Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 19
JÓLABLAÐ FALKANS 1949 £ ££ £« 3HE S“S 5« » 3Ht 5« « 3HE 3HE 3»E 5« 5« 3Sr* 15
ust ekki sjá þau. Til þess að vekja
athygli gerði Doré málverkin sín
stærri og stærri, margra metra há
með ógrynnum af myndum í eðlilegri
stærð. En það stoðaði ekkert. Þegar
hann hafði tekið þátt i sýningunni í
átján ár var loksins minnst á liann i
„Gazette des Beaux Arts“ og þar fékk
hann að vita það, sem hann hafði
grunað gagnrýnendurna um að álíta:
að hann væri ekki neinn málari.
Gustave Doré teiknaði nálægt 10
þúsund myndir og hafði um 7 mill-
jón franka upp úr þeim. Hann var með
ríkustu listamönnum sinnar tíðar í
Frakklandi. Skoðun hans á lífinu og
viðfangsefnum samtíðarinnar var
jafnan fremur barnaleg. Hann hélt
áfram að vera undrabarn, bráðþroska
en aldrei fullþroska, hungraður eftir
lífi en aldrei fyllilega lifandi. Móðir
hans virðist hafa haft mikil áhrif á
hann -—liún fór alltaf með hann eins
og hann væri barn. Eigi verður séð
að hann hafði orðið fyrir áhrifum af
öðru kvenfólki en móður sinni og
fóstru, hann var jafnan dálætisbarn
— eins eftir að hann var orðinn pip-
arsveinn. Hann var 49 ára þegar móð-
ir hans dó og sjálfur lifði liann aðeins
fáum árum lengur.
Húsið við Saint Dominique varð
miðdepill tilveru hans, — á sumrum
fór hann með einhverjum kunningj-
um sínum til Spánar, Sviss eða Ítalíu
til að fá hugmyndir að teikningnm
og umhverfi. En sjaldan gerði hann
teikningar í þessum ferðum, hann
virtist geta geymt allt sem hann sá
í hugskotinu og teiknað það eftirá.
Þegar hann kom til Parisar undir
haustið skipti hann sér milli starfsins
og skemmtananna og ákafinn var sá
sami við hvorttveggja. Hann var jafn
fimur í skrokknum og gekk jafn vel
á höndunum og hann hafði gert í
barnæsku. Hann hafði líka gaman
af söng og liljóðfæraslætti, lék sjálf-
Skógarmynd úr ævintýrum La Fontaine
ur á fiðlu og söng þjóðlög frá Elsas.
í fimmtudagssamkvæmum vinar síns
Theophile Gautiers skemmti hann sér
jöfnum liöndum við að leika barna-
leikrit með unglingunum, herma eftir
eimreiðum og dansa eindansa. Og
sunnudagssamkvæmi lians í Saint
Dominique voru beinlínis eins og
kjötkveðjuærsl í föstuinngangi. Þegar
póstmálastjórinn franski var gestkom-
andi hjá honum hafði hann breytt
borðstofunni í pósthús, pentudúkarn-
ir voru brotnir saman eins og um-
slög og kökurnar eftirlikingar af
símskeytaeyðublöðum. Eitt sinn er
frægur málari var gestur hans var
gestunum skipað þannig niður í hópa,
að það minnti á eitt af málverkum
gestsins.
í þessum samkvæmum var veitt vel
og mikið etið og drukkið. Þar var
hljóðfærasláttur og þar voru sýnd
„lifandi tabieau.“ Þar kom frægt sam-
tiðarfólk svo sem Rossini, Kristina
Nilsson, Adelina Patti, Franz Liszt,
Alexander Dumas eldri og yngri, Gon-
courtbræður, Victor Hugo og fleiri.
En það var tvennt sem aidrei mátti
tala um i samkvæmum Doré: stjórn-
mál og málverkalist. Því að þegar á
þetta var minnst fannst húsbóndan-
um að liann hefði lent á skakkri öld.
Það eru til þrjár myndir af Doré,
sem vert er að minnast á. Sú fyrsta
er ljósmynd, tekin er hann var nær
27 ára, af einum samverkamanni hans
lijá Pliilipon, teiknaranum og ljós-
myndaranum Nadar. Þar er hann eins
og barn með laglegt yfirskegg og
dreymandi augnaráð, trefillinn laus
úti á öxlum að þeirra tima „bohéme“
hætti, og andlitið hvítt eins og gips
undir svörtu hárinu. Önnur myndin
er skopmynd, gerð tiu árum siðar af
André Gill, í blaðinu Eclipse. Hún er
dálítið illgirnisleg og sýnir skoðun
samtiðarinnar á hinum framgjarna,
rika listamanni: feit, tröllvaxin brúða
Það mætti þykja líklegt að ungur
listamaður af því tagi sem Doré var
liefði heilsað febrúarbyltingunni 1848
með eldmóði og hyllt komu II. lýð-
veldisins, eins og t. d. Daumier gerði.
En það var öðru nær. í augum Dorés
var byltingin ekki annað en skríls-
uppþot sem vakti megnasta viðbjóð
lijá lionum. Hann sagoi að einu hlunn-
indin scm hann hefði af byitingum
væru þau, að þær gæfi honum tækifæri
til að kynna sér hvernig múgur liti
út — og það gat hann notað sér í
hópmyndum sínum.
Þegar Gustave var seytján ára varð
móðir hans ekkja, og fluttist árið
eftir til Parísar og leigði sér þar hús
i Rue Saint-Dominique. Með henni
komu systkini Dorés og gömul fóstra
hans.
Þannig varð Gustave framfærandi
aðeins átján ára gamall, og varð því
að afla fjár. Honum var þetta auð-
leikið, jafn mikil og vinnugleði lians
og vínnuþrek var, en það er ekki ó-
liklegt að list hans hefti orðið sam-
ræmdari og fágaðri, ef hann hefði lif-
að við önnur kjör.
Hann hafði jafnan talið starf sitt
hjá Philipon — en það var í þvi falið
að teikna myndir úr Parísarlífinu og
einfaldar skopmyndir — sem hreina
„blaðamennsku". Eftir að þáttaskipti
urðu í ævi hans eftir að hann hafði
sigrað með teikningum sínum í Gar-
gantua og Pantagruel 1854, hætti liann
líka að vinna lijá sinum fyrsta vinnu-
veitanda, er liafði komið lionum á
framfæri og „uppgötvað“ hann. Á-
form hans var að gera myndaflokk úr
öllum hinum klassisku bókmenntum
Evrópu. Og nú komu þau verk, sem
urðu hyrningarsteinarnir að lífsstarfi
hans: Skemmtisögur Balzacs 1855,
Inferno Dantes og Ævintýri Peraults
1861, Lygasögur Miinchausens 1862,
Don Quixote 1863, Biblían 1866, Sögur
La Fontaine og Paradísarmissir Mil-
tons 1867.
Þessir stórflokkar mynda i ýms
meistaraverk bókmenntanna urðu til
á aðeins tólf árum. En jafnframt
teiknaði hann kynstrin öll af léttara
taginu — hann var hræddur um að
einhverjum keppinaut kynni að skjóta
upp þar og bola honum frá, og tók því
allt að sér sem hann komst yfir, teikn-
ingar i rómana og fréttateikningar
(hann teiknaði m a. fjölda mynda úr
Krím-stríðinu), sem hann gerði heima
í vinnustofu sinni eftir ljósmyndum.
Hann hafði ótrúlega mikið vinnuþrek.
Einn af félögum hans liefir gefið brot
úr lýsingu á honum, sem hér skal
vitnað í:
„Eg hefi séð Gustave Doré vinna
sér inn tiu þúsund franka á einni
morgunstund. Hann hafði 15 til 20
teikniblöð fyrir framan sig og gekk
á milli þeirra og teiknaði til skiptis,
svo fljótt og örugglega að það var
ótrúlegt. Hann fullgerði sjaldan teikn-
ingu í einni lotu, heldur hljóp í marg-
ar á víxl. Einn morguninn gerði hann
eigi færri en 21 ágæta teikningu og
lauk við þá síðustu þegar klukkan var
að slá tólf. Svo henti hann penslinum
frá sér hlæjandi, kastaði höfðinu aft-
ur með sinum sérstaka hætti, svo að
hárið lagðist í öldur, og sagði við
mig í gamni: — Þetta var nú eklci
sem afleitast morgunverk. Hér er nóg
af pappír handa lieilli fjölskyldu til
að lifa á i heilt ár. Finnst þér ég hafi
unnið til að fá mér vel útitátinn mat-
arbita? Svei mér ef ég er ekki soltinn.
Eigum við að fara?“
Doré fékkst við tréskurðarteikning-
arnar á morgnana en síðdegis helg-
aði hann sig því, sem hann unni mest:
málverkinu. Frá þvi að hann var
17 ára hafði hann jafnan sent mál-
verk á árssýninguna, en hann seldi
aidrei neitt, og gagnrýnendurnir virt-
Frá, höfninni í London