Fálkinn


Fálkinn - 16.12.1949, Qupperneq 27

Fálkinn - 16.12.1949, Qupperneq 27
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1949 £ « « « ^ M « « ££ 3MC *£ ML « 3W£ 3HE 3WE 3HE ™ GÓÐRA VINA FUNDUR .... Framháld af bls. 19. þess að hann vissi að hún þurfti á einhverju að halda til þess að bæta upp þá blíðu, sem hún hlaut að verða án í kvöld. Fyrst sátu þau þegjandi og möt- uðust, en það geta aðeins þeir sem hafa þekkst lengi, og svo fór hann að segja henni frá langdvölum sínum í Frakklandi, flóttanum til Englands, þar sem hann lét skrá sig i herinn, frá striðinu og frá því hve einkenni- legt það er að koma lieim aftur eftir margra ára fjarveru og finna að mað- ur er orðinn ókunnur. Aftur var þögn. „Hefurðu ekki tekið eftir því að við hugsum vel saman?“ spurði liann. „Já, rauðvinið er ekkert slæmt. Skál Ragnar.“ Meðan hann var að taka út leifarn- ar af öndinni og notuðu diskana þá kveikti hún hægt á jólatrénu og gaml- ar minningar tóku hug hennar allan á meðan. Hann hafði oft verið jóla- gestur á heimili hennar i Linköping. Foreldrar lians voru í Indlandi þá, faðir hans var starfsmaður hjá ensku fyrirtæki, og frændi hans, sem hann átti heima hjá, var ekkili, dapur og þreyttur og vildi helst vera einn. Nú kom ábætirinn rjúkandi inn i mislitri leirskálinni, sem hann hafði verið keyptur í, hann skenkti sherry- ið. „England, good old Ehgland,“ sagði hann þegar hann hafði drukkið fyrsta sopann. Og skömmu siðar kveiktu þau í vindlingunum. Augu hennar ljómuðu er hún leit á Ijósin á jólatrénu. Hún sagði: Eg vildi lesa hvert einasta bréf frá Mai en það má ég víst ekki, Ragnar?" Hún reif umslagið upp i flýti og studdi hönd undir kinn meðan hún var að lesa. Bleikir, liprir fingurnir, þungt, platínugult hárið, rauðar kinn- arnar og raunalegur munnurinn — hann langaði til að mála það allt saman Hann sat um stund og hélt ræðu i huganum: Við erum ekki ung lengur, hvorugt okkar, og þó að okkur liafi verið vel ágengt út á við, þá höfum við alls ekki verið sérlega hamingju- söm. Og þú varst sú, sem ég átti að eiga. Eg er nefnilega alls ekki illa hæfur til hjúskapar, að minnsta kosti ekki nú orðið, og mér væri ljúft að verða gamall með þér. Eg held ekki að útrætt yrði okkar á milli á þúsund og einni nótt. Við mundum alltaf fá nýtt og nýtt umtalsefni. Við gætum farið i ferðalög til fortiðarinnar sam- an og fundið grafna fjársjóði. Eg hefi svo margt að segja þér, og þú verður líka að segja mér frá árunum, sem við sáuin ekki hvort annað. Og áður en við verðum fjörgömul, gætum við fundið okkur stað, eyju í Skerjagarð- inum, i Frakklandi, i Suður-Afriku eða í Kína, sem við gætum sest að og líugsað um garðinn okkar. En úm það skulum við tala hetur síðar, því iiggur ekkert á. Hann tók eftir að nokkur tár hrundu niður kinnar hennar og hann leit undan. Já, hugsaði hún með sér, nú missi ég Mai líka, þegar hún giftist Hubert með vorinu. Bara að ég liafi ekki orðið til þess að koma henni á villi- götur. Hún hefir alltaf haft svoddan mætur á gamaldags heimili, börnum og reglubundnu lífi. Það liefi ég ekki getað gefið henni. — Eg verð að fá blaðið til að senda mig til Sviss um það leyti sem þau halda brúðkaup sitt. Hún eyddi tárunum með augna- lokunum: „Ragnar, hér sit ég og jóla- kertin loga, en ég á enga gjöf til að gefa þér, þetta er svo fátæklegt.“ „Það er þó ennþá lakara að ég hefi ekki einu sinni blóm handa þér.“ „Þú liefir lijálpað mér með þetta kvöld. Þú hefðir ekki getað gefið mér neitt belra.“ „All right,“ sagði hann, „þá skalt þú gefa mér dálitið í staðinn. Þú skalt sitja fyrir lijá mér, þessi mynd þarna — jú, hún er falleg, en þú ert fallegri núna og ég vil mála þig aftur. Má ég það?“ „Fallegri segirðu, — þú ert gamall bragðarefur." , „Nei, sem ég er lifandi maður — mér er alvara —“ í huga mínum ertu alltaf eins og ljóð, hafsvali og vorung Eros“ — hann las upp tilvitnun i ljóði, og alls ekki alvarlega. „ — þó að nú sértu orðin þung og grá,“ bætti hún við. „Eg man nefni- lega þetta kvæði líka. En það var ekki vel heppilega valið.“ „Þú ert hvorki þung né gráhærð. Jæja, má ég.... ?“ „Já, ef þú vilt fara núna — það er að segja þegar þú liefir slökkt á kert- unum og tekið af borðinu. Því að ég er svo þreytt að ég get varla staðið. Góða nótt, Ragnar, og þakka þér fyrir í kvöld." Hann kyssti liönd hennar stillilega, ekki of fast. Guði sé lof fyrir sænsku stirfnina! hugsaði hún með sér. Svo lokuðust dyrnar á eftir honum. Hún læddist út á svalirnar, liún vildi sjá hann — niðri á götunni. Þarna er hann. Hann hafði þetta samræmda, dá- lítið slettingslega göngulag, sem henni hafði alltaf þótt svo gaman að, henni datt i hug, ef hann dytti þá hefði hann ekkert fyrir að standa upp aftur, það mundi ganga af sjálfu sér.... Þetta göngulag lýsti honum vel. Sjálf hafði hún ekki þetta innra jafnvægi, ef hún kynni að detta. Og það kostaði mikið strið að komast á fætur aftur, ef hún liefði engan til að styðja sig við. Það var einkennilegt þetta, að hún hafði nærri því alltaf verið ein, sér- staklega í hjónabandinu, ein um sigra sina og ósigra. Hún liafði ekki einu sinni getað látið Mai vera um sigr- ana með sér, því að lhin liafði and- styggð á því að vekja athygli ann- ara á slíku — þesskonar áttu hinir að sjá sjálfir. En hún mundi að heiman frá æsku- stöðvunum hvernig Ragnar hafði tek- ið eftir öllu, minnstu smámunum — að liún liafði skrifað bcstu stílana, að blaðið þar i bænum hafði telcið smágreinar af henni, að liunangskök- urnar liennar voru bestar á bragðið. Og að tekið var eftir henni á dans- leikjunum. Hann liafði meira að segja efni á að segja það. Já, svoleiðis var það, — Ragnar lét sig aldrei muna um slikt og ekki aðeins það, en honum var unun að því að segja eitthvað fallegt um hana. Þegar lmn var komin í rúmið litlu siðar uppgötvaði hún, að hún hafði lifað unaðslegt kvöld, þvert á móti því, sem liún liafði búist við. Og lmn komst að þessari niðurstöðu: Eg er lélegur blaðritari, mig vantar nasa- sjón. Núna fyrst, tuttugu árurn of seint skil ég það, sem allar aðrar stúlkur hefðu skilið undir eins. Það var liann sem ég átti að kjósa mér. Drekkift HRESSANDI COLA-DRYKKUR H.F. ÓLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON SÍMI 1390 - SÍMNEFNI: MJÖÐUR - REYKJAVÍK

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.