Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 14

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 14
10 w M 3WP W 3WF ’S.OP W »S.4P 3MF 3MF ’S.OP 3£>4P « 5-4F M M 3WF M 5- JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 og hafa verið það um langt skeið, þótt refurinn hafi nú tekið spón úr aski eyjaskeggja. Æðarvarp og kofutekja hafa minnkað stórum vegna hans. 1 hánorðri frá Helgafelli er Stykkishólmur, blómlegt sjávar- þorp, sem er verslunarmiðstöð við Breiðafjörð sunnanverðan. Miðja vegu milli Helgafells og Stykkis- hólms gengur langur og mjór vog- ur inn í nesið. Nefnist hann Nes- vogur, en er þó einnig kallaður Mjóifjörður. Margar kynlegar sögur eru tengdar við þann vog. Sunnan við Nesvog, í norðaustur frá Helgafelli, eru Þingvellir, hinn fornfrægi sögustaður, þar sem eitt merkasta þing á Islandi, Þórs- nesþing, átti samastað, eftir að það var flutt af Jónsnesinu, sem gengur vestur úr Þórsnesi, norð- an Hofsstaðavogs. Á þvi nesi eru Hofsstaðir, landnámsjörðin á Þórsnesi. 1 vesturátt frá Helga- SéÖ heim aö Helgafelli. Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson 3 % % \ % Ta HVERT MANNSBARN á lslandi hefir heyrt getiö um Hélgaféll i Þórsnesþingi, og ber þar einkum tvennt til. Nöfnin Hélgafell og Guörún ösvífurs- dóttir, eru svo órjúfanlega tengd saman og óskirnar þrjár, sem eiga aö rœtast, ef þær eru bornar fram eftir venjubundnum reglum viö fyrstu göngu á Helgafell, seiöa hug állra. Allir ala þá ósk í brjósti, aö þeim auönist aö koma aö Hélga- felli einhvern tíma á ævinni og bera fram löngu mótaöar óskir sínar, sem varöveittar eru innst í hugarfylgsnum hvers og eins. — 1 sögu Helgafells ber þó ýmis kenniheiti liátt önnur en Guörúnu Ösvífursdóttur og helgivenjuna viö göngu á felliö. Þorsteinn þorska- bítur, Snorri goöi og Helgafells- klaustur meö ábótum sínum varöa þar veg fram eftir öldum, og nú er svo komiö, aö saga Helgafells er vafin slikum Ijóma í hug hvers Islendings, aö vart mun hvíla meiri og almennari hélgi á öörum staö á Islandi. — Nú, á tímum visinda og deilna, eru menn þó aö jafn- aöi varaöir við, aö láta trú á ýrn- iss konar fyrirbrigöi og stefnur villa sér sýn, svo aö sannleikur- inn hverfi í þoku. En meö fullri viröingu fyrir þeirri meginreglu, aö trúnni megi ekki hasla of víö- an völl, heldur veröi vísindin aö sitja í fyrirrúmi, þá er óhætt aö fullyröa, aö vísindin hafa á sum- um sviöum illu heilli hlaupiö trúna af sér og sáö siöferöislegri upplausn í kjöljar sitt. Og spurning er, hvort hin hraöa vísindaþróun hér á landi hafi ékki sáö illgresi meöal góö- gresisins — meö öörum oröum, oröiö um of á kostnað trúar og siögœöishugmynda. -— Islendingar þurfa aö sameinast í trúnni á fleira, ef sundurþykkjan á aö hverfa. Viö eigum of fá einingar- tákn. Trúin á Hélgaféll er örlítill vísir' aö slíku einingartákni, en samt einn hinn stærsti. Og sam- nefnari þessara vísa er trúin á landiö — ékki þjóöarrembingur, heldur trúin á hiö góöa í sögu landsins og menningu. — En hvernig hefir trúin á Helga- féll oröiö til? Helgafeíl í Þórsnesþingi Svipast um af Helgafelli Norðan úr Snæfellsnesi austan- verðu gengur nes allmikið, er Þórsnes heitir, og takmarkast það að sunnanverðu af Hofsstaðavogi og Sauravogi (Vigrafirði), sem næstum því „sníða“ nesið frá landi. Þórsnesið er þéttsett kletta- borgum, en gróðurvinjar eru á milli, þótt flóasund séu víða. — Fell eitt er á miðju nesinu, og heitir Helgafell. Það er 73 metra hátt blágrýtisfjall, þverhnýpt að norðan, en aflíðandi brekka er til suðvesturs, þar sem bærinn stendur. Suðvestan við bæinn er vatn, sem eykur á prýði bæjar- stæðisins, sem þykir eitt hið feg- ursta og vinalegasta á landi hér. Þótt Helgafell sé ekki hátt og rismikið, sópar samt að því, og af kolli þess er útsýni hið besta, enda einkenna náttúrufegurð og fjöl- breytt landslag umhverfið. Fjalla- sýn er einkar fögur. 1 suðri blas- ir Snæfellsnessfjallgarðurinn við, í norðvestri Klofningurinn og í norðri sést til fjallanna á suður- kjálka Vestfjarða, Barðaströnd- inni, þótt hávaxin séu þau ekki, Um fjöll þessi mætti fjölyrða hér, en það mun látið nægja að drepa lauslega á örfá þeirra. í hásuðri er Drápuhlíðarfjall, sem flestir kannast við vegna gullkornóttra steina, sem þar hafa fundist marg- ir. Hinn ljósi litur fjallsins sting- ur mjög í stúf við f jöllin í kring og seiðir til sín augu ferðamannsins. Nokkru vestar sést upp í Kerl- ingarskarð, en um það liggur þjóðvegurinn að sunnan og kem- ur niður milli Kerlingarfjalls og Rauðukúlu. 1 Kerlingarfjalli er steindrangurinn, sem „Kerling“ er kölluð og fjallið og skarðið draga nöfn af. Sagan hermir, að kerlingin hafi kastað steini þeim hinum mikla, sem getur að líta í klettaskoru í Hvítabjarnarey, skammt undan Þórsnesi. Steinn- inn stingur mjög í stúf við um- hverfið og virðist alls ekki eiga heima í eynni. 1 suðaustri frá Helgafelli, austan Álftafjarðar, er Eyrarfjall, stórt fjall um sig og allhátt, en til vesturs getur að líta Bjarnarhafnarfjall og Eyrarfjall. Þótt fagurt sé að líta í suður til fjallanna, þá er útsýnið norð- ur og austur til eyjanna á Breiða- firði ekki síður fagurt. Höskulds- ey, verstöðin gamla, er útvörður í vestri, því að Selsker sést ekki. Innar á firðinum eru Vaðstakksey og Elliðaey, sem seiðir augað til sin með vitanum. Skammt undan landi, austan við Þórsnesið, eru Hvítabjarnarey, Skoreyjar, Fagur ey, Seley, Skákarey og fleiri, og lengra til austurs Gvendareyjar, Brokey, öxney og margt annarra smárra og stórra eyja. Norðan við skipaleið inn á Hvammsf jörð blas- ir mikill eyjaklasi við. Hæst ber Klakkeyjar, og er nyrðri „klakk- urinn“ svipaður að hæð og Helga- fell (71 metri). Helstar þessara eyja eru Hrappsey, sem allir kannast við vegna prentsmiðjunn- ar, sem þar var, og ýmissa merkra ábúenda, Bíldsey, Fagurey, Purk- ey, Arney, Langeyjar og Skáley. Margar þessara eyja eru byggðar felli, alllangt þó, eru tveir merkir sögustaðir, Berserkjahraun, sem dregur nafn af berserkjum Víga- Styrs, og Bjarnarhöfn, þar sem Björn austræni, bróðir Auðar djúpúðgu, tók sér bólfestu á land- námsöld. Fleira er þarna merkra Sögustaða frá landnáms- og sögu- öld, en rúms vegna og samhengis verður hér látið staðar numið. Snemma festu menn átrúnað á fellið Þórólfur Mostrarskegg nam land á Þórsnesi, eftir tilvísan önd- vegissúlna sinna og sat hann að Hofsstöðum. Fékk hann frá önd- verðu átrúnað mikinn á Helga- felli og segir þannig frá því i Eyrbyggju: „Þórólfr kallaði Þórsnes milli Vigrafjarðar og Hofsvágs. 1 því nesi stendur fjall eitt. Á því fjalli hafði Þórólfr svá mikinn átrúnað, at þangat skyldi enginn maðr ó- þveginn líta, ok engu skyldi tor- tíma í fjallinu, hvárki fé né mönn- um, nema sjálft gengi í brott. Þat. kallaði hann Helgafell ok trúði, at hann mundi þangat fara, þá er hann dæi, og allir á nesinu hans frændr.“ Hér kemur fram sú trú, sem algeng var meðal forfeðra vorra, að framliðnir menn byggju í björgum. Sú var t. d. trú Hvamm- verja, að þeir dæju í Krosshóla- borg. Kráku-Hreiðar kaus sér Mælifell og Svanur á Svanshóli sást ganga í Kaldbakshorn. Þorsteinn þorskabitur, sonur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.