Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 22

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 22
18 « « « « ** « « 3HE S-S 3HE 3HE 34« 5« S- Jölablað fálkans 1949 ^4a^e Vons: Góðra vina fundur Iílukkan 4Vi á aðal brautarstöð- inni í Stokkhólmi hinn 24. desember 1946. Byrjað að draga úr umferð- inni, ösin mikla liðin hjá, flestir kornnir heim i jóla gleðina, en aðeins ,strandaglóparnir‘ eftir. Sjálf var hún strandaglópur, þar sem hún strunsaði út á götuna til að ná sér i bifreið, hlaðin pinklum og bögglum og með burðarmann með koffortin liennar á eftir sér. Hún var þreytt og þráði að komast i rúmið, nlýtt rúm með hitapoka (loksins að liggja í sínu eigin rúmi!) — og svo að fá nokk- urra daga kyrrð og ró eftir allar hörmungarnar, er hún hafði séð í Vinarborg, og eft- ir Inferno Mið- Evrópu, sem hún átti að segja frá í greinarflokki i blaðinu sinu. „Ella! .. Ella ! Hún leit upp og stansaði fljótlega. Nei, þetta var ó- mögulegt! Hún tók hendinni um enn- ið og sagði, eins og úti á þekju: — „Ragnar — hvað er þetta, Ragnar — ertu kominn heim aftur?“ „Já, ég er kom- inn heim. Fyrir heilum mánuði?“ „Og livert ætlarðu nú að fara?“ „Nei, ég er ekkert að fara,“ sagði hann brosandi, „en er ekki brautar- stöðin hérna einskonar liæli heimilis- lausra á aðfangadagskvöld?“ Hún hló. Skrítnar kringumstæður þetta: Hún með koffort og burðar- mann og ekki í rónni fyrr en hún kæmist i bað og fengi að komast i rúmið sitt — og þarna stóð Ragnar i rennilegum skotavaðmálsfrakkanum og með brúnan hatt — og vissi ekki hvað liann átti af sér að gera um kvöldiö. Ef hún hefði vitað þetta fyrir þá hefði mátt gera sér einhvern dagamun. Annaðhvort var það nú. Að þau skyldu eiga að hittast þarna á aðalbrautarstöðinni eftir (að henni fannst) óendanlega mörg ár! Heim- ilislaus Ragnar, sem sennilega bjó á Grand Hotel. — Ragnar, máske eftir- sóttasti maðurinn af jafnöldrum henn- ar, kapteinn i enska hernum í styrj- öldinni og hákrossaður — og einu sinni fyrir ævalöngu skólabróðir hennar. „En livaðan ert þú að koma? Og hvert ertu að fara?“ spurði hann. Hún sagði honum það, í sem fæstum orðum. Þau voru komin út og lög- regluþjónninn benti bifreið að koma til hennar. „Lofaðu mér að minnsta kosti að hjálpa þér með farangurinn,“ sagði liann. Hún jánkaði því og sagði bílstjór- anmn heimilisfangið: Drottninggatan. Hún hugsaði með sér, að hún gæti þó að minnsta kosti boðið honum upp á glas. Stina, hjálparhellan hennar, mundi vafalaust hafa búið allt undir komu hennar. Því að Stína hafði ver- ið látin vita símleiðis, að húsmóðirin væri væntanleg. Hún varp öndinni eins og henni Jétti þegar hún kom inn í ibúðina sína. Hitinn — eftir alla kólguna þar syðra — streymdi á móti lienni. Á borðinu i vinnustofu hennar lágu lirúgur af bréfum og allmargir bögglar. Blómin stóðu i blómaglösunum. Sem snöggv- ast lá við að hún gleymdi því að Ragnar var með henni. Eg er heima, hugsaði hún með sér, ég er að minnsta kosti þar, sem ég get falið mig og sleikt sárin mín. í Mið-Evrópu er önn- ur hver manneskja heimílislaus, og nú segir Ragnar að hann sé líka — — bull! Hann hafði borið inn töskurnar hennar og stóð nú og skimaði kring- um sig. „Jú, ég þekki ýmislegt hérna aftur, að heiman frá þér,“ sagði hann. — „Gústavínska bekkinn þarna og skatt- holið — og þarna liangir fyrsta mynd- in mín af þér. Skrítið hvað maður getur breyst. — Eg á við, bve mikið tæknin hefir breyst hjá mér, málara- tæknin. En þú ert vitanlega... .“ „Æ, enga gullhamra, Ragnar minn! Þau augnablik eru til að jafnvel trú- gjarnasta kvenfólk er ómóttækilegt fyrir skjall. Eg hefi verið á ferðalagi síðan í fyrradag .... Og það skal sterkt andlit til þess....“ ,.Nú ætla ég að fara, en aðeins með V því skilyrði að þú lofir þvi að ég megi heimsækja þig bráðum." „Nei, þú ferð ekki. Þú sest hérna og litur i blöðin. Stína hefir lagt þau nýjustu á boröið, og þegar ég hefi þvegið mér, færðu glas. Það er að segja, ef þú hefir tima til þess.“ „Ótakmarkaðan tima. En þarft þú ekki að fara eittlivað út?‘ Hún Jiristi höfuðið. Hún nennti ekki að fara að gefa skýringar og Ragnar mundi ekki kæra sig um þær. Þau voru svo góðir og gamlir kunningjar, að þrátt fyrir það að þau höfðu ekki sést í mörg ár, fóru þau fljótlega að tala i þeim kumpánlega ertnistón. sem þeim var laginn. Þegar hún kom inn aftur sal hann við lestur, eins og bríkastóllinn væri hans daglegi hvíldarstaður. Hann liafði lag á því að verða eins og lieima hjá sér með stuttum fyrirvara, þar sem hann kunni við sig á annað borð. „Já, þetta hefir svei mér hjálpað,“ sagði hann og leit aðdáunaraugum á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.