Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 12
8 « « « « « « « 3H£ « K $* JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949
Hið fræga danska skáld, Johannes Jörgensen, sem var kaþólskrar trúar, hefir samið fjöldann
allan af ljóðum og sögum trúarlegs efnis. Hér cr ein af hinum snjöllu helgisögum skáldsins. —
Fjórði vitringurinn
frá Austurlöndum
„Og vitringarnir fceröu honum
gull, reykelsi og mirru.“
'VS^T>Æáf F® ÞESSI heyrir söfn-
uðurinn um jólin undir
kirkjuhvelfingunni, og
sé það gömul kirkja,
sem orðin hljóma í, er ekki
ósennilegt að á einhverjum
veggnum eða stoðinni sjáist
gömul mynd af Jesúbarninu í
faðmi móður sinnar, og vitring-
arnir þrir krjúpandi á kné fyrir
framan þau.
Sá fyrsti er Kaspar, hann fær-
ir gjöf úr gulli: Kaleik, vígðan
blóði — ef til vill á einhver engill
að nota hann á Golgata til þess
að taka við blóðdropunum, sem
drjúpa úr höndum hins kross-
festa.
Bak við hann fellur Melchior á
hné, nafn hans minnir á Melchi-
sedeck, prestinn frá tíð hins gamla
sáttmála, prestakónginn í Salem,
sem Abraham gerði sér ferð úr
Mamreslundi til þess að heim-
sækja, en Melchisedeck gekk fyr-
ir altarið og bar fram hina heilögu
fórn brauðs og víns, og kirkju-
faðirinn gekk til altaris hjá hon-
um árla morguns er dögg var á
jörðu, undir pálmunum í Salem.
Melchior er í prestaskrúða og veif-
ar reykelsiskerinu til Jesúbarns-
ins.
En aftast er blámaðurinn, hinn
svarti Baltasar. Hvaða sól hefir
litað þig svo dökkan, hrokkin-
hærði, varaþykki Baltasar? Kem-
ur þú frá Indíalandi, úr ríki Jó-
hanns prests, þar sem fuglinn Rok
verpir logarauðu sól-eggi á hverj-
um morgni við strönd hins kyrra
hafs? Eða komstu hingað frá
Saba, eins og drottning lands þíns
gerði einu sinni, — til að finna
þann, sem var Salómon meiri?
Fórst þú um eyðimerkur Arabíu
— safnaðir þú mirrunni, sem þú
kemur með, undir grýttu Sínai-
fjalli — og hugsaðir þú þá til
dagsins sæla fyrir mörgum öldum,
þegar fjallið allt hristist og spjó
reyk, af þvi að Jahve steig niður
á tind þess og talaði augliti til
auglitis við Móses? Safnaðir þú
mirrunni þinni þar — mirrunni,
sem María á að geyma eins og
vinber milli brjósta sér, þangað
til sá dagur kemur, að sonur henn-
ar og Guðs heilags anda hangir
þyrstur á krossi sínum og honum
verður rétt mirrublandað vatn?
Kaspar, Melchior, Baltasar —
allar myndir sýna ykkur — frá
fátæklegu steinmyndinni í Fjenn-
eslev til hins töfrandi málverks
Gentile da Fabrianos í Firenze.
Og helgir dómar ykkar hvíla i
eðalsteinsskrýddum kistum í
Kölnar-dómkirkju, og á hverjum
degi að lokinni hámessunni ganga
hinir æruverðu dómherrar að
kistum yðar til að sýna beinum
yðar virðingu.------------
--------En gömul saga segir,
að þegar þið lifðuð hér á jörð
og tókuð ykkur ferð á hendur til
Betlehem og komuð inn í fjár-
húsið og funduð barnið og móður
þess, og færðuð barninu gjafir
ykkar-------- hafi barnið ekki vilj-
að brosa til ykkar. Hinn heilagi
Jósef varð glaður þegar hann sá
gullkaleikinn — Maríu þótti heið-
ur að reykelsinu, sem var brennt
eins og á reykelsisaltarinu í Jerú-
salem, þar sem hún hafði verið
í æsku — og með tárin í augun-
um stakk hún mirrunni inn á
brjóst sér.
En barnið Jesús teygði ekki
fram litlu hendurnar eftir hinu
gljáandi gulli, og það fékk hósta
af reykelsislyktinni en sneri sér
undan er það sá mirruna, og
kyssti tárin af augum móður sinn-
ar
Og hinir þrír heilögu konungar
stóðu upp og kvöddu, eins og
menn, sem finnst að þeim hafi
ekki verið tekið að verðleikum.
En þegar höfuð og háls síð-
asta úlfaldans var horfið bak við
hólinn — þegar síðasti kliðurinn
i bjöllunum á reiðtygjum þeirra
var þagnaður, á leiðinni til Jerú-
salem — þá kom fjórði vitring-
urinn.
Hann átti heima í landinu við
hinn persneska flóa — þaðan
hafði hann með sér þrjár dýr-
mætar perlur — þær áttu að vera
gjöf til konungsins, sem fæddur
var í Vesturlöndum, og sem átti
stjörnuna, sem hann hafði séð —