Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 35

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 35
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ « ££ « ££ 3e£ » « « « « K « « « « « « 31 LITLI SKÓBURSTARINN Framháld af bls. 28. kaupa notuð leikföng fyrir Zegfra gamla. Og sem betur fór gaf þetta meira af sér á vetrum. Því að þá voru jólin í nánd og Zegfra þurfti meira af leikföngum en ella og borgaði þau betur. En undir jólin varð dálítið meira að gera fyrir skóburstar- ana, því að nú komu margir í borgina og margir voru á ferli, til þess að kaupa jólagjafir. f ár hafði Mjedit litli haft meira upp úr sér en nokkurntíma áður. Hann hafði verið sérstaklega heppinn í leikfangakaupunum handa Zegfra gamla, og hann hafði burstað fleiri skó en venju- lega. En hann var líka orðinn stærri og sterkari og duglegri. Og í ár hafði hann hugsað sér að gefa honum litla bróður sínum ruggu- hest, sem stóð í búðinni hans Zegfra og var að heita mátti nýr. Hann var orðinn svo staðráðinn í þessu, að á hverju kvöldi áður en hann fór heim lagði hann leið sína framhjá búðinni til þess að skoða hestinn. En þessi rugguhestur kostaði líka skilding, það voru ekki fáir peningar, sem þurfti til að kaupa hann. Því að Zegfra gamli var að vísu ekki dýrseldur, en hins- vegar vildi hann ekki gefa. Hann hélt sín viðskiptalög. Hann seldi ekki án peninga og ekki heldur án ágóða. En það skal sagt honum til hróss, að hann unni Mjedit þess best að fá rugguhestinn og ætlaði ekki að leggja mikið á hann. Því að hann hafði tekið eftir hve duglegur og athugull Mjedit var, og vissi líka, hve vel hann hjálpaði móður sinni. — Hann kemst áfram í ver- öldinni, drengurinn sá, sagði Zeg- fra oft við sjálfan sig, þegar Mje- dit hafði heppnast sem best að ná í gömlu leikföngin. — Hann kemst áfram, því að hann kann að leggja rétt mat á hlutina. Og Zegfra gamli hafði álit á Mjedit. Hann var einmana. Átti enga ættingja en bjó einn og um- gekkst fáa. Það mátti heita afráðið mál milli hans og Mjedits, að Mjedit fengi rugguhestinn. Zegfra lofaði að selja hann ekki öðrum. Og Mjedit litli lagði skilding eftir skilding til hliðar — hann var að safna í hestinn. Það leið að jólum, og á hverjum degi sat Mjedit í kuldanum við pósthúsið, ef ske kynni að einhver þyrfti að láta bursta skó. En svo gerðist það, sem stund- um skeður, þegar maður heldur sig vera að ná takmarkinu. Það var sérlega kalt þennan vetur og úlpan hans Mjedits var orðin slit- in. Og ef til vill var hann of naum- ur við sig til að geta sparað í hestinn og neitaði sér um að kaupa sér bolla af heitri mjólk, eins og hann hafði gert áður þeg- ar leið hans lá hjá mjólkursöl- unni. Svo mikið var víst að hann var orðinn veikur einn morguninn, — svo veikur að hann gat ekki staðið upp en varð að liggja í rúminu. En sem betur fór var duglegur læknir þarna í nágrenninu, sem annaðist um hann og gaf móður hans peninga fyrir mat og með- ulum, svo að þau liðu ekki neyð. Og Mjedit litli hjarnaði við og komst á fætur aftur. En hann mátti ekki norpa úti og bursta skó, og hann mátti ekki ganga í húsin til að kaupa gömul leik- föng handa Zegfra gamla. Og þetta var honum þung raun. Því hvernig átti hún móðir hans nú að komast af, er hann gat ekki hjálpað henni? Og hvernig átti hann nú að eignast rugguhestinn handa honum bróður sínum? En það skeður svo margt í henni veröld, og mennirnir geta breyst. Og svo skeði þetta, að Zeg- fra gamli fór að hugsa sitt hvað, eftir að Mjedit hætti að koma í búðina til hans. Því að nú gekk ekki nærri eins vel og áður að ná í notuð leikföng. Nei, nú varð Zegfra gamli að vera á þönum sjálfur, því að það var ekkert gagn í hinum strákunum, sem hann hafði. Þeir höfðu ekki hundsvit á hvers virði hlutirnir voru. Og gamli Zegfra var ekki orð- inn eins léttur á sér og hann hafði verið fyrrum. Nei, ellin fór að beygja hann. Og svo þoldi hann ekki kuldann eins vel og áður — jafnvel þótt hann snéri ullinni inn á úlpunni sinni. Og nú fór Zegfra að hugsa um, að eiginlega hefði hann haft mik- ið gagn af Mjedit, en alltaf borg- að honum illa. Já, Zegfra hélt próf yfir sjálfum sér. Hann hafði lengi niðst á þessum fátæka dreng í ábataskyni. Þessvegna var það skylda hans að gera eitthvað fyrir hann núna, er hann var veikur. Það eru ekki allir sem hugsa svo. En Zegfra gamli gerði það, af því að þegar öllu var á botninn hvolft. var hann bæði góður og réttlátur. Og þannig urðu veik- indi Mjedits litla til þess, að einn góðan veðurdag braut hann við- skiptalög sín og afréð að láta Mje- dit eignast rugguhestinn fyrir ekki neitt. Hann tók rugguhest- inn, vafði pappír utan um hann og fór þangað sem Mjedit og móð- ir hans áttu heima, og drap á dyr. — Kom inn, sagði Mjedit litli. Hann sat dúðaður í teppi hjá ofn- inum og var hryggur yfir að bráð- um voru komin jól og hann hafði ekki getað eignast rugguhestinn handa bróður sínum. Zegfra gamli kom inn og hon- um hnykkti við er hann sá hve magur og fölur Mjedit var orð- inn. — Hérna er rugguhesturinn þinn, dregur minn, flýtti hann sér að segja og rétti Mjedit hann. — Og þú átt ekki að borga hann. Mjedit gat varla þakkað fyrir sig, svo hrærður varð hann af fögnuði. Hann vissi best sjálfur hvað það þýddi fyrir hann að brjóta viðskiptalög sín og selja bæði án peninga og hagnaðar, og skildi þessvegna til hlítar hve stór gjöf þetta var. Þegar ég verð hress aftur, skal ég hjálpa þér enn meira til að borga þetta, sagði hann. Og Zeg- fra vissi, að Mjedit mundi efna það. — Jæja, það er gott, drengur minn, sagði hann og klappaði Mjedit á kollinn um leið og hann fór. — En það skeði fleira með Zegfra gamla. Hann var aldrei vanur að taka mark á jólunum. Fyrir hans sjónum voru þau að- eins dagar, sem hann var enn þreyttari en hann var vanur, vegna annanna á undan. Það var komin einhver mýkt og þrá i hjarta hans. Nú vildi hann ekki sitja einn heima á aðfangadags- kvöldið, eins og hann hafði alltaf gert áður. Nei, hann ætlaði að biðja Mjedit og móður hans að lofa sér að halda heilög jól með þeim. Og hann ætlaði að senda peninga á undan sér til að gera innkaup fyrir, svo að þau þyrftu ekkert að vanta á jólunum og eftir jólin. — Þannig atvikaðist það að Zeg- fra gamli barði aftur að dyrum hjá Mjedit og móður hans, í spá- nýrri gæruskinnskápu á jóla- kvöld. Og Mjedit lauk upp sjálfur. Hann var í nýjum, hlýjum fötum og þurfti ekki að sitja dúðaður við ofninn. Gleðileg jól! sagði Zegfra gamli og tók fast í höndina á Mjedit og síðan í hönd móður hans. — Gleðileg jól, svöruðu þau. Og svo hjálpuðu þau Zegfra úr gæruskinnskápunni og leiddu hann að jólaborðinu. Það var hátíðlegt fyrir Zeg- fra gamla að sitja við jólaborðið. Og það var fögnuður hjá Mjedit og móður hans að hafa nóg til að bera á borðið — og hjá litla bróð- ur, sem hafði fengið rugguhest- inn. >*& >£& >£& PARADlS Á JÖRÐU Niðurlag af bls. 38. sem ég naut þegar ég hallaði höfðinu að brjósti þér, og þú spurðir hvort mér liði vel. Hann laut að henni og hvíslaði: ,,Eg á litla telpu, Winni, og ekkert væri mér kærara en að þú tækir hana að þér. Mamma hennar dó fyrir rúmu ári.“ Nú fór þjáningarsvipur um and- litið og hún ýtti honum frá sér. „Drottinn minn!“ stundi hún. ,,Eg hélt að ég hefði afstaðið það versta — að ég gæti ekki lifað neitt verra en ég hefi gert. En þetta .... þetta . . . . “ Hún stóð upp, studdist við stól- bakið og horfði á hann. ,,Eg hélt að þú vissir.....“ Hún gat varla stunið upp orðun- um. ,,að ég giftist fyrir einu ári. Það er of seint, Martin — elsku Martin.“ Hún sneri frá og gekk hægt út úr matarvagninum. Nú voru augu hennar ekki stór og dimm lengur. Sjáöldrin höfðu dregist saman, og engin glampi í augunum. RÁÐNINGAR á jólaspilinu bls. 29. Steinaríkið: Kólafata, Eimreið, Skœri, Glas, Hringur, Mekanó. Jurtaríkið: Jólatré, Brauð, Bók, Vindlar, Ávextir, Tréskór. Dýraríkið: Loðkápa, Gæsasteik, Húfa og vettlingar Stígvél, Bjúga, Barn. Límiö þennan liring á pappa, klippiö hann út úr blaöinu og festiö hann í miöjuna á stóra spjaldinu með teiknibólu, en þrýstiö ekki bólunni fast niöur, því að hringurinn veröur að geta snúist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.