Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 26

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 26
22 « 3WS 3Wt 3HÍ 3HE S-S M « SHE S-Æ ** JHt SSL » 5« « & jölablað falkans 1949 já, meira að segja þegar. hann hentist yfir mig, en það kærði ég mig nú ekki um í þá daga. En hér uppi er svo hræðilega einmana- legt.“ „Pí pí, sagði lítil mús í sömu andrá og skaust út úr holu. Svo kom önnur á eftir henni. Þær þefuðu af grenitrénu og skutust inn á milli greina þess. „Hér er hræðilega kalt,“ sagði litla músin, „annars væri hér ágætt að vera. Ekki rétt hjá mér, þú gamla greni- tré?“ „Eg er alls ekki gamalt,“ sagði grenitréð. „Það var núna í vetur, sem ég kom út úr skóginum. Eg er á besta aldri, en hefi lítið vax- ið undanfarið.“ „En hvað þú segir fallega frá,“ sögðu litlu mýsnar, og nóttina eftir komu þær með fjórar aðrar litlar mýs, sem áttu að heyra tréð segja sögur og því meira sem það sagði, því greinilegar mundi það sjálft eftir öllu, og því fannst að það hefði í raun og veru verið ágætis tímar. „En þeir gætu kom- ið aftur,“ hugsaði tréð með sjálfu sér. „Klumpa-Dumpi valt ofan tröppurnar og fékk kóngsdóttur, ef til vill fæ ég líka kóngsdóttur.“ Og svo hugsaði grenitréð um litla, yndislega birkihríslu, sem óx úti í skóginum. 1 augum trésins var hún dásamleg kóngsdóttir. „Hver er Klumpa-Dumpi?" spurðu litlu mýsnar. Og þá sagði grenitréð allt ævintýrið, því það gat munað það frá orði til orðs, og litlu mýsnar voru að því komn- ar að stökkva upp í trjátoppinn af einskærri ánægju. Næstu nótt komu ennþá fleiri mýs og á sunnu- daginn komu meira að segja tvær rottur. En þær sögðu, að sagan væri ekki skemmtileg og við það urðu litlu mýsnar hryggar, því að nú fannst þeim einnig minna til hennar koma. „Kanntu aðeins þessa einu sögu?“ spurðu rotturnar. „Aðeins þessa einu,“ svaraði tréð, „en hana heyrði ég á því kvöldi sem ég hefi hamingjusam- ast verið, en þá gerði ég mér ekki grein fyrir hve hamingja mín var mikil.“ „Þetta er ákaflega léleg saga. Kanntu engar um flesk og tólgar- kerti?" „Nei!“ sagði tréð. „Þá þökkum við fyrir okkur," sögðu rotturnar og fóru inn í hol- ur sínar. Að lokum fóru einnig litlu mýsnar, og þá sagði tréð og stundi: „Það var þó ekki nema skemmtilegt þegar þær sátu i kringum mig litlu mýsnar og hlustuðu á mig segja sögur. En nú er því einnig lokið, en ég skal muna eftir að gleðjast þegar ég verð tekin héðan aftur.“ En hvenær gerist það? Jú, það var morgun nokkurn, að fólkið kom og fór að taka til á loftinu. Kassarnir voru teknir burt og tréð dregið fram, því var kastað fremur ónotalega á gólfið, en brátt dró einn af vinnumönnun- um það í áttina að stigaskörinni, þar sem dagsbirtan skein. „Nú byrjar lífið að nýju,“ hugsaði tréð. Það fann hreint loft leika um sig og fyrsta sólargeisl- ann skína á sig og nú var farið með það út í húsagarðinn. Allt þetta gerðist svo fljótt að tréð gleymdi alveg að líta á sjálft sig, það var svo margt að sjá í kring. Húsagarðurinn lá upp að aldin- garði, og þar inni var fjöldi út- sprunginna blóma. — Rósirnar hengu ferskar og ilmandi út yfir grindverkið. Linditrén voru í blómskrúði og svölurnar flögr- uðu til og frá og sögðu „Kvirrí- virrí-ví, maðurinn minn er kom- inn,“ en ekki áttu þær með því við grenitréð. „Nú skal ég njóta lífsins," sagði það fagnandi og breiddi langt út greinar sínar, en vei, nú voru þær allar visnar og gular. Og því var komið fyrir úti í garðshorni innan um illgresi og netlur. Gullpappírs- stjarnan var ennþá í toppi þess og glitraði nú í glaða sólskininu. 1 garðinum voru tvö börn að leika sér, en þau höfðu verið með kátu börnunum, sem döns- uðu kringum tréð á jólunum og höfðu haft svo gaman af því. Yngri krakkinn kom nú þjótandi og reif af því gullstjörnuna. „Sjáðu hvað ennþá er eftir á gamla ljóta jólatrénu," sagði hann og tróð á greinunum svo að brak- aði í þeim undan stígvélum hans. Og tréð horfði á allt þetta blómaskrúð og gróðurhaf í aldin- garðinum og þegar það leit á sjálft sig', óskaði það sér nú að það hefði verið kyrrt í skúma- skotinu á háaloftinu. Það hugs- aði um sína blómlegu æsku í skóg- inum, um aðfangadagskvöldið skemmtilega og um litlu mýsnar, sem af svo mikilli ánægju höfðu hlustað á söguna um hann Klumpa-Dumpa. „Nú er öllu lokið," sagði ves- lings tréð. „Að eg hefði aðeins notið gleðinnar meðan ég gat. En nú er úti um allt.“ Og svo kom vinnumaðui'inn og hjó tréð í smábúta og nú lá það þarna bundið í knippi. Það log- aði svo ágætlega undir stóra öl- katlinum og það andvarpaði svo þungan, hvert andvarp var eins og lítill skothvellur. Þessvegna komu börnin, sem voru að leika sér hlaupandi inn og settust fyrir framan ketilinn, og horfðu inn í hann um leið og þau hrópuðu „píp-faff!“ en við hvern smell, sem ekki var annað en djúpt and- varp, þá hugsaði tréð um sum- ardag í skóginum, um vetrarnótt þar úti þegar stjörnurnar tindr- uðu og það hugsaði um aðfanga- dagskvöld og Klumpa-Dumpa, eina ævintýrið, sem það hafði heyrt og sem það kunni að segja öðrum, og svo var tréð brunnið til ösku. Drengirnir léku sér í garðinum og sá þeirra sem minni var, hafði fest gullstjörnuna á brjóst sér, stjörnuna, sem grenitréð hafði borið á hamingjuríkasta kvöldi ævi sinnar. En nú var úti um það, tréð var ekki lengur til og sög- unni lokið og svo fer um allar sög- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.