Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 13
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ M « « ££ K $■£ K « « « « « 9 eitt kvöldið í rósagörðum Shir- azar. Og hann hafði staðið upp og yfirgefið allt. Árangurslaust hellti hinn granni bryti fjörgandi víni í skálar hans, árangurslaust kjökraði Bulbul í rósamyrkri garðsins mikla, árangurslaust grétu gosbrunnarnir mjúkum tár- um, árangurslaust reyndi Suleika hin svarteyga að halda honum kyrrum á legubekknum. Konung- urinn af Persíulandi tók dýrmæt- asta fjársjóð sinn, stóru, hvítu perlurnar sínar þrjár — en hver þeirra var á stærð við dúfuegg — faldi þær í belti sér og fór af stað til að finna staðinn, sem væri undir stjörnunni sem hann hafði séð.-------- Og nú var hann kominn þang- að — og nú hafði hann komið of seint. Hinir vitringarnir höfðu orðið á undan honum og nú voru þeir farnir. Hann kom of seint — og hann kom tómhentur. Hann var ekki með perlurnar sínar. Hann opnaði varlega dyr hins heilaga fjárhúss, þar sem sonur Guðs, móðir Guðs og fósturfaðir Guðs voru inni. Það var komið rökkur, húsið var hálfdimmt, enn var ofurlítill reykelsiseimur í hús- inu — eins og í kirkju að aflok- inni guðsþjónustu. Heilagur Jósef var að hrista heyið í jötunni und- ir nóttina, barnið Jesús sat í fangi móður sinnar, hún raulaði við það og söng vögguvísu með blíðri rödd — samskonar vísu og maður heyr- ir enn þegar maður gengur um göturnar í Betlehem. Hægt og hikandi gekk konung- urinn af Persíulandi fram og fleygði sér flötum frammi fyrir þeim. Og svo tók hann til máls, hægt og hikandi: „Herra,“ sagði hann, „á leið- inni varð ég viðskila við hina konungana þrjá, sem þegar hafa vottað þér lotningu sína, og fært þér gjafir. Eg var líka með gjöf til þín — þrjár dýrmætar perlur á stærð við dúfuegg — þrjár ekta perlur úr hinu græna hafi Persíu- lands. En nú hefi ég þær ekki lengur. Eg varð viðskila við hina kon- ungana þrjá. Þeir riðu á undan mér á úlföldunum sínum — ég varð eftir á gistihúsi við veginn. Þetta var ljótt — vinið freistaði mín — næturgali söng — og minnti mig á Shiraz------Eg af- réð að fá mér gistingu, og þegar ég kom inn í gestastofuna sá ég gamlan mann liggja með sótt- hita á bekknum við ofninn. — Enginn vissi hver hann var — hann hafði verið heilbrigður þeg- ar hann kom, en orðið veikur þarna í húsinu — pyngja hans var tóm — hann hafði ekkert til að greiða fyrir læknishjálp og hjúkr- un — og morguninn eftir átti að fleygja honum út úr gistihúsinu, ef hann dæi þá ekki áður — ves- lingurinn. Herra, þetta var mjög gamall maður, þeldökkur og skjátulegur, með hvítt og strítt skegg — mér fannst hann ekki ósvipaður hon- um föður mínum. Herra, fyrir- gefið mér — ég tók eina perluna úr belti mér og gaf gestgjafanum hana, svo að hann fengist til að sjá hinum sjúka fyrir læknis- hjálp og hjúkrun, og að hann fengi gröf í vígðri mold ef hann sálaðist. Eg hélt áfram ferðinni morg- uninn eftir. Eg lét hestinn minn brokka eins og hann gat, til þess að ná í hina konungana þrjá. Úlfaldar þeirra voru hægfara, svo að ég bjóst við að ná í þá. Leiðin lá um eyðilega dali, þar sem klettaf og björg voru á víð og dreif en terebinte-kjarr á milli. Allt í einu heyrði ég öskur úr kjarrinu — ég vatt mér af hest- inum og sá hóp hermanna, sem höf ðu náð í unga stúlku og ætluðu að svívirða hana. Þeir voru of margir talsins — ég get ekki bar- ist við þá. Þá — ó, herra, fyrir- gefið mér enn einu sinni! — Þá þreif ég til beltisins, tók aðra perluna og keypti stúlkunni frelsi frá ofbeldi hermannanna. Hún kyssti hendur mínar og hljóp á burt yfir heiðarnar eins og hind. Nú átti ég aðeins eina perlu eftir, hana ætlaði ég að minnsta kosti að gefa þér, herra, hverju sem gegndi. Það var farið að líða á daginn — fyrir kvöldið mundi ég komast til Betlehem og að fót- um þér. Þá sá ég framundan mér þorp, sem stóð í björtu bóli. Lít- inn bæ, sem hermenn Heródesar höfðu lagt eld að og sem var orð- inn alelda. Það var að vísu varla hægt að sjá blossana því að sól- in var svo björt, en maður sá loftið titra, eins og þegar tíbrá er í eyðimörkinni. Eg reið áfram þangað til ég hitti hermennina, sem voru að framkvæma skipun Heródesar um að drepa öll sveinbörn tveggja ára eða yngri. tJti fyrir brennandi húsi stóð hermaður og veifaði litlu allsnöktu barni, sem hann hélt í annan fótinn á. 1 duftinu fyrir framan hann lá móðir barns- ins og hljóðaði eins og þær hljóð- uðu í Rama, og tók báðum hönd- um um hné hermannsins. Svein- barnið nakta hljóðaði og sprikl- aði en hermaðurinn hló. „Nú sleppi ég!“ sagði hann við móð- urina, „og þá dettur snáðinn beint í eldinn. Það verður allra besta grísasteik úr honum!“ Móðirin æpti og hljóðaði af skelfingu og örvæntingu. Herra — fyrirgef mér! Eg tók síðustu perluna og gaf hermanninum hana með því skilyrði að móðirin skyldi fá barn sitt aftur. Og hún fékk það — hún greip það og AULESTAD — Framhald af bls. 7. myndaverki sem ég sá í „Griseliuset“ varð ég lirifnastur af ljósmynd af einkennilega sviphrcinum og friðum manni, sem stóð þar á liillu í einu horninu. Eg liafði séð það andlit áðiir, en kom því ekki fyrir mig i svip. Það var Fritz Thaulow, málarinn mikli, sem gert hafði ýmsar fallegustu mynd- irnar á stofuveggjunum. — En þarna voru líka árilaðar myndir af Jónasi Lie og konunni hans, sem voru einna nánustu vinirnir á Aulestad, af Ib- sen, sem kom þangað oft á síðari ár- um — og af svo ótal mörgum öðrum. Og af fjölskyldunni — litlar myndir. Þær stærri voru i öðrum stofum — ættingjarnir áttu ekki að kafna úr tóbaksreyk. Svo fæ ég að sjá svefnherbergi Karo- line og Björnstjerne á efri hæðinni. Það er ekki stórt, — mildu minna en kröfur gerast til nú á dögum. — Eg rek augun í það að rúmin standa ekki saman, og að þau eru ekki jafn stór. Rúm skáldsins er miklu breið- ara en hennar. Hann mun að jafn- aði hafa jourft að bylta sér í bólinu oftar en hún, sofið lausar og dreymt „stóra drauma“ og stundum illa, þvi að alltaf var hann stríðsmaður og átti marga fjendur, þó að vinirnir væru alltaf miklu fleiri. En um menn eins og Björnson verður það alltaf svo, að þegar þeir eru að berjast við að flytja þjóð sína neðan úr þokunni upp í heiðríkjuna, þá eru andstæð- ingarnir fyrst um sinn miklu máttugri en meðmælendurnir. Svo reyndist Ib- sen og svo reyndist Björnson. En þeir sigruðu báðir. Ibsen varð fljótari til að sigra heiminn.— Björnson fljótari til að sigra þjóð sina. f dag þekkja Norðmenn betur nafnið Björnson en Ibsen. En allir kannast við báða. — — Eg er ekki ennbá búinn að telja öll salarkynni íbúðarhússins á Aulestad. Eg á eftir að sjá „gestaher- bergið“, sem sýnt er hér á einni myndinni. Því miður getur myndin ekki sýnt ýmislegt, t. d. útskurðinn á rúmgöflunum, sem er handavinna smiðs eins i Gausdal. En hún gefur þó hugmynd um hvernig húsakynnin voru hjá þeim, sem áttu nótt hjá Karoline og Björnstjernc Björnson á Aulestad. þrýsti því að sér, en þakkaði mér ekki einu sinni fyrir, og hljóp á burt eins og hundur með ketbein. Herra, þess vegna kem ég nú til þín tómhentur! Fyrirgef mér, fyrirgef þú! Nú varð þögn í fjárhúsinu. er konungurinn af Persíulandi hafði borið fram játningu sína. Um stund lá hann marflatur á gólf- inu, en loksins dirfðist hann að líta upp. Hinn heilagi' Jósef var hættur að fást við jötuna og var kominn nær. María leit á son sinn, sem lá við brjóst hennar. Svaf hann? Nei, barnið Jesús svaf ekki. Hann hafði heyrt allt. Og ofur hægt leit hann til konungsins af Persíulandi — andlit hans ijóm- aði á móti honum, og hann rétti báðar litlu hendurnar móti tómu höndunum konungsins. Og barnið Jesús brosti. En meðan þau lifðu bæði voru svefn herbergin þrjú. Tvö þeirra hafa nú verið gerð að safnherbergjum, og þessi tvö herbergi eru það eina, sem minna gest á, að hér sé safn — i þessu húsi. í herbergjunum eru sam- ansafnaðir ýmisskonar minjagripir úr æviferli skáldsins — beiðursmerki og ávörp, sjaldgæfar útgáfur af verkum hans og ýmislegt úr sögum hans. — Þar er Nobelsverðlaunaskjalið, þar cru flest heiðursmerki veraldar, sem veitt eru fyrir bókmenntir, þar eru þakkarávörp og viðurkenningar úr ýmsum áttum. Eg hefði hnft gaman af að sjá í þessu safni bréf frá Matt- liiasi okkar Jochumssyni, því að hann var það islenskt skáld, sem Björnson varð kunnugastur — næst eftir Snorra Sturlusyni. Og mér hefði þótt vænt um að sjá þar bréf frá Jóbanni Sigur- jónssyni — því að það var Björnson, sem sagði honum að halda áfram er hann liafði lesið fyrsta leikrit Jóhanns „Dr. Rung“. Þegar göngu minni, sem gjarnan hefði átt að vera lengri um heimkynni Björnsons var lokið, og frú Andersen er að læsa dyrunum eftir gestinum, sem ekki kom á heimsóknartima og þess vegna fékk að vera alveg í næði til þess að heyra og sjá, segir hún: „Þér eruð íslendingur, er mér sagt. Þér munuð ekki liafa þeklct Paul Bernburg?“ „Eigið þér við Paul Bernburg fiðlu- leikara?" spurði ég. „Ja, Paul, musikeren, som bare iev- ede for musik. Han var min bror.“ Þá skyldi ég þetta með andlitið, sem ég þóttist hafa séð, þegar frúin tók á móti mér. Og ég sagði henni margt af vini mínum Bernburg og fjölskyldu hans. Og kveðju liennar til ættingj- anna á íslandi, ætlast ég til að þessi grein skili. • -----Og svo fer ég og kveð ungfrú Elsu Björnson og þakka. „Ekkert að þakka,“ segir hún. „En segið þér mér, hvaða mál eru á rcitunum i íslenska fánanum. Og hvernig er blái liturinn — nákvændega? Ilér koma gestir frá öllum löndum, einkanlega þó Norður- löndum, allt sumarið, og þá vil ég hafa alla fánana þeirra á stöng, og hafa þá rétta. Viljið þér hjálpa mér?“ Eg lofaði henni þvi. Mér fannst nefnilega, að íslendingi væri skylt að hjálpa henni lil þess, að islenski fán- inn væri réttur á Aulestad. Ekki að- eins skylt, heldur fyrst og fremst gleðiefni að fá að gera það. Og þetta sagði ég ungfrúnni á Aulestad, sem hefir séð um að staðurinn yrði ekki dautt safn heldur lifandi bústaður konunnar og skáldsins, sem nú eru fyrir löngu kominn i gröfina. Frú Karoline dó sumarið 1934, og skorti þá hálft annað ár i að hún yrði liundrað ára. Eftir að það komst til tals að liúsin yrðu keypt og gefin rikinu til eignar, sem safn, er rikið tæki við hálfu ári eftir fráfall hennar, sagði gamla konan: „Guði sé lof að ég er ekki lifandi hálfu ári eftir að ég er dauð!“ Hana langaði ekki til að heimili þcirra Björnstjerne yrði fyrir örtröð forvitinna skemmtiferðamanna. En nú koma þangað stundum 900 manns á dag, þegar mestur cr straum- urinn kringum Lillehammer. Samt býst ég við að gamla konan sé ánægð með það. Því að þrátt fyrir gesta- ganginn liefir Aulestad ekki fengið á sig þann svip að verða safn. Það er enn heimili Björnstjerne og Karoline Björnsons — svo sem það heitir fullu nafni nú, — og verður aldrei annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.