Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 38

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 38
Dómkirkjan i Skálholti í tíö Brynjólfs biskups Svemssonar. Um jSbÁlboltsstAð > ISKUPSSTÓLL varð í §$’ Skálholti með biskups- 'tign Isleifs Gissurar- sonar. Hann var vígð- ur til biskups á hvitasunnudag 1056. Heimkominn frá vígslu setti hann stól sinn í Skálholti, en þar hafði setið faðir hans, Gissur hvíti, „er með kristni kom til Is- lands“, og afi hans, Teitur, fyrst- ur byggt bæ, segir í Hungurvöku. Sonur Isleifs, Gissur, varð biskup eftir hann, og tók „tign og virð- ing svo mikla þegar snemmendis biskupsdóms síns, að svo vildi hver maður sitja og standa, sem hann bauð, ungur og gamall, sæll og fátækur, konur og karlar, og var rétt að segja, að hann var bæði konUngur og biskup yfir landinu meðan hann lifði. Hann hafði eigi allt land í Skálholti til ábúðar fyrst nokkra stund, af því að Dalla, móðir hans, vildi búa á sínum hlut landsins, meðan hún lifði. En er hún var önduð og biskup hlaut allt land, þá lagði hann það állt til kirkju þeirrar, sem þar er i Skálhólti, og hann sjálfur hafði gjöra látið, þrítuga að lengd, og vígði Pétri postula. Og mörg gæði önnur lagði Giss- ur biskup til þeirrar kirkju, bæði i löndum og lausafé, og kvað á síðan, að þar skyldi ávallt biskups- stóll vera, meðan Island er byggt og kristni má haldast“. Með Gissuri biskupi verður Skálholt hinn raunverulegi höfuð- staður . Islands, „allgöfugastur bær á öllu lslandi“, svo sem Hungurvaka segir, kirkjulegt og menningarlegt öndvegi landsins. Þar var móðurkirkjan „móðir allra annarra vígðra húsa á Is- landi“. Þar var skólahald með blóma löngum í skjóli hinna bestu biskupa, enda höfðu þeir setið við brunna erlendrar hámenningar, en stóðu jafnframt rótum djúpt í þjóðlegum, íslenskum jarðvegi. Altari dómkirkjunnar gömlu. Stjalcarnir eru gjöf frá Islands Compagnie, versl unarfélaginu, sem þá hafði verslunina við Island. Það gaf og prédikunarstólinn, sem enn er í kirkjunni og skírnarfontinn, sem kominn er á Þjóðminjasafnið. g. JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 Bágt er að eiga engar menjar þeirra mannvirkja og stórbygg- inga, sem prýtt hafa Skálholts- stað. Við eigum ekki veggjarbrot, ekki eina fjöl frá tímum Gissur- ar biskups. Frá sama tíma eru til óbrotgjörn musteri í nágranna- löndunum. Og á því skeiði, sem Skálholt var að eflast, þróaðist gotneska byggingarlistin til þeirr- ar vegsemdar, sem aldrei varð far- ið fram úr í húsagerð, hvorki áð- ur né síðar. Ekki sátu að jafn- aði minni skörungar á stóli í Skálholti en annars staðar á mið- öldum. En landið var fátækt, m. a. snautt af heppilegu byggingar- efni. Eigi að síður má furðu gegna að aldrei skyldi ráðist í byggingu varanlegra mannvirkja á biskups- stólunum. Auðunn biskup rauði (1313-1322) lagði grunn að mik- illi steinkirkju á Hólum, en það verk varð aðeins byrjun. Sá þráð- ur var ekki upp tekinn fyrr en á síðasta skeiði Hólastóls, þegar Gisli biskup Magnússon reisti þá kirkju á Hólum, sem nú ber af öllum öðrum hérlendis. I nágrenni Skálholts er grjót illa fallið til bygginga. Má vera, að það hafi og dregið úr áræði Skálholts- biskupa á þessu sviði, að Skálholt er á miklu jarðskjálftasvæði. Síðastur biskup í Skálholti í rómverskum sið var ögmundur Pálsson. Um hans daga brann dómkirkjan í annað sinn (1526, hafði áður brunnið í tíð Árna biskups Helgasonar 1309). Eldur- inn kom upp á miðjum aftni og brann hún til kaldra kola á þrem klukkustundum. Enginn vissi upp- tök brunans, hvort heldur var af lofteldi eða ógætilegri meðferð. Vindur var af norðri og lagði reykinn og logann yfir staðarhús- in og sviðnuðu þau af hita og neistaflugi og lá við borð, að stað- urinn brynni allur. En þá snerist vindur til útsuðurs og siðan gerði hvelfiskúr svo mikla, að lækir runnu eftir vellinum og slökktu allan eld. Þá var kirkjan brunnin til ösku. Biskup var á Alþingi, þegar þetta bar að, og flestir karlar staðarins. En klerkar á staðnum og konur komu undan bókum og mestöllum messuskrúða. Sagt er, að tvær konur hafi borið úr kirkj- unni brík þá hina miklu (ögmund- arbrík), sem yfir altarinu var, og aðrar tvær Þorláksskrín með öll- um búnaði og þótti jarteikn. ögmundur biskup hafði staðið í ströngu á þessu þingi, eins og stundum áður. Svall þá sem mest óþokki með þeim biskupunum, Jóni Arasyni og honum, og fjöl- menntu báðir til þings. Hafði ög- mundur að sögn 12 eða 13 hundruð vigra karla en Jón níu og horfði lengi svo, að lið þetta mundi berjast þar á þinginu. En
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.