Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 11

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 11
jölablað fálkans 1949 5 55 55 55 55 55 55 55 55 5-5 55 5555 55 55 55 55 55 7 BaÖstofan á Aulestad var ekki stór, en vistleg var hún. ræða bestu jörðina i Gausdal með allri áhöfn — 50 nautgripum, 6 hestum, 7 svinum og 25 geitum — og svo seii til fjalla með veiðivatni og mörgum varphólmum í því, sex þurrabúðum, einni hjáleigu og svo ógrynnum af skógi i þokkabót! — Svo segi ég ekki þá jarðarkaupasögu lengri. En þetta gerðist snemma ársins 1874, um lílct leyti og Sveinbjörn Sveinbjörnsson sat i Edinborg á Skotlandi og var að semja lagið við „ó, Guð vors lands.“ Olstad hét jörðin. Björnson þóttist vita að hún hefði heitið Álastaðir að fornu, og breytti þvi nafninu í það form, sem norskur nútima ritháttur krafðist, en hann er stundum hjá- kátlegur í augum þeirra, sem enn kunna gamla og góða norsku. Aulestad er ekki kenndur við „aula“ heldur við „Ála“, sem var algengt mannsnafn í Noregi að fornu. III. Lág regnský hvildu yfir Gausdal, er ég kom þangað í haust. Dalurinn er hliðarkvísl, sem liggur frá suð- vestri niður á láglendið sem breiðist út frá mynni Guðbrandsdals, og áin úr Gausdal rennur út í Mjörs, sem Snorri kaliaði rétt, en nú kallast Mjösa. — Gausdalur er ekki breiður né djúpur, en hlíðarnar eru aflið- andi og brattalitlar, eftir þvi sem gerist i norskum dölum, — akrar eru sánir þar langt uppeftir, en þó er dalurinn öllu fremur skógarbyggð en búskapar. Og uppi i miðri hlíð er Aulestad. Vegurinn liggur staðarins megin í dalnum — að norðan verðu í hlíð — og ekki nema nokkur skref upp að hliðinu að helgidómi skáldsetursins. Hér niðri við veginn rak ég mig á bifreiðastæði, sem rúmar að minnsta kosti þrisvar sinnum fleiri farartæki en nokkurt þeirra, sem til var í Reykjavík, þegar ég var þar seinast. Þau kunna að vera orðin stærri nú. En þarna niðri á stæðinu sé ég auglýsingar um, hvenær „safnið“ sé opið og á hvaða tímum árs. — Það er með öðrum orðum „safngestagangur“ hér á Aulestad. Og það versta er, að ég sé að ég kem ekki á réttum heim- sóknartíma. — En læknirinn í Gaus- dal, sem flutti mig á bilastæðið og sem ég gisti hjá i nótt, eftir að hafa hald- ið fyrirlestur um ísland og hlustað á miklu betri ræðu fyrir íslandi, sem skáldið Inge Krokann hélt, — hefir greitt úr öllum vanda, svo að „kon- servator" Else Björnson tekur á móti mér þegar ég kem í dyrnar, og kynn- ir mér konu, frú „overrettssakförer Andersen frá Osló“, sem ætli að ganga með mér um bústað Karoline og Björnstjerne Björnson. Það kemur brátt á daginn að frú Andersen er góður leiðbeinandi. Hún talar ekki of mikið, útskýrir ekki mikið, en lofar mér að spyrja. Mér finnst eitthvað svo kunnuglegt við hana, alveg eins og ég liafi séð ættar- mót hennar einhverntíma áður, og það heyri ég vel að hún talar norsk- una með dönskum hreim. Við skoðum fyrst dagstofuna. í stólunum og sófanum hefir margt frægt fólk setið á liðnum kvöldum — en þó einkanlega kvenfólk, því að karlmennirnir flýðu þá inn i „Grise- huset“ aðra vistarveru á Aulestad, sem var sú eina á bænum, sem leyfi- legt var að reykja í. Þá reykti kven- fólk ekki og Björnson var illa við að tóbaksreykjareimur væri i stofun- um á Aulestad, nema i „Grisehuset“. Þar máttu allir púa eins og þeir vildu. En einn af „stamgestunum“ setti sig út yfir boð og bann húsbóndans, svo þrálátt að Björnson gafst alveg upp við að láta hann hlýða sér. Það var Alexander Kielland. „Ilann var sá eini gestur á Aulestad, sem fékk að reykja hvar í húsinu, sem liann vildi,“ segir frú Andersen og brosir. Við göngum næst inn í borðstofuna. Ilún er ekki ýkja stór, en einstaklega björt og skemmtileg. Og svo förum við niður í kjallarann og lítum á eldhúsið. Þar blasa við spegilfagrir katlar og könnur úr eir á eldavélinni og yfir lienni, en úti við gluggann er lílið, dúkað borð, þar sem oft var matast þegar fáir voru heima af fjöl- skyldunni. Og stundum kom það fyr- ir að skáldið settist við þetta borð, þegar liann kom svangur utan að, og fékk sér matarbita, — lnigsa ég mér. En ckki sagði frú Andersen það. Svo förum við upp stigann aftur. Og nú er ferðinni heitið inn í þá stof- una, sem mig langaði mest til að sjá: skrifstofu skáldsins á Aylestad. Þarna stendur skrifborð, bkki stórt, eins og blaðamönnum finnst þeir þurfi að hafa, til þess að hrúga gögnum kringum sig. Heldur hæfilega lítið en fallcgt skrifborð, útskorið á frain- hlið og með tveimur standmyndum, sinni á hvoru horni. En á veggnum hátt yfir skrifborðinu er marmara- mynd af Grundtvig. „Honum fannst að af öllum mönnum ætti hann mest Grundtvig að þakka,“ segir frú And- ersen, um leið og hún sýnir mér þess- ar hvítu höfuðmyndir. En skammt frá glugganum á nor.ður- veggnum blasir við annað mannshöfuð úr marmara yfir borðinu i liorninu, þar sem þau settust svo oft, Karoline og Björnstjerne til áð rökræða mál- efni og hugmyndir. Þar las liann stundum upp úr sér, en hún sat og skrifaði eftir honum. Hún skrifaði yfirleitt mikið fyrir manninn sinn — m. a. hreinskrifaði hún um langt skeið handritin hans, er senda skyldi forlaginu. En myndin sem ræður hús- um í þessu horni er af Goethe. Á veggnum andspænis Goetheveggn- um er einnig stór brjóstmynd. Eg ætlaði varla að þekkja hana fyrst í stað en tókst það þegar ég hafði horft á hana um stund. Ástæðan var sú, að mér fannst yfirskeggið á mann- inum miklu hrjúfara og ólögulegra en ég átti að venjast á þessum manni, sem ég þekkti þó svo vel af myndum, sem ég hafði séð af honum á ýmsuin ahlri. — Alexander Kielland. -----Og næst skoða ég svo „Grise- huset". Og það var kannske skemmti- legast af öllu saman. Ekki svo að skilja, að ég þyrði að kveikja i pípu þar, þó að slíkt væri sjálfsagt „til forna“. Heldur af því að þarna voru veggirnir einna mest lifandi, af öllum veggjum í húsinu. Krökkt af myndum — litlum málverkum, sem skáldinu liöfðu verið sendar sem minningar frá frægum listamönnum eða nýgræðing- um, málverk, sem áttu að sýna skáld- ið sjálft eða hugmyndir, sem fram koma i verkum lians. Málverk og gamlir, sjaldgæfir niunir, stærri og smærri. Og ljósmyndir! Af öllu því Framhald á bls. 9. Svefnherbergiö, þaö eina af þremur, sem varöveitt er á Aulestad. „GrísahúsiÖ". T. h. sést arinninn meö ýmisskonar forntœkjum, en á múrhlífinni myndir, sem ýmsir heimilisvinir hafa málaö á þær. T. h. húsgögn, sveitasmíöi, og á veggnum fyrir ofan litlar vatnslitamyndir, geröar af gestunum. EldhúsiÖ á Aulestad. Yfir eldavélinni standa á hillu allar tekönnurnar, en á veggnum t. h. ýms eldhúsáhöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.