Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 30

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 30
/ Jólablað barnanna 4 4 4* 4* 4* 4» 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4» 4»4*4*4*4*4*4*4*4*4*4* *:4*44*4*4*4*4444444444444444444444 Falleg jólakarfa. Þessi litla jólakarfa er úr gljápappír með tveimur litum. Ef þið veljið t. (1. rautt og hvítt eru stykkin I og III úr rauðum, og IV og II úr hvítum pappir. Hankann (III) og tvö fer- liyrndu stykkin verðið þið að teikna eftir málinu, sem við þau stendur með reglustiku á ranghverfuna á pappírnum., Botninn (IV) er sýndur í réttri stœrð hérna á myndinni. — Þegar þið límið hann á pappa og klippið hann (pappann) út, getið þið teiknað botninn eftir pappastykkinu á gljápappirinn. Utan á botninn er teiknaður limiugarkantur. sem er ská- strikaður á myndinni. Nú eru öll stykkin klippt nákvæm- lega út. (I) er límt saman í hring. Meðan límingin er að þorna beygið þið allan limkantinn á botninum inn að ranghverfunni á gljápappírnum. Svo er rétthverfan á limkantinum lím- borin og botninn límdur innan í hringinn. Næst tökum við hvita pappirsstykk- ið (II). Það er brotið saman með rétt- hverfuna út og brotið látið vera hvasst. Takið blýant og reglustiku og gerið strik með % cm. millibili, frá brotinu og uppundir brúnina, en fyrir alla muni ekki alla leið, svo að stykkið fari ekki í tvennt. (sjá Ila). Beygið % cm. af brúninni út móti rétthverfunni (báðar brúnirnar). — Þetta er límkanturinn. Gerið brotið hvasst, svo að hægt verði að sjá það eftir að límkanturinn hefir verið brettur upp aftur. Klippið svo eftir blýantsstrikunum, upp að límkant- inum. Brjótið svo pappírsblaðið sund- ur, límberið kantinn (á ranghverf- unni) og festíð hvita pappírinn utan á þann rauða (sjá efstu myndina). Þegar hankinn er kominn á er karfan tilbúinn. Jólastjörnur. Vitið þið að hægt er að búa til allra fallegustu jólastjörnur úr punt- stráum eða hálmi? í hverja stjörnu á að nota 6 jafnlöng strá, og svo þarf maður tvinnaspotta, ef maður notar hálmstrá. Maður þræðir þau nefnilega saman, 3 og 3, eins og sýnt er á miðri myndinni og bindur end- ana saman, svo að hver 3 strá myndi þríhyrning. Svo bindur maður þrí- hyrningana saman, eins og sýnt er á efstu myndinni. Úr punti má búa til stjörnukross, eins og sýndur er á neðstu myndinni. Til þess að stráin leggist ekki saman verður að vefja festiþráðinn á milli þeirra, þegar langstráin og þverstráin eru bundin saman. Skraut á jólaborðið. Jólaskrautið er dýrt ef maður á að kaupa það, en það er bæði auðvelt og skemmtilegt að búa það til sjálfur. Úr berjalyngi, mosa, reyniberja- klösum og mörgu fleira, sem hægt er að finna úti í náttúrunni, má gera margskonar fallegt skraut. Auk þess þarf dálítinn köggul af mótunarleir (eða „plastilina), sem fæst í máln- ingarvöruverslunum, og sterinkerti. Leggið gamalt blað á borðið áður en þið byrjið. Hnoðið leirinn í kúlu. þangað til hann er orðinn mjúkur og þrýstið svo kúlunni niður á blaðið, svo- að hún verði flöt að neðan. — I Kertinu er stungið ofan í kúluna að ofan, og gætið þess að það standi beint því að annars getur það runnið niður þegar kveikt verður á því. Stingið svo lyng-öngum inn í kúluna allt i kring og hyljið bilin með mosa, svo að hvergi sjáist í leirinn. Og skreytið svo með rauðum berjum hér og þar. Þeg- ar þið setjið þennan fallega stjaka á jólaborðið er vissast að hafa disk eða pappaspjald undir honum, svo að ekki komi blettur í dúkinn. Leikföng úr valhnotum. Ef svo ólíklega kynni að ske að vallinotur verði til í búðunum í ár, og nokkrar þeirra slæddust heim til ykk- ar, þá skulið þið ekki brjóta þær til að ná í kjarnann heldur opna þær varlega um samskeytin, því að ýmis- Iegt skrítið má gera úr skelinni. Þið getið t. d. búið til seglbát eins og þennan, sem sést á mynd a. Mastr- Jólahafur úr basti. Úr basti utan af blómvendi má búa til ofurlítinn jóla-hafur til að prýða jólatréð. — Við byrjum með hornun- um, því að þau eru það mikilverðasta við geithafurinn. Takið þrjá bast- þræði, 12 cm. langa og gerið fléttu úr þeim. Bindið rauðu bandi um báða enda. í fæturna þarf 8 bastþræði, 8 cm. langa. Bindið 4 og 4 saman á endunum með rauðum þræði. Kropp- urinn og 'hálsinn eru úr 4 þráðum, 6 ^cm. löngum. Og svo þarf einfaldan "'ibastþráð til að festa stykkin saman. — Þið takið fyrst fæturna og beygið þá eins og sýnt er á 1. Leggið kropp- inn ofan á (2) og beygið hálsinn upp. Sívefjið svo þessu saman. Þegar kom- ið er að framlöppunum er vafið áfram utanum hálsinn og leggið svo horna- fléttuna við og vefjið áfram. Síðan er sívafið sömu leið til baka og endinn festur vel. ið er eldspýta, fest með gipsi eða kannske bara með tuggugúmmii. — Límið svo eldspýtubrot út á brúnina, það verður bugspjót og bóma. Segl- in eru úr hvítum pappír. * Eða hvað segið þið um skjaldbök- una á mynd b. á bls. 27 neðst til hægri. Það er auðvelt að búa hana til. Klippa út pappa eftir sniðinu á myndinni, líma skelina á það og beygja lappirn- ar niður og hausinn upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.