörn Einarsson Skálholtsdómkirkja eins og hún er nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.