Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 24

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 24
20 « « K M K 3ÖE 3HE M 3HE %?3L K « « M'M 3HE « & Jólablað fálkans 1949 Oti í skógi stóð mjög fallegt grenitré. Það stóð á góðum stað, því að sólin náði að skína á það, nóg var af góðu lofti, og í kring um það uxu margir stærri lags- bræður þess, bæði grenitré og furutré, en litla grenitréð hafði svo mikinn hug á því að vaxa; það hugsaði ekki um hina hlýju sól og hið ferska loft og ekki kærði það sig um bændabörnin, sem hjöluðu saman þegar þau voru að tína jarðarber eða hind- ber. Oft komu þau með fulla krukku eða þau voru með jarðar- ber dregin upp á strá og svo sett- ust þau við hliðina á litla trénu og sögðu: ,,Nei, en hvað þetta litla tré er fallegt!“ En það vildi tréð alls ekki heyra. Ári seinna höfðu leggir þess vaxið, og árið þar á eftir var það orðið ennþá lengra, en á greni- trjám getur maður séð af liðum þeirra hversu gömul þau eru. „Ó, að ég væri nú orðið eins stórt tré og þessi hérna í kring um mig,“ sagði litla tréð og and- varpaði, „þá gæti ég breitt út greinar mínar og horft út í víða veröld með toppi mínum. Þá myndu fuglarnir byggja hreiður sín meðal greina minna og þegar vindur blæs, gæti ég kinkað kolli á sama hátt og hin trén.“ Það hafði alls enga ánægju af sólskininu, fuglunum eða hinum rauðu skýjum, sem kvölds og morgna liðu áfram í loftinu fyrir ofan það. Á veturna þegar hvítglitrandi snjórinn lá allt í kring, þá kom oft fyrir að héri kom hlaupandi og stökk yfir litla tréð, — ó, það var svo gremjulegt. En svo liðu tveir vetur og á þeim þriðja var tréð orðið svo stórt, að hérinn varð að fara utan við það. Grenlfréð ^ólacevintýri cftir -U. C. Andersen „Ö, að vaxa, vaxa og verða stór og gamall, það er það eina sem indælt er í þessum heimi,“ hugs- aði tréð. Á haustin komu skógarhöggs- mennirnir jafnan og felldu nokk- ur stærstu trén. Þannig var það á hverju ári og unga grenitréð sem nú var orðið næstum full- vaxið, skalf af hræðslu þegar hin stóru og skrautlegu tré féllu til jarðar með braki og brestum. — Síðan voru greinarnar höggnar af þeim og þá voru þau ekki glæsileg á að líta. Þau virtust löng Qg rengluleg og voru nær því óþekkjanleg, en síðan var þeim hlaðið á vagna og hestar drógu þau af stað út úr skóginum. Hvert átti að flytja þau? Hvað áttu þau í vændum? Um vorið þegar svalan og stork- urinn komu, þá spurði tréð þau: „Vitið þið hvert farið var með þau? Hafið þið ekki mætt þeim?“ Svölurnar vissu ekki neitt, en storkurinn varð áhyggjufullur á svip, kinkaði kolli og sagði: „Jú, ég held það, þegar ég flaug frá Egyptalandi, þá mætti ég mörg- um nýjum skipum. Á skipunum voru falleg siglutré og ég held að mér sé óhætt að segja að af þeim legði greniilm. Eg get borið frá þeim kveðjur. Þau gnæfa, þau gnæfa.“ „Ó, að ég væri orðið nógu stórt til þess að geta flogið yfir hafið. Hvernig er það eiginlega þetta haf og hverju líkist það?“ „Það er nú nokkuð umfangs- mikið að skýra frá því,“ sagði storkurinn og svo hélt hann leið- ar sinnar. „Gleddu þig yfir æsku þinni,“ sagði sólargeislinn, „gleddu þig yfir vaxtarlagi þínu og hinu unga lífsfjöri, sem býr í þér.“ Og vindurinn kyssti tréð, og döggin tárfelldi yfir því, en það skildi grenitréð ekki. Þegar leið að jólum, voru mörg ung tré höggvin og meira að segja tré, sem ekki voru eins stór eða gömul og þetta bráðláta grenitré, sem aldrei var í rónni, en alltaf vildi komast í burt. Þessi ungu tré, en það voru þau fegurstu, fengu að halda öllum greinum sínum; þeim var hlaðið á vagn og hestar drógu þau burt úr skóg- inum. „Hvert skyldu þau fara?“ spurði grenitréð. „Þau eru ekki stærri en ég. Eitt þeirra var meira að segja miklu minna. Hvers vegna fá þau að halda öllum greinum sínum? Hvert er þeim ekið?“ f t ' Svo settust þau hjá litla trénu og sögöu: „Nei, en hvaö þetta litla tré er fallegt." „Það vitum við, það vitum við,“ tístu gráspörvarnir. „Við höfum verið í borginni og gægst inn um gluggana á húsunum og við vit- um hvert ekið er með þau. Þau komast í þann mesta ljóma og mestu dýrð sem hægt er að hugsa sér. Við höfum gægst inn um gluggana og séð að þau eru sett niður á miðju gólfi í heitri stofu og síðan eru þau skreytt hinum dásamlegustu hlutum gylltum epl- um, hunangskökum, leikföngum og mörgum hundruðum ljósa. „Og svo,“ spurði grenitréð og bærði allar greinarnar, „og svo? Hvað verður svo?“ „Ja, meira höfum við ekki séð. Það var alveg dæmalaust." „Ef til vill á það fyrir mér að liggja að ganga þessa ljómandi braut,“ sagði tréð í fögnuði. „Það er ennþá betra en að fara yfir hafið. Ó, hvað ég kvelst af löng- un! Eg vildi að jólin væru kom- in. Nú er ég hávaxið tré með breiddum baðmi eins og hin sem flutt voru burt í fyrra vetur. Ó, að ég væri komið á vagninn, kom- ið í heitu stofuna innan um alla viðhöfnina og dýrðina!" „Og þá? Já, þá kemur eitthvað enn betra, ennþá fallegra, hvers vegna skyldu þeir annars prýða mig þannig? Það hlýtur að koma eitthvað ennþá mikilfenglegra og dásamlegra; en hvað þá? Ó, ég þjáist,. . ég þrái,. . ég veit ekki hvernig mér er farið.“ „Gleddu þig yfir mér,“ sagði loftið og sólarljósið, „gleddu þig yfir f jöri æsku þinnar úti í frjálsri náttúrunni." En tréð gladdist alls ekki. Það óx og óx. Það var grænt vetur og sumar, það var dökkgrænt, og þeir sem sáu það sögðu: „Þetta er fallegt tré,“ og þegar jólin nálg- uðust, var það fellt fyrst af öllum trjám. öxin hjó djúpt gegnum merginn. Tréð féll til jarðar og stundi við, það fann til sársauka og máttleysis. Það gat alls ekki hugsað um hamingju, það var sorgbitið yfir því að skilja við átthaga sína, við blettinn þar sem það hafði skotið rótum og vaxið upp. Það vissi að aldrei framar mundi það sjá sína kæru gömlu félaga, litlu runnana og blómin allt í kring, og ef tii vill ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.