Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 31

Fálkinn - 16.12.1949, Blaðsíða 31
JÖLABLAÐ FÁLKANS 1949 g Stjörnustjakinn. Þennan stjaka getið þið búið tii fyrir tvö eða þrjú kerti, eftir þvi sem þið viljið. Undir botnplötuna eru settir tveir klossar, sem fætur, og svo færð þú þér skaft, jafn gilt og kertin, sem stjakinn er ætiaður fyrir. Göt eru boruð á botnplötuna, mátulega stór fyrir skaftendann. Svo eru það stjörnurnar. Þær eru sag- aðar út úr 1 cm. þykkum krossviði og borað gat á þær, hæfilegt fyrir skaftið. Síðan eru sagaðir bútar af skaftinu, mismunandi langir, fyrir stjaka með þremur kertum er !iæfi- legt að tveir bútarnir séu 4 cm. langir og einn (5 cm. Bútarnir c u svo límdir í götin á botnfjölinni, og á efri bútendann eru stjörnurn- ar festar, þannig að búturinn gangi aðeins upp í mitt gatið og liola sé fyrir kertið. Bútarnir eiga að vera með silfurbronslit. Og svo er botn- fjölin skreytt með lyngi. Þrír jólaenglar. Þeir eru teiknaðir með kalkerpappir á pjötlu, og síðan er jaðarinn faldað- ur. Líka má klippa þá út hvern og einn og sauma þá t. d. á pentudúk, smekk eða nota þá sem bókamerki. Með því að teikna myndirnar hvað eftir annað á langa ræmu má búa til borða tii að skreyta stofuna með. Pyngja úr skinnpjötlum. Úr skinnpjötlum, sem þið getið klippt úr gömlum hönskum, hand- töskum og öðru þessháttar, má búa til allra iaglegustu buddu fyrir smá- peninga, perlur og hnappa. Þið þurf- ið niu pjötlur og eina fallega snúru, og lielst þurfið þið að hafa talsvert stóra nál og grófan þráð til að sauma með. Fyrst klippið þið ykkur snið úr pappír, eftir teikningunni sem þið sjáið hérna, þið sjáið stærðina á senti- metramálinu, sem er á stykkjunum. Svo klippið þið 4 liliðarstykki af hvorri gerð og einn botn. Áður en þið byrjið að sauma gerið þið tvö göt á hvert stykki að ofan, — helst með gatatöng. Fyrst eru svo öll hliðar- stykkin saumuð saman, stykkin II og III á vixl. Ranghverfan er látin snúa saman á jöðrunum og svo sáumað með þéttum nálsporum að utanverðu. Þeg- ar öll hliðarstykkin eru komin saman, er botninn saumaður í. Og loks er snúran þrædd gegnum götin og perl- ur festar á báða enda hennar, svo að hún geti ekki þræðst úr. Útstoppað dýr. Efnið í þetta er pjatla með sterkum litum og fallegu mynstri, og ull eða hey til að stoppa með. Það eru ekki nein tiltekin mál á teikningunni, svo að þið getið sjálf ráðið stærðinni á dýrinu. Teikningin er krosstrikuð og þessvegna getið þið sniðið pjötiuna í hvaða stærð sem þið viljið, en fyrst skuluð þið búa til pappírssnið og ldippa pjötiuna eftir þeim. Hliðarstykkin tvö eru klippt samtímis og pjatlan lögð tvöföld á meðan, með réttliverfuna inn. Tung- una (2), augun (3), eyrun (4) og rófuna (5) ræð ég ykkur til að hafa úr einlitu efni. Ræman, sem hliðar- stykkin eru fest saman með, á að vera 3—4 sinnum breiðari cn rófan. Á mynd II sjáið þið hvernig þes'si ræma er saumuð við hliðarstykkin. Við afturlappirnar er skilið eftir op, svo að hægt sé að snúa „pokanum“ við þegar búið er að sauma. Á mynd III er sýnt hvernig dýrið er stoppað. Það er áriðandi að stoppið fylli vel út í öll hornin. Og svo er opið að aftanverðu saumað saman. Loks eru eru, augu, tunga og rófa fest á. Takið eftir að rófan er tvöföld. Og svo er sú jólagjöf tilbúin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.